Flutningar og undirbúningur fyrir níræðisafmæli tengdapabba ..

Góðan dag mínir yndislegu bloggvinir, fjölskylda og aðrir sem lesa á þessum dimma en fagra sunnudagsmorgni. Smile (Er þetta ekki örugglega svolítið væmið??)

Dagurinn í gær var algjör fjölskyldudagur.

  • Við fórum um 11 leytið að hjálpa Evu og Henrik að flytja frá Naustabryggju í Rauðagerði, úr 70 m2 í 140 m2! (Leiguverð svipað) Yndislegt fyrir þau, enda fjölskyldan að stækka í maí. Reyndar bar ég ekkert og býð ekki bakinu mínu upp á það, löngu búin að rústa því í mínu ati og breytingum á heimilum. Ég gat þó hjálpað við þrif og þar sem skúringamoppan hafði óvart verið flutt, lagðist mín á fjórar fætur og skúraði gólf. Ekki það sé sérlega bakvænt. LoL Af einhverjum orsökum nefndu bæði Eva og Tryggvi það að þau söknuðu þess að vera ekki með myndavél. Ég var víst ekki mjög virðuleg þarna - en náði auðvitað vel öllum blettum!
  • Eftir að við vorum búin að fara að skoða nýju íbúðina, sem er ofboðslega falleg fórum við í Laufás við Laufásveg en þar býr "afi Agnar" eða tengdafaðir minn sem verður hvorki meira né minna en 90 ára á þriðjudag. Við ætlum að halda veislu fyrir hann og með honum og því þurfti að "taka í gegn." Áttum skemmtilegan dag saman, systkini Tryggva, afi og ég við að skúra, skrúbba og bóna og gera í stand fyrir boðið. Enduðum með kaffi og jólaköku í stofunni (elska að sitja í gömlu fallegu stofunni).
  • Eftir Laufáshreingerningu héldum við á Landakot til að heimsækja mömmu, sem er nú svona semiánægð með að vera þarna með öllu þessu "bæklaða" fólki eins og hún kallar það, en mjög ánægð með starfsfólkið sem hún segir vera yndislegt. Hún er nú eiginlega bara orðin nokkuð hress og næstum alveg skýr svo þá skil ég að það er truflandi að vera með konu á herbergi sem er að fara fram og til baka í rúmið sitt á nokkra mínútna fresti. Frown 
  • Vorum s.s. eiginlega bara mjög þreytt þegar við komum heim og vorum ekki í eldunarstuði en Aggi skásonur reddaði því með að panta pizzu á liðið!

Jamm og jæja, svo var Spaugstofan bara ágæt....

Eigum góðan dag, elskum náungann og förum varlega í að dæma. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.2.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins og óskaðu dóttur þinni til hamingju með íbúðina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Auður Proppé

Ja hérna, það hefur heldur betur verið mikið að gera hjá þér í gær.  Vona að þú sért í afslöppun í dag

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 13:55

4 Smámynd: doddý

hæ jóhanna ég las færslu frá þér á síðu hjá jens. mig langaði að spyrja þig um þessi efni sem þú taldir upp, monotriminu, furodantinu og primasolinu? hvað er þetta? kv d

doddý, 8.2.2009 kl. 15:27

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir innlit og kveðjur, Jónína, Jenný og Auður, er búin að vera svolítið í vinnunni í dag og svo að verja samkynhneigða fyrir árásum strangtrúaðra (einu sinni enn hjá henni Möggu). Aida,sem er bloggari,  hafði (vonandi af klaufaskap) sett upp flokk syndara sem innihélt: "homma, lessur, þjófa, lygara og dópista" .. held ég muni þetta í réttri röð og við Margrét áttum erfitt með að höndla svona flokkun.

Doddý, þetta eru lyf við blöðrubólgu (að vísu í þágufalli eins og ég skrifaði þau á blogg Jens Guðs) en þau heita Monotrim, Primasol og svo Furadantin.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 17:03

6 Smámynd: Ragnheiður

Jæja ég þarf að senda þér aðeins innhússpóst..svona fjölskyldudagar eru æði !

Ragnheiður , 8.2.2009 kl. 18:24

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 20:03

8 Smámynd: Tiger

  Jáhá .. Pizzur bara, og mér ekki boðið??? Hvurslagseriddaeigilega...

Naumast - það eru nóg læti í kringum þig greinilega. Til lukku með tengdapabba þegar þar að kemur. Vonandi gengur sú veisla vel.

Knús og kram á þig skottið ..

Tiger, 8.2.2009 kl. 20:27

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó vinkona.

Fjör hjá hjá ykkur, nóg að gera og svo er fjör hjá okkur.

Guð veri með þér og blessi þig 

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:50

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Maður verður nú bara þreyttur að lesa um öll þessi þrif.....hvað ef maður færi nú að lyfta hendi sjálfur  Flutningar eru nú samt alltaf skemmtilegir, þótt þeir geti verið erfiðir.  Til hamingju með tengdó

Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:57

11 identicon

Takk fyrir hjálpina.... eitthvað voða langt síðan ég hef séð þig svona á fjórum !!! Er ennþá að svekkja mig á því að hafa verið búin að pakka myndavélinni

Hilsen frá mest kósí stað í heimi  Ev.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:53

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu elskan heldur þú að þú sért 18, segi stundum svona við Gísla minn þá segir hann: ,,nei 20", asni það er bannað að skemma bakið.
Annars til hamingju með íbúðina fyrir dótturina og eigðu góðan dag í dag.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 14:18

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir athugasemdir, ég lyfti hendi einu sinni á ári og þarf að monta mig af því! hehe..  Vona að ég geti farið að monta mig af ferðum í ræktina fljótlega.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.2.2009 kl. 17:50

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikil aksjón og gleði í kringum þig, þú skemmtilega kona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2009 kl. 21:53

15 Smámynd: Jón Arnar

Spaugararnir voru velgóðir núna

Jón Arnar, 10.2.2009 kl. 02:15

16 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Bara að láta vita af mér. Er á lífi hehe.

Sigríður B Svavarsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband