Sunnudagur, 20. júlí 2008
Viðmótið skiptir öllu máli ..
Hvernig afgreiðslumanneskja kemur fram við viðskiptavin skiptir öllu, eða að minnsta kosti mjög miklu máli við sölu. Ekkert er leiðinlegra en að koma inn í verslun og afgreiðslumanneskjan er ,,frosin" .. hefur engan áhuga á þér o.s.frv... Það næstleiðinlegasta er að vísu afgreiðslumanneskja sem er yfirdrifin og ætlar að gleypa þig.
Elskulegt afgreiðslufólk, sem er til taks fyrir þig þegar þú biður um, eða sér það á þér að þig vilt þiggja þjónustu skilar örugglega ánægðustu viðskiptavinunum.
Þarna skiptir útlitið engu máli. Annars kemur "innlitið" fljótt fram í útlitinu.
Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 341812
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, ekkert fer meira í taugarnar á mér eins og afgreiðslufólk í matarbúðum sem grýtir allskonar mat og gosi bara þegar það er búið að snimpla það inn í kassann....
Sama hvort það sé fallegt eða aðeins minna fallegt ( við erum öll misfalleg, enginn ljótur), þá bara þoli ég ekki svoleiðis framkomu!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.7.2008 kl. 19:48
Mikið ert ég sammála þér. Þjónustuviðmótið skiptir öllu máli.
Marta B Helgadóttir, 20.7.2008 kl. 19:55
Mikið rétt, það er "innlitið" sem skiptir mestu máli... eins og alltaf
Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 20:11
Þar er ég sko sammála þér, og þeim sem skrifa hér fyrir ofan. - Þjónustuviðmótið skiptir öllu máli.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.7.2008 kl. 21:32
Mikið erum við nú öll sammála...
Varðandi útileguna:
Get ekki kvartað yfir útilegunni þó að rassinn hafi rifnað af stuttbuxunum mínum fyrir utan Nóatún á Selfossi, og að gefnu tilefni skal það tekið fram að ég ég er ekki stórrössuð kona. Fékk lánaða flíspeysu til að binda yfir afturendann og fjárfesti í nýjum eldrauðum og flottum stuttbuxum á Selfossi.
Get heldur ekki kvartað þó að við hefðum þrjár fræknar verið að tjalda í hífandi roki og munaði ekki mörgum metrum á sekúndu að við hefðum svifið upp með tjaldinu eins og með loftbelg. Náðum að hemja tjöldin að lokum, þrjú tjöld á tja.. klukkutíma. Kallarnir voru að karlrembast á meðan að draga björg í bú og komu með 1/3 af "síli" hvor = 1 fisk.
Ég get heldur ekki kvartað þó að vindsængin hafi lekið og því sofið svona næstum á jörðinni, með þúfu undir bakinu, því ég mun sofa í mjúku rúmi í nótt og bæti þá upp fyrir bylturnar á hörðu tjaldgólfi.
Útilegan var skemmtileg, .. já og svo var grillað og það tók tvo tíma að elda matinn sem við vorum 10 mínútur að borða, eða hér um bil. Þetta var alveg eins og útilegur eiga að vera. Endaði svo á að ganga á Mosfell og næstum fyrir björg, en slapp með naumindum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.7.2008 kl. 21:58
Algjörlega sammála! "Fallegt" fólk er fólkið sem hefur fallega útgeislun, hugsar fallega og kemur fallega fram við aðra. Það er heildarmyndin af fólki sem gerir það fallegt í augum annarra. Hef séð svo margt fólk sem er svo visst um eigin "fegurð" að það telur sig yfir aðra hafna og eigi innistæðu fyrir dónaskap, hroka og sjálfhverfri þjónustulund - það missir heilmörg fegurðarstig hjá mér. Fegurð er svo mikið meira en það sem sést með berum augunum.
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:00
Auðvitað er ég sammála þér með mikilvægi útgeislunar hjá þjónustuaðila, en ég held líka að viðmót kúnnans geti skipt mjög miklu máli.
Eftirminnileg útilega þetta hjá ykkur vinunum
Sigrún Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:59
Æðisleg útilega
Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 08:01
Innilega sammála. "Innlitið" og framkoman skiptir öllu máli hjá þjónustufólki. Ég reyni stundum að hafa áhrif á það sjálf, með því að brosa og vera skemmtileg. Stundum virkar það. En mikið vorkenni ég því fólki sem lætur það ekki virka á sig - og er heldur ekki elskulegt að fyrra bragði.
Laufey B Waage, 21.7.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.