Litla systir í ,,baklás" .... og smá samantekt á helginni

Elskulega litla systir mín og súpermamma með meiru festist í bakinu á laugardagsmorgun og gat sig hvergi hreyft. Súperstórastelpan hennar og súperpabbinn hugsuðu um litlu súperlitlutvíbursysturnar sem verða tveggja ára í ágúst. Ekkert grín að vera með tvær svona dúllur þegar kona getur sig ekki hreyft spönn frá rassi.

Ég og Vala fórum í gær og tókum mömmu með þar sem súperpabbinn þurfti að vinna og lékum við við lillurnar. Það er nú ekki leiðinlegt, því þær eru auðvitað súpersætar..

Rósa og Ísold_strauborð
Rósa og Ísold

Annars er þetta búin að vera annasöm helgi, vorum með boð fyrir skíðaklúbbinn okkar á laugardagskvöldið.  Í gærmorgun  rölti ég með fimmáringinn í sund en laugin var auðvitað pökkuð af fólki sem var að njóta góða veðursins. Um kvöldið fékk ég mér andlega næringu og sótti messu í Kvennakirkjunni.

Mánalingur er orðinn lasinn, en mamma hans ætlaði með hann til barnalæknis, en hann hefur sloppið vel við veikindi í vetur.

Nú er heimilið mitt orðið eins og búð - búin að stilla upp fataslám og verð með fatakynningu og fjör í kvöld, verst að ég á það til að selja sjálfri mér!

Ef bloggvinkonur  (eða aðrar konur) hafa áhuga á að skoða þessi föt,  eða viljið fá senda bæklinga þá hafið endilega samband á netfangið jm@hradraut.is

Að lokum þá er komið að extreme makeover klippingunni minni í dag hjá Toni & Guy.... úff.. blanda af stressi og tilhlökkun!

Eigið öll yndislegan dag! .. Megi sólin skína á ykkur að utan sem innan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dásamlegar litlar dúllur Kemur þá ný mynd í höfundarboxið eftir makover-ið

Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Laufey B Waage

Gott að eiga góða að, þegar óhöpp eða veikindi mæta á staðinn.

Laufey B Waage, 17.3.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað þær eru flottar litlu skvísurnar.  Gott að eiga góða að Jóhanna mín.  Vonandi verður Mánalingurinn ekki veikur yfir páskana.  Það er tíminn fyrir alla fjölskylduna.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jónína - góð! Já þær eru algjör yndi.. kannski kemur ný mynd, ef ég verð ánægð með lúkkið! Takk - Laufey, mér fannst ég ekki gera mikið gagn, en samt auðvitað pinku pons og svo er bara svo yndislegt að vera með þeim. Takk líka innilega Ásthildur, já vonandi verður Máninn minn ekki veikur yfir páskana, hann ætlaði m.a. að koma með ömmu í sumarbústað!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ji hvað þær eru miklar dúllur vonandi lagast mamman í bakinu, það er aldrei gaman að fara svona.

Ég segi eins og Jónína, kemur ekki ný mynd eftir makeoverið?? ekki það að það sé eitthvað að þessari

Huld S. Ringsted, 17.3.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Tiger

  Lið í kringum þig ljúfust...

Aldrei gott að fara í bakinu, sérstaklega ekki ef maður er með stórt heimili og fjölskyldu - jafnvel ekki þó maður sé súperwoman. Vonandi lagast það fljótlega svo hún geti átt góða daga og páskana sem eru framundan.

  Það er greinilega mikið að gera í barnadeildinni á þínum bæ. Alltaf svo yndislegt að dúlla með börnin, en leitt þó þegar þessar elskur verða lasnar.  Vonandi verða þó allir frískir um páskana. Tony og Guy virðast vera góðir, hef ég heyrt - viss um að þeir eiga eftir að skila þér enn glæsilegri inn í páskana - ef hægt er að gera þig glæsilegri það er að segja, þannig séð - án daðurrrrrs.

Knús á þig í daginn og vikuna.. P.s. jamm ég komst að því bara núna um daginn að Queen Ásthildur er frænka mín, Langafi mömmu og Langamma hennar eru systkyn.. jihaaa!

Tiger, 17.3.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband