Öppdeit á hvað er í gangi ...

Þessa stundina er ég stödd í vinnunni að undirbúa próftöku morgundagsins, en á eftir koma börnin hans og míns og halda upp á afmæli sonar hans, Agnars Björns Tryggvasonar sem er 22 ára í dag!Wizard  Við ætlum nú að horfa á leikinn (ég með öðru auganu) Ísland - Makedónía, ekki síst þar sem Óli Stef er hálfbróðir afmælisbarnsins.

Í gær fórum við, s.s. ég og Hann í Garðheima og fjárfestum (slæm fjárfesting að vísu dugar aðeins í 3 mánuði) í rauðum stjúpum, appelsínugulum flauelsblómum, hvítum margarítum og dahlíum og fleiri tegundum sem ég kann ekki að nefna. Lotta systir kom í heimsókn á pallinn með "Ísu og Ósu", eða Ísold og Rósu (næstum 2 ára) og Henrik Svigeson kom með Mána (næstum 4 ára)  og þessi þrjú krútt hjálpuðu frænku/ömmu (næstum 47 ára Blush) við að planta og vökva. Veit ekkert hvar myndavélin er niðurkomin núna svo ég náði ekki myndum af þessum yndislegu krúttum.

Vonandi kemur "týndi sonurinn" minn í afmælisveisluna á eftir, sé hann ekki mikið. Dæturnar hafa boðað sig og dóttursonurinn.

Jæja, þetta var nú bara smá breik frá vinnunni. Drífa Sig er að kalla á mig svo ég verð að hætta!

Ses og Hörs .. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þér til mikillar ánægju ertu ekki ein um það sem er að verða 47 ára, þið mamma eruð víst jafngamlar!

En er vinnan allan ársins hring hjá þér eða hvað?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.6.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu lífsins í faðmi fjölskyldunnar.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigið góðan dag saman ég ætla líka að horfa á boltann með öðru.
                              knúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nú er leikurinn næstum hálfnaður og svona á mörkunum að ég hafi taugar í þetta! .. Já, Róslín -  ég fæ ekki frí fyrr en 14. júlí  ... og fæ þá fjórar vikur. Ég hef þó fengið smá aukavikur, fór til Kína í desember og til Ítalíu í janúar. Þarf ekki að kvarta. Verst að vinna inni í góða veðrinu!

Knús sömuleiðis á ykkur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.6.2008 kl. 16:34

5 identicon

Til hamingju með daginn Jóhanna mín. Drífa sig  er örugglega  á mörgum heimilum , góð 

Bið að heilsa fólkinu uppí skóla. Verð eiginlega að kíkja á ykkur áður en hann er búinn..

Sjáumst í vikunni

Elva Elvarsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 16:38

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æ, en hvað það er nú stutt!
Reyndar fékk ég bara nokkra daga í frí (vinnan ekki byrjuð) + helgar í sumar, maður verður að fá einhverja péninga!

En leiðinlegt með handboltakallana!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.6.2008 kl. 17:42

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 23:54

8 identicon

Sæl Jóhanna.

Blóm lifa ekki lengi, en boðskapur þeirra lifir þau !

Jafnvel lífið allt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 02:02

9 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með stjúpsoninn. Vonandi hafið þið notið bolta-afmælisveislunnar.

Laufey B Waage, 16.6.2008 kl. 18:03

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk innilega fyrir afmæliskveðju Laufey,  afmælisveislan heppnaðist vel. Þórarinn, þetta er góð ábending hjá þér. Já, Róslín, peningar eru víst nauðsynlegir, því miður!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.6.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband