Laugardagur, 22. nóvember 2008
Tímamót og tilfinningar
Það er ekki alltaf auðvelt að vera ég. Tilfinningabomba, og það sérstaklega á tímamótum. Í gær breyttist ég úr 46 ára konu í 47. Hef aldrei fengið eins margar afmæliskveðjur á æfinni, en þorrinn kom í gegnum Facebook og bloggið. Þakka af öllu hjarta fyrir þær. Hlakka til að verða 50! Ég er ekki enn farin að sofa sem 47 ára, því það veltur svo margt í hausnum á mér, og fyrri afmæli og önnur tímamót fara að velkjast um.
Við getum verið svo viðkvæm á tímamótum (talandi um sjálfa mig) ..tárast yfirleitt um jólin og græt pottþétt um áramót. Alltaf fegin að fá nýja árið. Hugsa kannski að fleiri en venjulega gráti þessi áramót, það er svo mikið sem þarf að losa um frá 2008. ,,Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka" ....kannski eins gott! ..
Auðvitað er svo margt gott sem hefur gerst á þessu ári, .. hjá mér persónulega er það mesta gleðifregnin þegar Eva og Henrik upplýstu um barn númer tvö á leiðinni! Krílið er væntanlegt í byrjun maí 2009. Ömmustelpa eða ömmustrákur, ...börn eru ljós.
Jæja, ætla að gera aðra tilraun við svefninn.
Knús og takk enn og aftur fyrir fallegu afmælisóskirnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú átt svo sannarlega skilið að fá fullt af afmælisóskum því þú ert svo frábær.
Skjóðan mín þú ert 20 árum yngri en ég svo þú ert bara unglamb og ég get lofað þér því að lífið fer bara batnandi.
Þú átt yndislega fjölskyldu og barnabarn á leiðinni, þú munt kunna að meta þessi gildi meir og meir eftir því sem árin líða.
Þú heldur kannski að þú elskir þau öll eins mikið og hægt er , en ljúfan mín það er misskilningur því elskan til þeirra eykst með árunum.
Æi er ég mjög væmin núna?
Ljós og kærleik til þín
Milla
Ps er farin til Akureyrar að hafa það gott með bloggvinum, og borða góðan mat
svo verslum við eitthvað smá.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2008 kl. 07:50
Síðbúnar afmæliskveðjur Jóhanna mín
Huld S. Ringsted, 22.11.2008 kl. 09:08
Já það er skrítið með okkur grenjuskjóðurnar, ég græt líka alltaf á áramótum, alveg merkilegur a..... og engin skilur hvers vegna ég sé að væla þetta, þá varla ég sjálf hehehe....
Góðan dag Jóhanna mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.11.2008 kl. 09:30
Gráturinn er góð gátt
Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 10:05
ZZZZZZZZZZZZZZZZ
Rut Sumarliðadóttir, 22.11.2008 kl. 13:51
Ég verð fegin þegar þessu ári lýkur. Amk. vona ég að það næsta verði skárra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 14:15
og ég sem man aldrei eftir afmælisdögum :|
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 14:23
Þú ert aldrei of væmin fyrir mig Milla mín. Takk fyrir fallegu orðin þín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2008 kl. 14:23
Takk Huld! .. Sammála Sigrún!.. ZZZZ Rut!.. Vona það líka, Jenný!....Eru þá ekki allir fúlir út í þig Kjartan? hehe..
p.s. var augljóslega viku of snemma á Akureyri - hefði annars lent á bloggvinafundi!
Hér mega svo koma hjörtu, ljós og knús ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2008 kl. 14:29
Ía .. ætli það sé bara ekki fullt af grenjuskjóðum enn inni í skápnum? ..hehe..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2008 kl. 14:31
Til hamingju með afmælið .Og nýja myndin er flott ,Kveðja og knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:38
Þú ert frábærHvernig er svo að vakna 47 ára ?
Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 06:06
Takk fyrir Hippokrates, Siggi hefur nú haft sig lítið frammi undanfarið! .. Vonandi er hann ekki kominní kreppuþunglyndi. Takk fyrir hjartað!
Takk Ólöf.
Takk Jónína, .. það var fínt að vakna 47 ára, vaknaði ekki fyrr en um tíuleytið sem er nú mjög seint á mínum mælikvarða.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.11.2008 kl. 08:44
Innilegar hamingjuóskir, með enn eitt þrepið, upp fimmtugs aldurinn, spjallvinkona kær !
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.