Bullað í bloggfríi....

Er að bíða eftir að verða sótt, nenni ekki að vinna lengur enda heilinn hættur að starfa. Eflaust vegna hálfsmánaðar hreyfingaleysis, en eina tilhneyging mín í átt til líkamsræktar í dag var að skoða heimasíðu Hreyfingar og vita hvort það væru ekki fleiri Barbabrellunámskeið fyrir mig. Finnst strengurinn í buxunum vera farinn að þrengja að aftur. Tounge ..

Þetta er sko alveg þúsund prósent rétt að sálin græðir á því að líkaminn hreyfi sig. Samstarf anda og líkama er pjúra snilld. Það er bara oft erfitt að segja líkamanum það, hann vill vera svo fj.... latur. Whistling .. Sálin í rokna stuði: ,,komdu, komdu, vertu svona súperdúperdugleg að hreyfa þig eins og skokkkonurnar í Elliðárdal sem þú öfundar BIG TIME .. en, stundum kemur bara allt fyrir ekki. Líkaminn haggast ekki, tja..nema kannski til að kíkja inn í eldhússkáp hvort að þar sé ekki eitthvað girnilegt.

Annars erum við að fara að ganga, ekki Einvörðuháls næstu helgi, heldur Fimmvörðuháls (sorrý lélegur húmor) hvorki meira né minna. Ég hlýt að verða sérlega vernduð á heilanum eftir næstu helgi, en veit ekki hvort að það sama muni gilda um fæturnar.

Einvörðuháls er ekki til, ekki frekar en Eyktarás.  Við þekkjum öll Eyktarás úr laginu, "Einu sinni á ágústkvöldi.... " og ég var upplýst um það sl. helgi að Eyktarás væri ekki til (nema í Seláshverfi) en það væri bara þarna í textanum því það rímaði við bolabás. LoL

Binni bróðir kom inn á MSN-ið mitt áðan og spurði hvort ég væri ,,yfirnáttúrulega" hress! ..og var augljóslega að vitna í bloggið mitt hér á undan. Köllum finnst yfirleitt allt tal um eitthvað yfirnáttúrulegt fyndið .. eða svona flestum körlum sem ég þekki.

Well.. nú er þetta að komast á það stig að það mun engin/n nenna að lesa þessa langloku. Nammmm.. talandi um langlokur slurp.. hvað ég er orðin svöng. Tounge ..

Sjáumst í Elliðárdalnum á skokkinu (eða þannig)...

                                          
                               

Er að hugsa um að senda líkamann einan að hlaupa ...LoL .. en nú er ,,kallið" komið eða réttara sagt kallinn svo best ég loggi mig út og pakki viðhaldinu (tölvunni) niður.

 


mbl.is Líkamsrækt verndar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Aha...þú bloggar vonandi um Fimmvörðuhálsagöngutúrinn. Mig sárvantar nefnilega svona hollann og góðan lestur um hraustlega göngu um urð og grjót

Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 19:10

2 Smámynd: M

Er þetta eitthvað að ganga ? Strengurinn minn hefur líka minnkað (í þvotti líklega)

Hef verið allt of góð við mig í sumar, eða eigum við að segja vond við mig. Ég skal taka á því í ræktinni og matarræðinu sem fyrst. Það er víst allur galdurinn

M, 11.8.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG fékk mér bara leggings með góðri teyju, get ekki verið í megrun þegar ég get svona lítið labbað og þetta svínvirkar, engar þröngar buxur hér 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Í alvöru ertu að fara fimmvörðuhálsinn ja, þá þarftu eigi að hafa áhyggjur að heilabúinu það endurnærist á svona göngu, ekki það að þú getur alveg eins
hlaðið hann næringu í Elliðaárdalnum og endilega segðu frá er þú kemur aftur,
getum látið okkur dreyma að við séum á göngunni
Emmið mitt það heitir að vera vondur við sig, USS verðum að standa saman.
Jónína mín knús.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég bara skiiiil ekki hvernig þetta er hægt!
Mér finnst þú nú bara flott Jóga mín, svo ég sé algjörlega hreinskilin við þig.

Ég er enn lifandi - búin að lifa mjög heilbrigð þrátt fyrir mataræðið og óhóflegar hreyfingar.....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er alveg bráðnauðsynlegt að taka stundum frí frá sprikklinu. Þá leggst maður gjarnan í yoga - og pilatesbækur. Alveg eins og þegar maður fer í verulega góða megrun og matreiðslubækur hrúgast upp á náttborðinu - og eru lesnar í tætlur fyrir svefninn .... 

Þegar ég er í sprikklfríi, ÞOLI ég ekki vel-gallaða hlauparana í Elliðaárdalnum. Þeir fara beinlínis í taugarnar á mér. Þess á milli dýrka ég þá og dái. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða ferð á Fimmvörðuháls. - Enn Eyktarás er til,  hann er bara ekki þar sem hann er sagður vera í kvæðinu góða.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 01:40

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er á leiðinni í heilsuátak veit bara ekki hvenær það byrjar hehehhe

Kveðja inn í góðan dag og njóttu göngunnar en vertu í góðum skóm, ekkert pjatt á fjöllum vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 04:46

9 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Sæl Jóhanna

Ég tek undir með Lilju hér að ofan, Eyktarás mun sannarlega vera til enda harla ólíklegt að höfundurinn (er það ekki Jónas Árnason?) hafi farið að búa til eitthvert örnefni í ljóð sem er svo haganlega samansett af raunverulegum örnefnum. 

En góða ferð yfir Fimmvörðuháls - ég dáist að þér.

Ingibjörg Margrét , 12.8.2008 kl. 06:54

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frá Eyktarás, upp á fimmvörðuháls, þar áttu bás, svo taktu á rás.... hehehehe..... vonandi fer af þér slenið elskuleg mín.  Það er vont að vera orkulaus.  Sérstaklega ef maður er að fara að reyna eitthvað á sig.  Knús á þig yfirnáttúrlega kona

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 11:28

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Stelpur mínar, þið eruð óborganlegar  .. ég auglýsi hér með eftir staðsetningu á Eyktarási! Ég sé að fleiri hafa leitað að Eyktarási, sjá þessa stórskemmtilegu færslu hennar Önnu vélstýru.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.8.2008 kl. 12:06

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 12.8.2008 kl. 17:07

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 12.8.2008 kl. 22:23

14 Smámynd: Tiger

 Minn hjólar bara út um allt - nakinn - neinei - bara næstum því nakinn. Ég er búinn að hjóla mikið í sumar og finn bara mikinn ljúfan mun á því - vegna þess að maður fer eiginlega aldrei neitt nema út í bíl - inn í hús - inn í bíl - inn í búð - inn í bíl og aftur inn heima.

 Kannski ég ætti að fara að hlaupa með ykkur - það er að segja ef þið finnið Eyktarásinn góða ... kannski ég hlaupi bara á eftir ykkur sko! Knús og kram á þig skottið mitt og hafðu ljúfa nóttina.

Tiger, 13.8.2008 kl. 05:24

15 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Fann einmitt svo frábæra grein um skokk... það er bara ekki hægt annað en að reima á sig hlaupaskóna eftir að hafa lesið hana..... setti hana inn á bloggin hjá mér til að æsa upp í ættingjum og vinum... en smitaðist sjálf og fór í fyrstu skokk/gönguferðina síðan í fyrra ;)

 Hér er greinin

En ég veit minna en ekkert um staðsetningu Eyktarás.... því miður... asnalegt en algengt að syngja eitthvað sem er svo bara þvæla !!!

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:33

16 identicon

Þið eruð eitthvað svo miklar krúsídúllur... af hverju stofnið þið ekki stjórmálaflokk? Jah.. eða bara byrja á kjaftaklúbb

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:32

17 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Einvörðuháls myndi duga mér í bili held ég .  Læt mér duga að labba upp og niður brekkurnar í hverfinu mínu.  Kannski koma hálsar og ásar seinna?

Þórdís Guðmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 22:15

18 Smámynd: Laufey B Waage

Mikið sem ég er heppin að finnast gaman að hreyfa mig. Hef hugsað mér að blogga um það fljótlega (jafnvel fleiri en einn pistil, ég hef svo margt um hreyfingu að segja).

Laufey B Waage, 14.8.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband