Andvaka með engiferte ...

Samkvæmt "The Secret" á maður/kona aldrei að kvarta. En þegar ég vakna klukkan 4 að nóttu vegna þess að ég get ekki sofið fyrir hóstanum í sjálfri mér þá er gott að fá að kvarta.

Vala mín er í næturflugi og kannski er ég líka óróleg yfir henni, svo það eru fleiri ástæður fyrir svefnleysinu.

Ég hitaði mér te til að róa hálsinn, en það virðist koma seint.

Ég heyrði konu tala um það nýlega (og hef séð það skrifað) að hún væri með ,,ljótuna"... en svoleiðis verður kona eiginlega þegar hún fer lúin og með bauga af stað inn í daginn. Frown 

Ætla nú að snúa blaðinu við og ákveða að frískleiki færist yfir mig sem aldrei fyrr, já og úr því ég er byrjuða að "síkrita" (eins og Jenný segir) þá býst ég við að heimurinn sé einn friðarpottur á morgun og öll dýrin í skóginum séu vinir. Wizard

Ha, ha, ha... um leið og ég var búin að skrifa þetta, gekk köttur hér framhjá glugganum mínum sem er Garfield´s eða Grettis ,,lookalike" .. það er annar kötturinn hér í hverfinu sem er farinn að koma í heimsókn, við erum með hann Snúð sem hangir hér við dyrnar í tíma og ótíma. Kisur eru krútt.. en mig langar meira samt í voffa.

Jæja, góða nótt, eða góðan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag, ég vona að "ljótan" sé farin veg allar veraldar

Jónína Dúadóttir, 12.6.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vaknaði sjálf fyrir allar aldir með skelfilega ljótu, eins og ég er annars íðilfögur.

Vona að þú getir síkritað þig inn í frábæran dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 08:09

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ,æ ekki gott að vakna með ljótu, annars vaknaði ég bara eiturhress eftir skemmtilegt frí sl. viku.  Kveðjur inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 12.6.2008 kl. 09:29

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag mínar kæru, er nú eiginlega aðallega með syfjuna og svo ljótuna í hálsinum núna. Get notað leynivopnið baugafelara til að fela baugana.  Er að hugsa um að koma mér á framfæri með mína hásu rödd og taka ,,It´s a heartache" sem Bonnie Tyler var frægust fyrir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.6.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband