Hvernig er fyrirtaks leiðtogaefni ?

Hvað þarf leiðtogi að hafa til að mig langi til að kjósa viðkomandi?

Leiðtogi þarf auðvitað að vera góður í að virkja góða kosti þeirra sem með honum starfa. Leiðtogi þarf líka að hafa eftirfarandi eiginleika:

1) Heiðarleg/ur

2) Kurteis  (líka við fréttamenn)

3) Vera þokkalega greind/ur og þá má ekki undanskilja samskiptagreind

3) Hafa vilja/getu til að setja sig í spor annarra

4) Beri hag þjóðarinnar (allrar) fyrir brjósti

5) Taki sjálfa/n sig ekki of hátíðlega

6) Vera fylgjandi jafnréttis- og bræðra/systralags

7) ? .......  bætið endilega við

Ég tel að málefnin skipti auðvitað miklu máli, en ef að ofangreind atriði eru til staðar og góður vilji til að gera gott og vinna saman,  þá auðveldi það viðkomandi að starfa/leiða og gera góða hluti til hagsældar fyrir íslensku þjóðina.

Við erum stödd í  pólitískri þoku í dag, villuráfandi að leita að réttum vegvísi ... "Bentu í AUSTUR, bentu í VESTUR, bentu á þann sem að þér þykir bestur"... til að leiða út úr þokunni!


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

visku og skapandi orku í kringum sig..svona manneskja sem er glóandi á einhvern hátt með bjartsýnisblik í auga. Þorir að fara nýjar leiðir og er með frumlega hugsun.

Troðfull af kærleika og góðvild. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott innlegg Katrín!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hljómar eiginlega dálítið Jóhönnu Sig -legt :-) 

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 15:16

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála því Ragnhildur, held að Samfylkingin verði að halda fast í Jóhönnu Sig. ef þau ætla að halda flugi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil engan leiðtoga.

Ég vil hóp fólks sem vinnur saman að verkefninu.

Aðeins þannig er hægt að koma í veg fyrir stórslys.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2009 kl. 16:08

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Erum við ekki þeirrar gerðar, við mannfólkið/kvenfólkið Jenný, að ósjálfrátt þá stígur fólk fram sem leiðir -  hvort sem það er kosið til þess eða ekki og þá er mikilvægt að það fólk sé vel gert... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2009 kl. 16:17

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hmm.. skilningsríka manneskju, sem getur séð flestar hliðar málsins! Og sett sig í spor annarra til að dæma ekki áður..

svo að ég bendi ááá.... Jógu!
 

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:03

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Knús Róslín mín, takk fyrir traustið.   Nú er ég farin að undirbúa kósý kvöld.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2009 kl. 17:16

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

1)Heiðarleg/ur

2) Kurteis  (líka við fréttamenn)

3) Vera þokkalega greind/ur ( mög vel greindur) og þá má ekki undanskilja samskiptagreind (sem Jóhönnu vantar)

3) Hafa vilja/getu til að setja sig í spor annarra

4) Beri hag þjóðarinnar (allrar) fyrir brjósti

5) Taki sjálfa/n sig ekki of hátíðlega

6) Vera fylgjandi jafnréttis- og bræðra/systralags;

Þessum manni er ekki hægt að lýsa betur, þetta er Davíð Oddson

Guðrún Þorleifs, 27.2.2009 kl. 19:59

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Víðsýnn og góður sáttasemjari.

Þarf að hafa lag á því að hlusta og greina ...og síðast en ekki síst að hleypa öðrum fram á sviðið án þess að vera hræddur um að það kynni að skyggja á hann sjálfan

Kannski varstu búin að nefna þetta með öðrum hætti

Sigrún Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 21:52

11 identicon

Sæl Jóhanna.

Þetta eru gildi sem að fólk almennt þarf að tileinka sér.  Svo ég tali nú ekki um leiðtoga sem eiga að vera fyrirmynd í sínum flokki og fyrir þjóðina.

Gott innlegg.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 02:08

12 identicon

Lykilatriði er að hann..sé ekki í jakkafötum... ef kerling, að hún sé ekki femínisti(Humanist is the only way to go)
Og svo... að viðkomandi sé ekki í stjórnmálaflokk + að hann tali frá hjartanu.. en lesi ekki bara gamlar ræður.. eða hefðarræður:
Kæru íslendingar... yadda sjómenn blah.. bestir...   <-- Fargin useless crap

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 02:36

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Guðrún

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2009 kl. 10:09

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sigrún, ágætis viðbót hjá þér ;-) Sammála þessu.

Rétt hjá þér Þórarinn, þetta eru atriði sem við þurfum öll að tileinka okkur, hvort sem við erum leiðtogar eða ekki leiðtogar.

DoctorE, skapa semsagt fötin manninn? .. Ertu fatasköpunartrúar?  .. Nei, nei, þetta var útúrdúr. Góður punktur hjá þér að tala frá hjartanu = vera einlægur/ur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2009 kl. 10:12

15 Smámynd: Þór Jóhannesson

Skemmtileg pæling - en eina manneskjan á þingi sem skartar öllum þessum skrautfjörðum í mínum huga er Katrín Jakobsdóttir okkar ágæti menntamálaráðherra.

En Jóhanna er vissulega nærri líka.

ISG er samt sem áður að eyðileggja tiltrú almennings á Samfylkingu með valdafíkn sinni - því miður! OG ISG er einmitt alveg jafn fáránlega langt frá þessum lista og sjálfur Davíð Oddsson, sem Guðrún hér að ofan hlýtur að vera að grínast með í innleggi sínu.

Þór Jóhannesson, 1.3.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband