Páll Óskar í Hafnarfirði ...og sími - hrakfallasaga

Við sátum heima á palli í allan gærdag og tókum á móti gestum og gangandi. Ég er búin að komast að því að ég mun ekki tíma að fara neitt til útlanda í sumar, frá fínu blómunum mínum. Verð að sinna þeim vel! InLove

Í gærkvöldi drifum við okkur til að hitta Evu, Henrik og Mána en þau voru mætt á Thorsplanið í Hafnarfirði, og þar var líka Birta frænka ásamt Rasmusi sínum og síðan hitti ég Birnu frænku, Didda og þeirra dætur eitthvað af tengdasonum og dótturson. Svo kom í ljós að von er á barnabarni númer tvö!!!..

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með skemmtiatriðin á pallinum. Bubbi var að klára þegar við komum og er hann alltaf klassískur. Síðan kom Páll Óskar og hann var alveg frábær. Kom stuði í mannskapinn og talaði beint til krakkanna. Hann er augljóslega einn besti ,,performer" landsins. Ég fíla hann rosa vel og söng hástöfum með. W00t 

Aftur að sólpallinum..

Meðal þeirra sem voru á pallinum hjá okkur í gær var Gunna ská-dóttir, hún var búin að vera að klappa símanum sínum og dásama en hann var aðeins eins daga, hafði hún fengið hann í gegnum tilboð hjá Nova. Ferlega fínn Nokia sími. Einn af pallgestum rakst í vatnsglas og lak vatnið á símann. Gunna tók símann í sundur til þerrunar og við krossuðum öll fingur um að vatnið hefði ekki skemmt hann. Hún ætlaði að leggja hlutina til þerris en fór þá ekki betur en svo að einn hlutinn fór í gegnum rifu á pallinum. Hún fór því heim með sárt enni og símalaus.

Pabbi hennar dó ekki alveg ráðalaus og notaði eitthvað gamalt löggutrix (enda í sumarlöggunni í gamla daga) fann vír og veiddi upp hlutinn sem hafði dottið! .. Enn er ekki komið í ljós hvort síminn verður ok, því að það borgar sig víst ekki að kveikja fyrr en alveg þurr! ..

 


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Við höfum þá verið með systkinunum hvor í sínu lagi í gær Jóhanna mín, ég með Diddú og þú með Páli Óskari dúllu.  Kveðja inn í góðan dag

Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2008 kl. 10:37

2 identicon

Takk fyrir í gær mom . ... Páll Óskar er nottlega bara SNILLINGUR! Mikið er hann skemmtilegur skemmtikraftur! Ekki nóg með það... hann sat og gaf áritanir á plaggöt til kl. 11! Fannst það ekkert smá flott af honum! HÚRRA fyrir Palla!

Aumingja Gunna  vonandi verður síminn í lagi, krossum fingur! Kv. Eva

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Páll Óskar er tær snilld, mannvinur og hefur gaman að börnum.
Það er mikið hlustað á hann, og Monikku og hann hjá mér.
Tvíburarnir mínir, þessar 17 ára voru að leyfa mér að hlusta á Tinu Turner og Baonsi, (rita þetta nú örugglega vitlaust) á you tupe, en þær skemmtu á
Emmy verðlaunahátíðinni núna síðast, þær eru náttúrlega tær snilld, og ég þurfti að hlusta því mæðgur eru að fara til Minneapolis á Tónleika með Tínu í Október, og verða úti í viku, geta varla beðið. svo sem ekki hissa.

                                 Knús Milla 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Bubbi og Palli eru bara flottir!

En leiðinlegt með símann, eru svokölluð símavandamál almenn á ykkar bæ??

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband