Hvernig ætlum við að búa að þessum börnum og fjölskyldum þeirra ?

Börnin eru kjarni þjóðarinnar. Hvernig búið er að börnunum skiptir öllu máli fyrir þjóð. Allt of ríkt er í þjóðarsálinni að redda málum þegar allt er komið í óefni og það gildir svo ríkulega þegar kemur að málefnum ungra fjölskyldna.

Það þarf að styðja vel við fólk með börn og bjóða námskeið fyrir nýbakaða foreldra í ummönnun og sjálfstyrkingu að vera foreldri. Það hefur varla reynt á samband pars fyrr en barn er komið í heiminn og vökunætur fara að klípa í geðið... 

p.s. frjósemi kvenna hefur ekkert að gera með barnafjölda, við lifum á 21. öldinni og það eru notaðar getnaðarvarnir.

 

 


mbl.is Frjósemi eykst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hárrétt hjá þér

Jónína Dúadóttir, 18.3.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Datt það sama í hug þegar ég heyrði þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 12:25

3 identicon

Mikið rétt! Við kaupum raftæki og það fylgja leiðbeiningar á 12 tungumálum. Við getum barn og engar leiðbeiningar fylgja! Annars sá ég það einhvers staðar að mæling á frjósemi þjóðarinnar sé vel yfir meðallagi. (norræn rannsókn)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband