Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
.."Óskaplega skrítið viðmót hérna hjá ÞÉR ágæti maður" .... Hvers viðmót er skrítið? ...
Eftirfarandi eru orð Davíðs úr Kastljósi, beint til Sigmars fréttamanns, nema þau sem eru í sviga.. ..
..... "Þetta er nú afskaplega almennt orðað hjá þér Sigmar, að segja að sumir telja og sumir gagnrýna, ..
(Sigmar telur upp fullt af nöfnum)
... "þú dembir á mig alls konar fullyrðingum og nöfnum"
(Of almennt að segja sumir og slæmt að telja upp hverjir sumir eru því þá er verið að demba )
.... "Ég gæti sagt að þú (Sigmar) værir rúinn trausti, þú mundir auðvitað hlaupa út, myndir þú gera það?"
... "jú, jú, þú (Sigmar) hefur oft verið gagnrýndur!"
..."Er nema von ég svari þér, þú virðist vera á móti því" ..
...."Þú getur ekki sagt við mig hérna að menn hafi orðið að víkja... "
..."Þetta er allt annað mál sem þú dregur fram hér" ...
.... " Ekki mjög fagleg umræða Sigmar góður" ....
..."Þú mátt ekki hártoga hvert einasta atriði sem ég segi, það er ekki sanngjarnt"....
...."Elsku vinur - ég hélt ræður, ég get ekki flutt þær allar hérna"....
...."Einhvern tíma var sagt hérna við við svona borð: Er ekki nokkur leið að fá umræðuna upp á hærra plan heldur en þetta, ég er að útskýra það sem ég er að gera hér og þá skalt þú endilega draga það upp að í því felist ásökun mín í garð allra annarra" ...
..."Þú virðist ekki hafa kynnt þér þessar ræður og það sem Seðlabankinn varaði við" ....
..."Þetta er svolítið sérkennileg umræða" ..
..."Þetta er bara vitleysa sem haldið er á lofti, ... margbúið að koma fram..."þetta er eitt af þessu vitlausa sem notað hefur verið til að sverta Seðlabankann og þú hefur greinilega keypt" ...
"Þið ættuð kannski, fréttamenn að viðurkenna á ykkur einhver mistök" ...
..."Þú ert búinn að vera að reyna að sverta bankann minn og mig persónulega" ..
(Sigmar spyr óþægilegrar spurningar um Sigurð Einarsson)
..."Ég ætla ekki að fara niður á þetta plan Sigmar" ..
.."Núna sit ég hér eins og sakamaður, það er ofboðslega skrítið fyrir mig, en það er ekkert erfitt því ég er með mjög góða og hreina samvisku" ...
.."Óskaplega skrítið viðmót hérna hjá þér ágæti maður"...
----------
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Davíð var langt frá því að vera í lagi í þættinum, svo einfallt er það.
Skætingurinn og hrokinn hjá honum á sér fáar hliðstæður.
hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 22:30
Nákvæmlega! Sææækó.....
Charlotta R. M., 24.2.2009 kl. 22:30
Ég var algerlega sammála því að Sigmar var mættur til að sjá og sigra Sigurjón Digra. Hann gerði allavega eitt rétt og það var að lofa Davíð að tjá sína hlíð mála. Hún var allavega heilbrigðari en analísan á þessari síðu.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:34
Davíð virtist í sama gírnum og þegar hann spurði fréttakonuna hvort hún hefði hugsað sér að segja af sér þegar hann var spurður.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2009 kl. 22:41
Axel Jón, Sigmar hélt ró sinni þrátt fyrir að mæta dónaskap Davíðs, hann á hrós skilið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2009 kl. 22:50
Sammála Jóhönnu, Sigmar hélt haus. Hann notaði ákveðna strategíu, byrjaði aggresívur, en þegar í ljós kom hvað Davíð var óöruggur hrokafullur og með þennann skæting, lét hann Davíð s um að afhjúpa sjálfan sig. Og það tókst svo sannarlega.
hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 22:56
Missti af honum, úff!
Takk fyrir að setja þetta svona inn, greinilegt að þetta hafi ekki verið skemmtileg lokaræða hjá honum. Skipti um rás þegar það var verið að endursýna fyrr í kvöld eða eitthvað. Allavega var hann á skjánum!
Þolannekki!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:15
Davíð Oddsson svífur um sem syndlaus, saklaus engill sem "varaði við hættunni"
Kristur var krossfestur, píndur og grafinn til að bæta fyrir syndir mannanna.
Þjóðin deyr píslavættisdauða til að bæta fyrir syndir Davíðs Oddssonar!
Jón (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:32
Frábær fréttaskýring hjá þér - eða útdráttur - Annars minnti hann mig svolítið (kannski bara mikið) á fyrrum borgarstjóra - ætli spaugstofan þurfi að hafa hann "ruglaðan" í næsta þætti. Bestu kveðjur, Ármann H. Gunnarsson
ármann (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:32
Það þyrfti að senda þetta í greiningu.....ekki þó í greiningadeild bankanna
Sigrún Jónsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:36
Það er auðsjáanlegt hér hvað Baugsmiðlum hefur tekist vel það hlutverk sitt að heilaþvo fólk.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:38
Æ Sólveig, þetta er svo þreytt og ófrumlegt hjá þér.
Reyndu næst við eigin orð, ekki annara
hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 23:42
Davíð var frábær, studdi tilsvör sín rökum og sýndi svo sannarlega fram á að aðförin gegn honum og stjórn Seðlabankans er til háborinnar skammar fyrir ríkistjórn VG og Samfylkingarinnar. Það hlálegasta var það haldreipi Jóhönnu, sem hann afhjúpaði, að það þyrfti að vera kominn nýr seðlabankastjóri þegar fulltrúar AGS kæmu. Í ljós kom svo að Jóhanna ætlaði að setja inn bráðabirgðabankastjóra og auglýsa síðan stöðuna. Þvílíkur skrípaleikur. Það er varla bjóðandi upp á svona vitleysu í ljósi þeirra erfiðu mála sem blasa við í Seðlabankanum og í íslensku bönkunum. Davíð Oddson á svo sannarlega ekki sök að máli í þeim efnum. Það var annarra glannaskapur sem skóp þær skuldir sem við blasa.
Óttar Felix Hauksson, 24.2.2009 kl. 23:42
Æ Hilmar Reyndu að koma þér út úr heilaþvegnum hugsunarhættinum og farðu að hugsa sjálfstætt. Auk þess er ég að nota eigin orð því ég bloggaði um þennan heilaþvott á síðasta ári.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:49
Sólveig, það þarf ekki Baugsmiðla til að geta greint hvor maðurinn kunni sig betur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2009 kl. 23:52
Reyndar var ég farin að gagnrýna hroka Davíðs áður en Baugur og þá Baugsmiðlar "fæddust!"
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2009 kl. 23:55
Davíð var vel undirbúinn með sitt á hreinu en Sigmar var bara ekki að vinna sína heimavinnu. Sigmar spurði ekki spurninga hann var með fordóma og ársásir.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:57
Jóhanna er ekki verið að fjalla um hrun bankanna í þessu viðtali. Það var ekki verið að tala um fortíðina.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:59
Davíð þarf að fara að draga sig í hlé, hann hefur gert sum gott og sumt vont, en hans tími er liðinn, og samskiptagreindinni er augljóslega ábótavant.
Hann var flottur í Útvarp Matthildi, og er flottur í ljóða og smásagnagerð, ... reyndar viðkvæmur fyrir smásögum annarra eins og t.d. sr. Arnar Bárðar - um fjallasölu Íslands, en betur má lesa um það hjá Agli Helgasyni.
Menn verða að þekkja sinn vitjunartíma.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 00:05
Sólveig, mínir punktar sem ég dreg fram í þessu bloggi eru aðallega tilsvör Davíðs sem lýsa viðhorfi hans.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 00:11
Davíð er frábær segir Óttar Felix! Það er hlegið að honum um allan heim! Eða ertu í einhverjum transi? Eða dáleiddur Óttar Felix!? 'eg á ekki til orð yfir það hversu margir þekkja ekki "ref frá rollu" í þessu landi!
Alla vega, það góða við Davíð er að hann lýgur BARA þegar hann talar....hann er alltaf með sömu plötuna á fóninum...hann kom laglega upp um sekt sína í þessu viðtali..
Óskar Arnórsson, 25.2.2009 kl. 00:14
Eftir því sem ég best veit þá var ég ekki að horfa á American next top model. Viðtalið ætti ekki að snúast svo mikið um framsetningu, orðalag , svipbrigði .
Hef verið að lesa mörg commentin á netinu og þau virðast snúast um hver vann. Rétt eins og þetta hafi verið Man Utd vs Liverpool. Þetta hlýtur að snúast algjörlega um innihaldið. Margt sem kom fram hjá Davíð kallar á skilyrðislausa lögreglurannsókn, ekki seinna en núna. Burtséð hvort ég er "Davíðsmaður eður ei"(Man Utd vs Liverpool syndromið)
jonas (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 00:18
Davíð gerði þá tilbreytingu að rökstyðja mál sitt eftir að hafa þurft halda í sér meðan glórulausar ásakanir hafa dunið á honum síðastliðna 4 mánuði. Held að andstæðingar hans ættu að einbeita sér að því að hrekja þær staðreyndir sem hann kom með í þessum þætti í stað þess að halda áfram sama sandkassaleiknum að hann eigi að víkja.. af því bara....
Davíð Þór Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 00:25
Ég sé á skrifunum hér að ég hefði aldrei nennt að hlusta á viðtalið. En ég væri samt til í að fá aðeins meira að vita. Og spyr þvi Sólveigu, er það sem Jóhanna skrifar hér ekki satt?Er hún að skálda viðtalið? Sagði DO eitthvað annað en þetta? Ef svo er þætti mér gaman að vita það. En ef þetta eru orð hans, ja, heilaþvottur eða ekki. Hvorki þú né DO þurfa að hafa vit fyrir okkur. Við erum fullorðin og nokkur klár sjálf.
Hafðu það annars bara gott Jóhanna mín
Anna Guðný , 25.2.2009 kl. 00:28
Takk fyrir athugasemdir ágæta fólk, Hilmar, Lotta sæta sys, Axel, Róslín, Jón, Ármann - gaman að sjá þig á blogginu, Óttar Felix, Sólveig og Óskar.
Ég ætlaði reyndar ekki að vaka svona lengi! .. en það er augljóst að þetta Kastljóssviðtal hrærir upp í fleirum en mér.
Talandi um heilaþvott, þá getur Davíð getur verið sáttur við það að ákveðnir "játendur" hans virðast ætla að ganga með honum alla leið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 00:30
jonas - eigum við ekki að gera þá kröfu til fólks í toppstöðum innan þjóðfélagsins að það sé ekki með hroka í garð fréttamanna? Annars væru þeir svolítið kjút Sigmar og Davíð í America´s top Model ..
Davíð er langt í frá alvitlaus, en hann er mjög breiskur svo ekki sé meira sagt og hann er ekki svona hvítur eins og hann vildi lita sig þarna í viðtalinu, mesta lagi grár... reyndar væri kannski öruggast að tala við árulesarann á þingi hana Ragnheiði til að finna út úr því. :D
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 00:39
Dóra litla, ég hafði ekki tíma í kvöld til að skrá niður allt viðtalið - ég var bara að leggja áherslu á því sem Davíð sagði við Sigmar og mér þótti skondið.
Hér er hægt að skoða viðtalið: http://www.ruv.is/kastljos/
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 00:43
Baugsmiðill?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 00:45
Já, já.."glórulausar ásakanir. Ég veit ekki betur enn svakalegustu ásakanir á hann hafi komið frá sérfræðingum erlendis!
Og ef hann vissi svona mikið fyrir mörgum árum um bankaræningjanna, hvers vegna stoppaði hann þá ekki á þeim tíma? Hann hafði löglegt vald til að gera það, enngerði ekkert. Að mínu mati með vilja.
Nei, á sama tíma sem hann heldur fram að hann hafi vitað þetta allt, var hann í veislu hjá útrásarvíkingum í London og hrópaði þrefalt eða fjórfalt húrra fyrir þeim í einum bankanum þeirra.
Þarf einhverja kjarnorkueðlisfræðinga eða sérfræðinga til að Davíð er orðin snarruglaður, þó hann kunni að tala fínt!
Hann er orðin trúður á heimsmælikvarða í fjármálaheiminum.
Óskar Arnórsson, 25.2.2009 kl. 01:01
..og hér er smávegis fyrir aðdáendur Dabba stórlygara:
Smella hér: http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw
Óskar Arnórsson, 25.2.2009 kl. 01:23
Sæl Jóhanna.
Ég get ekki að því gert að ég er svo viðkvæmur fyrir þessum hrokatilburðum hans og það líka að maður eins og hann með þennan margfalda skráp stjórnmálaskipsins á að geta aktað öðruvísi.
En hann veit það að í þessum leik er spyrjandinn .
STjÓRNANDINN og YFIRMAÐURINN ! . So far.
Annars eru mér farið að leiðast allar þessar neikvæðu umræður um stjórnmál á báða bóga og í öllum flokkum.
En stjórnmál skifta ALLA máli. Og því er maður með.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 02:10
Tek undor orð Óttars Felix.
Allt sem þú telur upp í pistli þínum, Jóhanna, er gjörsamlega röklaust bull út í loftið og einskis virði. Hverjir eru það nákvæmlega sem ekki bera traust til Seðlabankans? Fjölmiðlar, innlendir og erlendir? Pólitískir andstæðingar Davíðs? Jón Ásgeir Jóhannesson? Hreinn Loftsson?.... ok! Þá hlýtur það að vera satt og rétt
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 02:41
Hahahaha, Gunnar!!! ER ÞETTA GJÖRSAMLEGA RÖKLAUST BULL ÚT Í LOFTIÐ OG EINSKINS VIRÐI ????
Það er kannski af því að Davíð Oddson sagði allt sem hún telur upp í þessum pistli!!!!! Þetta er bara endurtekning á hans orðum!!!!
AHHHHRRGGGHHHHHAHAHAHAHAHAHAAAA.............................
Og ertu líka blindur og heyrnalaus í algjörri afneytunn? Bara það að fyrverandi forsætisráðherra sé seðlabankastjóri ætti að vera nóg til að treysta honum ekki! Engin pólitísk tengsl inn í seðlabankann!!!!!!!!
Bjöggi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 03:06
Bjöggi, hvað er pistilhöfundur þessarar bloggsíðu að sína fram á, með því að slíta úr samhengi nokkrar setningar úr viðtalinu? Akkúrat ekki neitt og það kalla ég röklaust bull.
Hins vegar get ég alveg verið sammála þér í því að það er kominn tími til að halda fyrrv. stjórnmálamönnum frá Seðlabankanum, burt séð frá því þó þeir séu hæfir til starfans, eins og Davíð er klárlega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 04:10
Það er Bara Verið að Benda á Hversu Veikur Davíð Oddsson er
Hann er Fárveikur í hausnum
Ísland er með Kolruglaðann Seðlabankastjóra.
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:20
Góðan dag, sé að hér hafa verið næturhrafnar. Ég get því miður ekki unnið i þessum þræði, né svarað í dag (nema kannski smá í hádeginu) þar sem ég verð í vinnunni en vil, að gefnu tilefni, segja að ég var með þessu bloggi aðallega að beina kastljósinu að tilsvörum Davíðs og viðmóti. Það eru aðrir að blogga um málefnin.
Gunnar Th. ég reikna fastlega með því að þú hafir hlustað á viðtalið, samt spyrð þú:"Hverjir eru það nákvæmlega sem ekki bera traust til Seðlabankans? Fjölmiðlar, innlendir og erlendir? Pólitískir andstæðingar Davíðs? Jón Ásgeir Jóhannesson? Hreinn Loftsson?.... "
Í viðtalinu taldi Sigmar upp, eða dembdi yfir - eins og Davíð orðaði það sjálfur, mörgum nöfnum t.d. Jónasi Haralz, Þorvaldi Gylfasyni, Guðmundi Ólafssyni, Ólafi Ísleifssyni og nefndi einnig verkalýðssamtök.
Mér myndi eflaust ekki endast út vikan ef ég ætti að skrá upp nöfn þeirra sem "nákvæmlega" treysta ekki Seðlabankanum undir stjórn Davíðs!
Reyndar tel ég að það sé vilji meirihluta þjóðarinnar að Davíð víki. Hverrar pólitíkur menn og konur nú tilheyra eða tilheyra ekki! Kannski eru það allir fjölmiðlar utan "Davíðsmiðla"
Sammála - pólitíkusar eiga ekki að vera Seðlabankastjórar!
Já, Dóra - auðvitað er best að horfa/hlusta á orginalinn.
Ef ykkur leiðist þá má líka hlusta á þetta!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 09:38
Það að pólitískir andstæðingar Davíðs og aðrir "eftiráspekingar" gagnrýni hann sérstaklega, er ekkert nýtt. Traustið hlýtur að mælast í viðbrögðum þeirra aðila sem eru í beinum viðskiptum við Seðlabankann, en ekki álitsgjöfum út í bæ og/eða fjölmiðlum sem selja fyrirsagnir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 09:54
Gunnar spyr: hverjir bera ekki traust til Seðlabankans ? Að spyrja og efast um slíkt, eftir þann tíma sem liðinn er frá hruni, og allri þeirri gagnrýni sem fram hefur komið eftir það og beinst hefur að Seðlabankanum bæði frá fólki innanlands og frá erlendum sérfræðingum ?
Þá stendur eftir spurning frá mér : Gunnar: hvernig dettur þér í hug að spyrja svona fáránlega ?
hilmar jónsson, 25.2.2009 kl. 10:20
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/813114/
Lára Hanna er með þetta.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 10:22
Gleymdu ekki að hann gaf skít í allar skoðanakannir gefnar út af "baugsmiðlunum" sem eru synir Satans í hans augum. Þvílík vitleysa!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.2.2009 kl. 10:26
Já !!!
Sko.. ég er bara ung og vitlaus.. hef lítið vit á pólitík og eiginlega bara komin með óbeit af pólítíkusum, en... í gær horfðum við Henrik á Kastljós (alveg óvart) og okkur fannst hann einmitt svara vel fyrir sig ??? Ég hugsaði bara ó mæ god! Ef það sem hann segir er satt (sem maður verður að halda) þá ættum við nú að vera að kasta eggjum í hús annarra en hans, er þaggi ???
En ... ég veit ekki hvað ég á að halda.. svei mér þá !!! Ef hann er að segja satt, þá skulda ég honum allavega eitt stórt FYRIRGEFÐU, ef ekki .. hmm ... þá held ég hann ætti að flytja til Kanarí Ev
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:59
Þetta húrra-myndband, sem sett er saman af Láru Hönnu Einarsdóttur, er ótrúlega vitlaust. Allt er slitið úr samhengi og sett fram í pólitísku áróðurskyni og til þess fallið að rugla fólk í ríminu.
Davíð Oddson var skipaður Seðlabankastjóri 2005 og húrrahrópin sem sett eru inn í myndbandið eru öll frá því fyrir þann tíma, þegar bankarnir voru að byrja sína útrás. Þá mærðu þá allir, enda skiluðu þeir gríðarlegu fjármagni í ríkissjóð. ALLIR mærðu velgengni bankanna, nema kannski Steingrímur J. og Ögmundur, en það var á forsendum sem engin skilur nema e.t.v. flokksfélagar þeirra eins og Lára Hanna o.fl.
Árið 2006 og sérstaklega árið 2007, voru blikur á lofti í fjármálaheimi veraldarinnar. Á sama tíma voru íslensku bankarnir síður en svo að draga úr útrásinni og það var það sem Davíð varaði við. Það var engin ástæða til slíkra viðvarana árin 2001-2005, enda bankarnir mörgum sinnum minni en síðar varð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 12:10
Var ekki yfirlýsing Davíðs um Rússalán og að Ísland hyggðist ekki standa í skilum við erlenda kröfuhafa, líka slitið úr samhengi Gunnar ?
hilmar jónsson, 25.2.2009 kl. 12:16
Efnislega sagði Davíð ýmsilegt og efnislega hefur Davíð hreinni skrá en margur í stjórnsýslunni. Hann sá þetta ekki fyrir, það er lygi. Hann sá óverðurský haustið 2007 en þá var þetta orðið alltof seint að gera eitthvað hvort sem var.
Ástæðan fyrir vilja þjóðar varðandi brottvikningu hefur einmitt með persónuna, Davíð að gera. Ekki Seðlabankastjórann.
Við viljum til dæmis ekki að einstaklingur sem hefur gerst brotlegur gegn okkar lögum, sé dómari eða sinni starfi sem beri ábyrgð.
Davíð braut af sér gegn þessari þjóð. Hann kafsigldi henni niður á 1000 faðma dýpi í skuldum og óráðssíu með breytingum á efnahagskerfi síðustu 18 árin.
Hvert eitt og einasta atriði sem hefur varðað þessa för, er hans hugverk, hans afurð og hann sjálfur eignar sér þau með stolti. Í dag er orðið ljóst að þessi frjálshyggja, einkavinavæðing var og er ekkert annað en feigðarflan.
Að sjálfsögðu átti Sigmar að benda á þetta. Forsögu Davíðs sem höfundar að þessu klúðri og umleið, límsetu hans á stóli stofnunar sem hefur allt með þessi sömu mál að gera.
Hvernig á það að geta gengið upp að maður sem er höfundur að klúðri, sé hinu megin við borðið og þess vegna réttlæti klúðrið með orðum og athöfnum sem veldur meiri skaða en hitt?
Ok.. segjum að Davíð sé Guð og hann geti staðist freistinguna að hagræða sannleikanum um fortíð sína og afleiðingar hugarfósturs síns sem hann gerði að veruleika sem forsætisráðherra í 12-13 ár.
Hvað með fólkið í landinu? Þarf það að treysta slíku mati Davíðs á sjálfum sér? Hvers vegna verður fólkið að gera það?
Nei, sem betur fer er enginn sem vinnur fyrir okkur, hjá hvaða stofnun sem er, Guð á einn eða annan hátt. Þetta eru menn og þá mannlegir. Og þegar mannlegur breyskleiki hefur sýnt sig eins og hann hefur gert með Davíð Oddsson, þá er komið leikhlé hjá honum í þessu hlutverki.
Þess vegna átti Davíð að stíga til hliðar og víkja.
feu (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:21
Rússalánið er enn í farvatninu, skilst mér og þetta með að "við borgum ekki", mæltist nú bara bærilega fyrir í þjóðfélaginu heyrðist mér og stjórnmálamenn úr öllum flokkum, m.as. Steingrímur J. , átrúnaðargoð flestra lesenda þessarar síðu, var á sama máli.
En það fór nú eins og það fór
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 13:10
Gunnar: með tilliti til þeirrar tímasetningar sem Davíð lét þetta út úr sér, sannar ásamt svo mörgu öðru að maðurinn er ekki hæfur sem Seðlabankastjóri.
Rússalánið ? hef ekki heyrt meira um það, en það var óneitanlega óheppilegt að byrja að gaspra um það strax eftir hrun.
hilmar jónsson, 25.2.2009 kl. 14:04
Það hefur engin getað svarað því hvaða áhrif t.d. kastljósviðtalið fræga hafði. Bara einhverjar fullyrðingar og getgátur frá pólitískum andstæðingum hans.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 14:57
Takk fyrir þessa súmmeringu Jóga mín.
Ég held að ég sé heilaþveginn af Baugsmiðlunum, að það séu míkrófónar í öllum veggjum, að síminn minn sé hleraður.
Af hverju?
Jú, mér fannst þetta viðtal sýna fram á að Davíð er algjörlega úr tengslum við raunveruleikann og hrokinn stendur honum illilega fyrir þrifum.
En þá er gott að fá fólk eins og Óttar Felix og fleiri til að rétta af kúrsinn.
Ég verð að hætta að lesa Baugsmiðlana.
Jebb, það verð ég að gera.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.2.2009 kl. 16:12
Vá fjör hjá þér Jóga... Elsku Eva Lind mín, hann DO er snillingur í að sannfæra fólk um að hann hafi rétt fyrir sér, hann er dæmigerður leiðtogi, svipað og leiðtogar trúarsamtaka, þeir hafa eitthvað vald yfir fólki og það trúir og treystir á þá. Trúðu mér allt sem hann sagði í gær var það sem hann trúir að sé satt og rétt, en við vitum betur. Hann lifir greinilega í hausnum á sjálfum sér....
Charlotta R. M., 25.2.2009 kl. 18:02
Hroki er hans galli. En hann er ekki úr tengslum við raunveruleikann. Hvernig fá sumir það út ?
jonas (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:39
Bankahrunið var ekki bara Baugsmönnum að kenna, heldur líka Baugsmiðlum.
Mest var það þó Ólafi Ragnari að kenna, fyrir utan helvítið hann Steingrím J. Hann Davíð var margbúinn að vara okkur við þeim báðum.
En miðað við vel skiljanleg skeyti Davíðs til fornvina sinna Geirs og B.Bj. þá kæmi mér ekki á óvart þó sitthvað kæmi í ljós á næstu dögum um ástæður fyrir "hvatleik" þeirra félaganna við rannsókn á flutningum fjármagns úr bönkunum.
Ég spái því að Davíð eigi eftir að ræskja sig og að það muni ekki fara framhjá neinum!
Árni Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 00:49
Ég á ekki orð.... að fólk sé yfirhöfuð að hylla dónaskap hans Dabba, ég á ekki eitt orð. Fólk telur hann hafa komið gríðar sterkur út úr viðtalinu.... mér leið illa að horfa upp á þetta. Svo er greinilegt að ef fólk hefur fjárans skoðun á málinu og kríteseri þá þurfi það að vera heilaþvegnir þrollar..... þar sem það er greinilegt að fólk á Íslandi geti ekki myndað sér sjálfstæða skoðun???!!!
Ýmislegt áhugavert kom fram í viðtalinu sem klárlega þarf að rannsaka frekar. Sér í lagi þarf að fylla upp í þessar fjandans eyður sem Davíð var ansi slunginn að koma með. Engu að síður var þetta ekki fallegt viðtal. Það var Davíð sem átti að sitja fyrir svörum, hann er greyið eh að misskilja stöðu spyrilsins, eh að reyna að skjóta niður persónuna á móti sér og tala niður til hennar eins og ódæls pjakks.
Varðandi kastljós viðtalið fræga, má einstaklingur í þessari stöðu það er að segja Bankastjóri Seðlabanka Íslands koma með svona fullyrðingar og kast þeim bara fram? Við erum að tala um það að að þetta var enginn Binni út í bæ að segja sína skoðun, heldur sá aðilli sem er yfir Seðlabanka Íslands. Er það boðlegt??
Ásgerður (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:27
Síðuhöfundur - þú ert hetja! Náhirðin lætur ekki segjast og þessi Gunnar Th. er nú einn mesti snillingur bloggheima norðan við heimsBAUG. Algjörlega blindaður af foringjaást og sér ekkert rangt við siðleysið og spillinguna sem hér hefur þrifist undir styrkri stjórn Davíðs, Halldórs og Geirs Haarde.
Svona menn er ekki hægt að tala við - þeir búa til sinn eigin raunveruleika og miðla honum. Er ekki til hugtak yfir slíkt?
Þór Jóhannesson, 27.2.2009 kl. 00:05
Já, Þór Jóhannesson! Flestir kalla það siðblindu, enn ég kalla svona fólk "frelsaða frá öllu viti" og þekkja ekki ref frá rollu...
Er pláss á þjóðmynjasafninnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn annars?
Óskar Arnórsson, 27.2.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.