Konur versus karlar ...

Jæja, stelpur og strákar - nú langar mig að hugleiða aðeins upphátt um viðhorf samfélagsins til kvenna annars vegar og karla hins vegar í ákveðnum málum. Í fyrsta lagi er það hvernig við  lítum á karlmenn sem vinna heima og konur sem vinna heima. Erum við ekki svolítið (eða jafnvel mikið) dómharðari gagnvart körlum sem eru ekki útivinnandi ? ....
Sumar konur stunda ekki vinnu utan heimilis, gefa sér góðan tíma í ræktina, hitta vinkonur, vinni að góðgerðarmálum o.s.frv. og ég held að flestum þyki fátt um það. Það er hennar mál...
Sumir hugsa kannski að ,,kallinn" hljóti að vera með það góðar tekjur að það sé nægilegt að annað þeirra vinni úti. Ef þessu er snúið við, þ.e.a.s. maðurinn er heimavinnandi, skreppur í ræktina, skreppur á Café Paris í hádeginu og síðan í Lions eða eitthvað álíka, hvernig lítur meginþorri fólks á svoleiðis karl ? .. Ætli sé ekki einhver sem hugsi að hann sé alveg svakalegur að láta konuna vinna fyrir sér? 
Þetta gætu þess vegna verið barnlaus hjón, svo ekki sé verið að flækja málin.  
Annað mál er það, ef að föður er dæmd forsjá, hugsar fólk ósjálfrátt; ,,hvað ætli sé að mömmunni, einhver óregla í gangi" ? ... held að flestir kannist við þessa flugu sem kemur í kollinn, þó við reynum að vera svakalega líbó .. Að vísu lítur þetta forsjárdæmi út þannig í dag að í flestum tilvikum eru foreldrar með sameiginlega forsjá, en þó barnið með lögheimili hjá móður....af einhverjum orsökum...
Hvers vegna hugsum við ennþá svona?  ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það tekur ár og daga og aldir að breyta gömlum gildum. Það er mitt svar. Good Night

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Mér finnst nú,  að með sameiginlegri forsjá barns hafi mikið breyst í rétta átt. - Og nú sé bara  beðið eftir því,  að lögunum verði breytt þannig,  að barnið fái lögheimili á báðum stöðum. - Það er eðlilegur réttur hvers barns, svo framarlega sem hægt er að koma því við.

Til skamms tíma var það þannig, að, ef konan skrapp út í vinnu, ræktina eða á fund þá "passaði" eiginmaðurinn fyrir eiginkonuna á meðan. -

Ég man aldrei eftir að hafa heyrt,  að eiginkonan passaði fyrir eiginmanninn á meðan hann var við vinnu, eða á fundi, eða í boltanum. 

En með tilkomu fæðingarorlofs feðra þá breytist þetta eins og annað og jafnrétti næst, svo allt er þetta í rétta átt.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 01:19

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég man eftir þessu:  Er Þórir að passa? hehehhe...  síðan voru það kölluð forréttindi að vera heima, aldrei var sagt heimavinnandi, nei maður var bara heima.  Sem betur fer hefur þetta breyst.  Þegar ég hætti að vinna hér við veitingastaðinn minn spurði fólk oft:  Og hvað er þú að gera allan daginn?  Ég var orðin svo leið á þessum spurningum svo ég fann svar svo allir urðu kjaftstopp:  Ég, ég er bara í sherríinu heheheh.....

Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2008 kl. 06:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað eru viðhorfin gagnvart steríótýpum rótgróin og erfitt að breyta þeim.

En þetta er að breytast hægt og hægt.

Ég þjáist ekki af þessum viðhorfum sem betur fer, en margir eiga erfitt með að kyngja því að körlum komi barnauppeldi og heimavinna við.

Íslendingar eru sér á báti með þetta vegna þess að hér er manngildið oft mælt í vinnustundum fólks.

Góð pæling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 08:10

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það eru nú ekki nema milli 20 og 30 ár síðan börnin mín voru lítill og þá taldi pabbi þeirra, minn fyrrverandi, að hann væri að passa fyrir mig ef ég fór eitthvað af bæ Ég reyndi allt niður í heilaþvott til að fá hann til að breyta þessu viðhorfi, en ekkert gekk... Hann er í dag árið 2008, ennþá að passa fyrir konuna sína, þegar hún er að vinna

Jónína Dúadóttir, 19.8.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það geta verið svo margar ástæður fyrir því að feður séu með forræði barna sinna,
ekki endilega að það sé eitthvað að móðurinni.
Þessi hugsunarháttur hrjáir mig ekki.

Ég var svo lánsöm að geta verið heima að ala upp mín börn, enda minn fyrrverandi mikið að heiman í vinnu fyrstu árin, en samvinna á að vera á heimilum annað gengur ekki upp.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2008 kl. 15:14

7 Smámynd: Laufey B Waage

Já þau eru rótgróin þessi viðhorf. Spurningarnar eru bara; hvers vegna, - og viljum við (konur og karlar) í raun og veru breyta þeim? Og hvað erum við tilbúin að gera í því, ef við raunverulega viljum það?

Laufey B Waage, 20.8.2008 kl. 15:01

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er þetta ekki líka vantraust frá okkar hendi á karlanna?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband