Fimmvörðuháls og útvarpsviðtal að baki....

...veit ekki yfir hvoru ég svitnaði meira Undecided ...

Heil og sæl kæru bloggvinir - og aðrir vinir og vandamenn. Viðburðarík var helgin mín, en ég er s.s. komin lifandi úr göngunni miklu yfir Fimmvörðuháls, en í hana fóru átta klukkustundir. Við vorum einstaklega heppin með veður, sólin brosti sínu sætasta brosi Grin og vindurinn blés í bakið!  .. Það var að vísu svolítið svalt í 1100 metra hæð, en það var ekkert sem góður útivistarfatnaður getur ekki ,,coverað"..

Áðum í Baldvinsskála til að nærast, gömlum skála sem leiðsögumaður kallaði ,,Gamla Fúkka" og var það ekki að ástæðulausu. Þá höfðum við gengið í 3-4 klukkustundir og vorum býsna hátt upp. Bæði í mikilli hæð og auk þess var boðið var upp á ópal-snafs sem mín þáði. Það væri nú varla í frásögur færandi, nema vegna þess að þegar ég var nýbúin að innbyrða staup af hinu fljótandi Ópali ræddi ég við dóttur mína í símann og hún spurði mig hvort ég væri drukkin!!  .. Annað hvort er ég mjög mikill hænuhaus eða dóttir mín er mjög næm á móður sína, ef ekki bæði!!..

Fimmvörðuháls 012

Mín ,,reffileg" ...

Fimmvörðuháls 027Fimmvörðuháls 013´

Sissa og ,,moi" .. ..                                            og svo að sjálfsögðu Tryggvi ...

Fimmvörðuháls 019

Hráslagalegt í hæstu hæðum...

Fimmvörðuháls 023

..Hrikalegt umhverfi ..

Fimmvörðuháls 033

Komin í Bása .. búin að ,,Ganga til góðs" .. eins og stendur á bleiku húfunni, en gangan var til styrktar Krabbameinsfélaginu og safnaðist, að ég best veit, tæp hálf milljón...

Eins og fram kemur í fyrirsögninni fór ég í viðtal á Bylgjunni, sem flutt var á sunnudagsmorgun. Sumir virðast hafa hlustað - því ég hef fengið góðar kveðjur í tölvupósti Wink .. og frá M bloggvini í athugasemdakerfi. Hefði ekki getað trúað hvað fór mikil orka í þetta, að hafa svör á reiðum höndum, eftir að hafa hlustað vildi ég hafa sagt sumt öðruvísi, en tja... það verður ekki spólað til baka.

Heart.. knús í allar áttir...

p.s. Gunna - takk fyrir innleggið um Eyktarás!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert ótrúlega dugleg kona.

Til hamingju með tindinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mikill dugnaðarforkur ertu Jóga mín! Ég get nú ekki sagt annað..

Ég hefði nú vel viljað heyra í þér í útvarpinu, ég bara vissi ekki hvenær það var, en ég hefði látið mig hafa það að vakna fyrr til að hlusta!

knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert smá sem mín er búin að vera dugleg. Til lukku með það elskan.  ÉG vissi ekki um þetta viðtal, er það einhversstaðar á netinu.  Kær kveðja á þig hressa kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert flott

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 20:13

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Vá, flott hjá þér, þú ert kjarnakona.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.8.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þetta.  Flott hjá ykkur

Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir allar kveðjurnar  .. er með heilmikla strengi - en glöð að hafa tekið þátt í þessari göngu. Viðtalið við mig er á heimasíðu Bylgjunnar - undir Þættir og svo Ívar Halldórsson. Slóðin er: http://www.bylgjan.is/?PageID=2521 ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.8.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband