Feðradagurinn fór fram hjá mér!

Sá á blogginu hennar Daggar Pálsdóttur að feðradagurinn var í gær. Það er víst í þriðja skiptið. Ég minnist þess ekki að hafa séð það á forsíðu Moggans eða Fréttablaðsins eða neinar auglýsingar frá blómasölum. Að vísu fer margt fram hjá mér þessa dagana.

Mér finnst alveg sjálfsagt að hér sé haldinn feðradagur jafnt og mæðradagur. Ég hefði nú hjálpað litla guttanum á heimilinu til að gleðja föður sinn, hefði ég bara fattað þetta! Annars eru þeir alltaf að gleðja hvorn annan. Smile 

Þeir eru svolítið fyndnir feðgar, heita báðir Tryggvi og eiga báðir afmæli 28. nóvember. Sá stutti er farinn að verða pinku óþolinmóður að bíða eftir afmælinu og búinn að gefa fyrirmæli að við eigum að syngja fyrir hann um morguninn og koma með pakka! Um kvöldið verður hann hjá mömmu sinni, svo hátíðinni verður framhaldið hjá henni, eflaust eftir hans fyrirmælum. Wizard

Ekki gat ég glatt föður minn, eða hvað veit ég? Kannski er ég að gleðja hann með því sem ég er að gera. Maður veit auðvitað ekkert hvort að hann sé að  kíkja við hjá okkur hér í kreppunni og öllu því! LoL Það er alltaf ljúfsárt að hugsa til pabba. Tek undir orð Vigdísar Finnbogadóttur í Sjálfstæðu fólki í gær þar sem hún sagði að tíminn læknaði engin sár eftir missi, hann hjálpar manni aðeins að umbera þau, ... man ekki nákvæmlega orðalagið, en innihaldið var á þennan veg.

Alltaf vakna ég, ætla þó ekki að kvarta núna en bíta á jaxlinn og reyna að sofna aftur.

Eigum góðan mánudag. Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóhanna.

Hann fór fram hjá mér,samt svaf ég ágætlega þess vegna. Eigðu ljúfan dag.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ah!! gleymdi honum var búin að ákveða að gleðja bóndann

Huld S. Ringsted, 10.11.2008 kl. 07:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vissi af deginum og hugsaði hlýtt til pabba heitins, eins og raunar alla daga

Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 07:59

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í andstöðu (auðvitað) við almanaksdaga sem segja manni að nú skuli gera hitt og þetta.

Því legg ég mig fram um að gera fallega hluti á öðrum tímum.

En þú veist hvernig ég er Jóga mín, alltaf í andstöðu.

Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Laufey B Waage

Ég hefði gjarnan viljað gleðja föður minn meira og lengur (hann dó allt of snemma eins og þinn). Við gleðjum þá örugglega mest með því að gleðja þá sem þeim þótti (eða þykir) vænt um.

Laufey B Waage, 10.11.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, Hjördís, held hann hafi að vísu líka farið fram hjá mörgum þótt þeir séu feður!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 11:13

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þórarinn, gott að heyra, ég hef nú voða gaman af því þegar ég fæ kveðju eða heimsókn frá börnunum mínum á mæðradaginn, og líka að gleðja mömmu mína þann dag.

Eigðu ljúfan dag sömuleiðis.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 11:18

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Huld, það mætti nú alveg auglýsa þennan dag betur, samanborið við mæðradag, konudag og bóndadag!  

Við Jónína og Laufey hugsum til pabba okkar heitinna, góð ábending Laufey!

Jenný - mér er ekki brugðið, flott að vera fylgin sér, eða hvað sem það nú er kallað..  

Til hamingju með daginn í gær Björn og syni þína!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 11:32

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elskan hann pabbi er sko alltaf efst í huga mínum.   vona að heilsan sé að lagast

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 12:00

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já er það ekki Ásdís? ..  eigum við ekki að segja að heilsan sé á réttri leið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband