,,Afi Keli

Í gær stóðu Eva Lind dóttir mín ásamt öðru góðu fólki á endurskoðunarskrifstofu Þ.Þ.J. o.fl. fyrir ,,Surprise" afmælisveislu fyrir fyrrverandi tengdaföður minn og afa barnanna minna; Þórarin Þ. Jónsson.

Einhverjir gárungar sögðu að Þ-ið stæði fyrir vaxtarlagið hans en Þ-ið er fyrir millinafnið Þorkell. Eitt er víst að ekki náði ég mittismáli afa Kela þegar ég gekk með tvíburana undir belti, en hann sagðist þá bera bjórkassa undir belti! LoL Af því er svo dregið gælunafnið Keli, sem flestir þekkja hann undir.

Ákveðið var að halda þetta viku fyrir afmælið þar sem hann og ,,amma Tobbý" ætla að vera erlendis á sjálfan afmælisdaginn. Mér skilst að um 200 manns hafi mætt og glaðst með þeim hjónum.

Það var fyrir ári síðan að við vorum að fagna saman með Völu - þegar hún fékk fínu kórónuna sem hún vildi nú helst bara eiga áfram!! .. og ,,afi" og ,,amma" komu í boð til okkar Tryggva og við síðan til þeirra stuttu seinna. Það er gott að geta haldið vinskap við afa og ömmur þó að fólk skilji, en þannig er það því miður langt frá því að virka á öllum bæjum.

Mikilvægast er það þessara sameiginlegu afkomenda vegna en það er ótrúlegt pirrrr.. þegar fólk þarf að vera á nálum varðandi umgengni ..

Eva mín hélt víst "heartbreaking" ræðu fyrir afa sinn sem fékk hörðustu jaxla til að fella tár, en hún er að vísu meistari í slíku, bæði í tali og söng, en það er viðmótið hennar sem er svo sérstakt og er ekki hægt að setja á prent.

Afi Keli hefur reynst fyrirmyndarafi barnanna minna og langafi Mána og er svona svolítið eins og jólasveinninn, eða eins og klettur, þú veist alltaf hvar þú hefur hann.Grin  Kann ekki uppgerð né fals og segir það sem hann meinar. Afi myndar sér sínar eigin skoðanir á fólki og lætur ekki almenningsálit hlaupa með sig í gönur ... án þess að ég fari nánar útí það hér.

Óska honum góðs afmælisdags - og ferðar með ömmu Tobbý sinni! Kissing

Jæja, nóg ræða hér í hádegishléi .. Lundúnarævintýri verða að bíða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er fallegur pistill frú Cruse

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 2.6.2008 kl. 19:30

3 Smámynd: Laufey B Waage

Þó maður skilji við einn eiginmann eða tvo, er engin ástæða til annars en að halda góðu sambandi við þá og þeirra fólk. Fyrrverandi tengdafaðir minn varð áttræður í vetur, og það munaði litlu að ég skellti mér til Ísafjarðar í veisluna. Hefði pottþétt mætt, ef hún hefði verið á suðvesturhorninu.

Laufey B Waage, 3.6.2008 kl. 08:45

4 identicon

 Love ya ...

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband