Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Kosningavaka sjónvarpsins o.fl. bein útsending..
Er að horfa á kosningavöku sjónvarpsins. Ágætt tilefni til beinnar útsendingar. Er búin að dópa mig vel upp fyrir kvöldið (draumstautar ) ..
Ég vona að Obama vinni kosningar, en er ógesslega hrædd um að McCain nái þessu á einhverju svindli.
Það er slatti af álitsgjöfum í sjónvarpinu. Tvær konur, ein ljóshærð í fallegum grænum jakka með gulum og hvítum blómum. Þarna er einn mjög mjór maður í ljósblárri skyrtu. Fréttamaður í smáköflóttri skyrtu, Karl minnir mig að hann heiti. (Missti af kynningunni). Nú á að bregða sér á Grand Hótel. Hleypt inn í hollum á Grand Hótel!
Kosningar ganga ekki hnökralaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Baldvin kallar Obama "Mann vonarinnar" .. hann telur að kosningarnar verði sögulegar ef Obama vinnur, vegna hörundslitar.
Þessar kosningar eru um efnahagsmál, atvinnumál og tekjur. Þessar kosningar varða allan heiminn. Jón Baldvin í stuði. "Þörf á breytingum, þessi maður er vonin um það." Segir Jón.
Bandaríkjamenn frægir fyrir að klúðra kosningum, og þeir verða lengi að telja. Tvísýnar kosningar, ögurstund og sálfræðileg mannraun. Jón Baldvin kallaði Obama "Svartan Hussein" ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:40
Og nú er talað við gamla AllaBallann Jón Baldvin..svei mér ég held að kallinn sé rakur ?
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:40
Var einmitt að hugsa hvort hann væri búinn að fá sér hvítvínsglas eða tvö!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:40
Fréttamaðurinn jakkalausi í smáköflóttu skyrtunni (Karl) segir að allt geti gerst.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:41
Bogi með gult bindi, segir að ef að Obama vinni eitthvað af lykilríkjunum komi þetta fljótlega í ljós.
Missouri ,,show me state" segir ljóshærða konan. "Missouri og Ohio ríkin sem maður er spenntastur fyrir að sjá" Ættingjar mínir búa í Ohio, eins gott að þau kjósi rétt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:44
Þarna klappar Hillary læk kreisí ..samt skíttapaði hún fyrir honum
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:46
Ónei...grundvallarmistök....ekki AllaBalli heldur K R A T I
allt önnur Ella....hvað segir Bryndís við þessari Ellu ?
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:47
John MacCain gerði víst grín að útliti dóttur hennar, .. það má klappa fyrir mótherjanum bara fyrir það! .. Bölvaður dóninn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:47
Æ, .. þetta kom rangt út. Obama er náttúrulega "meðherji" núna, en fyrrverandi mótherji.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:47
Ég tek undir það, vona að Obama vinni
Marta B Helgadóttir, 4.11.2008 kl. 22:48
Bogi er með hroðalega G U L T bindi...minnir mig á kattarskít þegar kisi hefur borðað einhverja vitleysu
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:48
Gerði McCain grín að útliti Chelsea Clinton ? Það er nú fjandi lélegt !
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:49
Við tökum jafnmikla ábyrgð á þessari útsendingu og Yfirmenn bankanna og pólitíkusar á verkum sínum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:49
Já, heyrði það í fréttaskýringarþætti í dag. How low can you go!
Kannast svo við þennan granna, hvað heitir hann og hvað gerir hann?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:50
Vona að þér líði vel, ætla að fylgjast með eitthvað lengur fram á nóttina
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 22:51
Hann er í mogganum og heitir uhh...ehhh...Karl Blöndal ? Æj ég man það ekki
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:54
Takk Ásdís, .. á meðan ég hef "draumstautana" þá lifi ég þetta eflaust af. Vökum!
--
Kynþáttur Obama hefur ekki verið dreginn inn í kosningabaráttuna. McCain tapar með sæmd ef hann tapar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:58
Jú ég fór á myndagúggl og sá nær er Karl Th en hinn er Karl Blöndal, þessi langi og mjói
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:59
Sarah Palin; kynferðið skiptir ekki máli. Dan Quale lenti í svipuðu og hann var sko ekki kona.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:59
Sko ef hann hefði dregið inn þá staðreynd að Obama er svartur þá hefði allt farið til fj....
Þetta er eins og hjá okkur í fjölskyldum fíkla. Það er stór bleikur fíll í stofunni en það sér hann enginn. Það labba bara allir krókinn framhjá honum !
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:00
Góð! Tveir Karlar á skjánum. Bogi er eitthvað skotinn í Söruh, segir hana hafa Star Quality, enda finnst flestum (miðaldra) mönnum hún frekar sæt.
Ingólfur segir klukkutíma þar til kjörstöðum lokar, enn ennþá raðir kjósenda.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:01
Nú leit Bogi í allar áttir og vissi ekki í hvaða átt Ingólfur Bjarni var og nú skipta þeir aftur á Grand Hótel
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:01
Þeir hafa sett upp mini kosningar á G H og það er verið að telja þar upp á kraft.
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:02
Já þetta er Karl Th, sá munnminnsti ever :-) Bara sætur þrátt fyrir það. Væri gaman að fylgjast með inní nóttina en vinnan kallar í fyrramálið.
Vonandi fer þetta að koma hjá þér xx
M, 4.11.2008 kl. 23:05
Ég held að flestir Íslendingar velji Obama. Eva og Pétur kölluð fram á sjónarsviðið. Þau eru bandarískir ríkisborgarar og kusu í Washington, .. þau kusu Obama.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:05
Já og áfram Obama !!!!
M, 4.11.2008 kl. 23:06
Obama er að höfða meira til unga fólksins...gömlu steingerfingarnir vilja auðvitað ekki breyta neinu neinsstaðar..
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:06
Ha, ha, ha, hafði ekki tekið eftir munninum M, .. tek undir það að hann er sætur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:07
ég er farin að hafa grun um hversvegna systir og húsbóndi skila sér ekki heim. Það er líklega einhver vinna í kringum Grand Hótel núna og það er ágætt.
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:07
Ha..ég þarf að skoða betur andlitið á Karli Th...hann er með fjörfiskinn í vinstra auganu eins og alltaf ...hef bara ekki litið neitt nánar á hann.
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:08
Michael Corgan er spurður álits. Hver einasti repúblikani sem hefur komist í Hvíta húsið hefur unnið Ohio. 30 milljón manns hafa kosið.
"Swing states "(á það eitthvað skylt við Swing City sem verið er að sýna í sjónvarpinu?)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:10
Hver vill verða forseti núna segir kallinn með upplituðu tennurnar..ég tek undir það. Ekki myndi ég vilja vera stjórnmálamaður eða neitt þannig núna í þessu árferði
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:12
Sammála þér, ég ætla ekki í framboð heldur! Já og vá hvað hann er með kaffilitaðar tennur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:14
ég er enn pirruð út í að þurfa að mæta á morgun..það væri snjallt að vera í fríi þá...
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:15
hrollur !
Sarah Palin er að spá í að bjóða sig fram til forseta árið 2012...æj æj æj ...ég bara þoli hana svo illa eftir að hafa skoðað fyrir hvaða gildi hún stendur ! Var að vona að ég sæi hana ekki meir ...
GO OBAMA
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:16
Ég efast um að ég nái að vaka heldur .. þrátt fyrir útgefið leyfi. Þetta er ekki nógu spennandi efni.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:18
Þið verðið að segja mér hvernig fer!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:18
báðir ætluðu þeir að loka Gitmo...enda er það hryllingur..
21 janúar er dagurinn sem flutt verður inn í hvíta húsið !
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:19
Ég hef nákvæmlega ENGA trú á Söruh Palin. Sammála þér með OBAMA. Bara hrædd um að einhver reyni að skjótann.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:19
Nei við erum betri í 2x30 mínútum ala handbolti sko
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:20
Guðfríður Lilja (Obama) mætt og Þórlindur Kjartansson (Obama).
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:21
Já ég er skíthrædd um að einhver skjóti Obama..það er svo stutt síðan fullur aðskilnaður milli kynþáttanna var í USA
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:22
Það er til fullt af red necks hillbillies sem eru enn á því að svartir séu þeim miklu óæðri..
undarlegur hugsunarháttur svosem
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:22
Kíkið á munninn, ef þið sjáið hann þá.
Völvuspáin fyrir 2008 spáði því að svartur maður ynni forsetakosningarnar og.... að hann yrði drepinn
M, 4.11.2008 kl. 23:23
Ef við hættum verðum við að treysta einhverjum öðrum til að halda áfram bráðnauðsynlegri lýsingu. Hvort sem það er á þessum slóðum eða öðrum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:23
Æi, ég trúi þessu ekki. Liggur við að ég óski þess að Obama nái ekki kosningu svo að Völvuspáin rætist ekki!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:24
Ég styð Obama, ef hann vinnur ekki er kerfið ekki í lagi!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:24
Það skín nú bara ást úr augum Guðfríðar Lilju þegar hún talar um Obama. .. Eigum við ekki bara að fá hann hingað, ef hann nær ekki kosningu í heimalandinu?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:25
Þið eruð geggjaðar yndislegar samt Jóhanna hver segir að Dan Quale sé karlmaður....hann var eins og Ken....allavega hárið, vel spreyjað og hefði ekki bifast út í íslensku roki. Semsagt ekki karlmaður á íslenskan mælikvarða.
Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:26
Úff, Sigrún! Quale er þá kannski ekki kall! .. Maður veit aldrei alveg sko.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:30
úuuu...Quale ekki kall ?
Never mind...en það má alls ekki skjóta Obama...þá verður Joe Biden að taka við og hann lítur út fyrir að vera á síðasta söludegi ?!
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:36
Nú liggur Keli hér og hvessir á mig augun Honum finnst að ég eigi að fara að sofa umsvifalaust.. Hver las vaktaplanið mitt fyrir hundinn ?
Ég ætla að reyna að plata hann aðeins ...nenni ekki aaaalveg strax
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:38
Sammála því. Biden var ekki góður kostur. Hefði haldið að Hillary hefði átt að vera varaforsetaefni og þau hefðu slegið í gegn.
Hann er svolítið mikið svona ungliðahreyfingarstjálfstæðislegur þessi Þórlindur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:39
Mig langar í hund sem hefur vit fyrir mér!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:40
Það er vel fyllt i glösin á Grand
M, 4.11.2008 kl. 23:44
hehe já nú kom kallinn heim og hundurinn gleymdi mér með það sama..óttaleg einstefna í heilanum á svona hvuttum.
En nú verð ég að fara að sofa.
Góða nótt Jóhanna mín.
En mikið var Kolbrún sniðug með þessa grímu. Það hefðu ekki allar konur verið til í þetta og rífa svo grímuna af sér og vera allar úfnar um hausinn í beinni í sjónvarpinu.
Nú er viðtal við sendiherrann ..sendiherra bandaríkjanna hér í Þrotalandi.
Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:46
Nákvæmlega! Kolla góð með grímuna af Obama.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:46
Góða nótt, Horsí - takk fyrir aðstoð við beina útsendingu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:47
512 atkvæði greidd á Grand hótel .. Obama með yfirburða sigur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:57
Frábært!!!!!!!!!!
Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 06:00
Glæsilegt! Flott að Obama skyldi vinna
Hafðu það gott, láttu þér batna,
kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.