Jóhönnur undir feldi

Það hafa fleiri Jóhönnur legið undir feldi undanfarna daga. Að vísu ekki mikill tími til legunnar vegna anna. Ég hef setið á rökstólum með sambýlingnum og hópi vel viljandi fólks undanfarið, við höfum verið í miklum "brainstorm" hvort að við gætum sett saman lista sem myndi svara þörfum þeirra sem væru óákveðin. Svara þörfum FÓLKSINS, því vissulega á pólitík að snúast um fólk fyrst og fremst. Já, við erum að tala um einn flokk í viðbót! 

Sumir hafa gert grín að því að starfsreynsla Jóhönnnu liggi í því að vera flugfreyja, en að vissu leyti hlýtur það að vera einn af hennar kostum, því þjónustulundin er undirstaða flugfreyjustarfsins. Svo hefur auðvitað allt fólk sem komið er af barnsaldri einhverja lífsreynslu í fararteskinu, sem ætti að auðvelda því að setja sig í spor annarra.

Ég hef mikið hugsað út í það hvað ég persónulega gæti gert í pólitík og hvar minn styrkur lægi. Fjölbreytilegur náms-og starfsferill og brokkgeng ævi, þar sem ég hef unnið við skúringar, aðhlynningu aldraðra, sem aðstoðarskólastjóri, sjálfstyrkingarnámskeiðahald, innan kirkjunnar við sunnudagaskóla, við sölumennsku o.fl. o.fl.

Lífsreynsla mín er fjölbreytt. Ég hef bæði gengið með storminn í fangið og fengið hann í bakið. Ég vinn stöðugt í því að læra af því sem ég hef reynt og nota það á uppbyggilegan hátt þannig að mér takist að virkja storminn mér í hag.  

Allir sem þekkja mig og  hafa lesið bloggið mitt vita að ég er mikill jafnréttissinni í hjarta mínu og málefni alls fólks - enginn þar undanskilinn kemur mér við. Ég er mjög frjálslynd í trúmálum og tel að á meðan leiðin að kærleikanum er vörðuð án ofbeldis eða valdníðslu sé hún rétta leiðin.

Ég trúi á varnarmúra en hata valdamúra.

Við þurfum að fara að taka ákvörðun um áframhald, okkur vantar gott fólk í hópinn, fólk sem er siðað og kemur fram við náungann af kurteisi og er tilbúið að vinna opinskátt - við erum ekki öfga hægri eða öfga vinstri, við erum fólksins fyrst og fremst.

Ég vil vinna fyrir nútíð og framtíð unga fólksins, öryrkja, gamalmenna, einmana fólksins .. og bara alls fólks í landinu.

Dóttir mín sagði mér nýlega að mikið af ungu fólki væri komið með upp í kok af pólitík þessa lands og ætlaði að skila auðu. Það er ein af meginástæðum þess að mér finnst að við þurfum einn flokk í viðbót sem svarar þörfum unga fólksins. Stýrir landinu ekki í sama farveg og það var komið. Við höfðum villst af leið - við þurfum ekki aftur þetta eyðslusamfélag þar sem enginn hefur tíma fyrir einn né neinn. Við þurfum samfélag þar sem fólk hefur tíma fyrir fólk og þar er ég ekki undanskilin.

Um leið og fólk hefur tíma fyrir fólk minnkar þörfin fyrir alla þessa veraldlegu hluti sem við höfum sankað að okkur, fyllt geymslur og bílskúra. Söfnum frekar fólki.

Þori ég, get ég, vil ég - ber mér kannski skylda til? Kosningabarátta kostar fólk, kostar peninga, kostar tíma og kostar vinnu. Ég er að safna fólki, ætla ekki að ropa út úr mér löngum loforðalista - þó okkar fámenni en þó sterki hópur sé búinn að liggja yfir lausnum og teljum okkur hafa fundið allnokkrar. Við ætlum að blása í lúðra fljótlega - það á ekki að fara fram hjá neinum, og fæ vonandi þig til að hjálpa okkur, a.m.k. að mæta og sjá fyrir hvað við stöndum.

"Við" erum bara venjulegt fólk sem langar að gera samfélaginu gagn og sjáum ekki farveginn okkar í þeim flokkum, hreyfingum, né listum sem fram eru komnir. Einhver okkar hafa verð í öðrum flokkum og hafa lært af því, en einnig af þeim mistökum sem þar áttu sér stað.

(Ekki að það sé ekki flott fólk inni á milli á þessum listum).

Meira get ég ekki sagt í bili, enda kallar önnur skylda. Ég er enn svo lánsöm að þurfa að mæta til vinnu. Það geta ekki allir sagt og þar þarf einnig að hjálpa til.

Ef þú hugsar á þessum nótum, ert jákvæð manneskja sem getur rætt á málefnalegum nótum, hefur þor, vilja og getu til að starfa í undirbúningshóp fyrir stofnun endilega sendu mér póst á johanna.magnusdottir@gmail.com  og ég hef samband til baka.


mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleiki er það sem fólk sækist eftir

Ég trúi því ekki að það sé ekki hægt að finna aðra manneskju til að taka að sér formannsembætti Samfylkingar en Jóhönnu Sig., það á aldrei að þrýsta of hart á fólk til að taka að sér embætti, það kann  ekki góðri lukku að stýra. Flott að láta fólk vita að það sé stuðningur við það, en að ota einhverjum í stórt embætti sem hann tekur ekki að sér af heilum hug eða af röngum forsendum er rangt.

Kjósendur leita eftir manneskju sem tekur að sér þjónandi forustu inn í von um bjartari framtíð. Manneskju sem setur fólk í fyrsta sætið, fólk af öllum stærðum og gerðum.

Jóhanna Sig. virkar heil manneskja, samkvæm sjálfri sér - þó ekki sé hún fullkomin frekar en aðrar Jóhönnur þessa heims Smile  

Það er það sem fólkið er að sækjast eftir, en eftir sem áður þá ekki er hægt að klóna Jóhönnu .. 

 


mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er yndislegt land ... og ekkert vol eða væl með það! ..

Á Íslandi eru t.d. flestir söng-glaðir (eigum örugglega heimsmet í kórastarfi pr.haus)  og Íslendingar hafa gaman af því að syngja, dansa og skemmta sér ..  Smile  ..

Hér er eitt hresst myndband sem hægt er að syngja með og dilla sér við (að vísu ekki frá Íslandi) en allir þekkja vonandi hokie pokie! Sumir velja vinstri og aðrir hægri, en ég vel Hokie Pokie! ..



mbl.is 6 ástæður til að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúra, skrúbba og bóna - og breyta ..

 Ég var voðalega iðin við að breyta og færa til húsgögnin hjá mér, og um leið og ég gerði það notaði ég tækifærið til að þrífa á bak við og undir því sem hreyft var úr stað! .. Stundum þarf að breyta, viðra, banka upp í mottum o.fl. Það er augljóslega kominn tími á breytingar á stjórnarskrá, og þá upplagt að dusta svolítið ryk og skúra í leiðinni.

Nú eru bæði gamlir (þreyttir) flokkar og nýjar hreyfingar að boða breytta tíma! Að vísu af misjafnlega miklum mætti.

Spurningin er hvort að þessar nýju hreyfingar og/eða gömlu flokkarnir séu akkúrat svar við þeirri eftirspurn eftir nýjum kröftum/áherslum sem fólk er að bíða eftir? ..

Hvað vantar, hvað viljum við sjá í nýju stjórnmálaafli? Vantar kannski þig? ;-) ..

 


mbl.is Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvenréttindi og hinseginhugsun: Bleiki dagurinn 8. mars! .. má til með að auglýsa frábært framtak.

Kvenréttindi og hinseginhugsun: Bleiki dagurinn 8. mars!

"Messa og örþing í minningu Marcellu Althaus-Reid í Guðríðarkirkju í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna.  
Guðríðarkirkja stendur fyrir bleikum degi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, með messu, súpu og róttæku femínísku hinsegin örþingi í minningu argentínska frelsunar-, kvenna-, hinsegin-, póstkólóníalguðfræðingsins Marcellu Althaus-Reid (1952-2009) sem lést 20. febrúar s.l.

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir lektor í femínískri siðfræði við Háskóla Íslands prédikar, dr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari í messunni sem hefst kl. 11. Fluttar verða bænir sem kristnar konur frá Papúu, Nýju Gíneu hafa samið og þýddar eru af sr. Maríu Ágústsdóttur héraðspresti. Allir sálmarnir sem sungnir verða í messunni eru annað hvort ortir eða þýddir af konum.

Boðið verður upp á súpu og brauð og þvínæst hefst örþing kl. 13 í safnaðarsal Guðríðarkirkju:

Gunnbjörg Óladóttir doktorsnemi í trúarbragðafræðum: segir frá Marcellu Althaus-Reid, en Gunnbjörg sótti tíma hjá henni við háskólann í Edinborg.
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir fjallar um bókina "Indecent Theology" sem Althaus-Reid gaf út árið 2000.
Ingibjörg Gísladóttir, M.A. í femínískri guðfræði fjallar um bók Althaus-Reid "The Queer God" frá 2003.
Fundarstjóri er Laufey Brá Jónsdóttir

Aþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti í heiminum er 8. mars. A baráttudeginum fagna konur efnahagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum umbótum í átt til jafnréttis og stilla saman strengi til að vinna saman að frekari réttlætismálum. Baráttudagurinn á sér sérstaka heimasíðu á heimsvísu: http://www.internationalwomensday.com.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið árviss viðburður innan kristinna safnaða á Íslandi í á fimmta áratug. Hann er jafnan haldinn fyrsta föstudag í mars, um svipað leyti og hinn alþjóðlegi baráttudagur. Tilgangur bænadagsins er að koma saman til að biðja fyrir konum í mismunandi löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Í ár ber alþjóðlegan baráttudag kvenna upp á sunnudag. Verða því þessir tveir alþjóðlegu kvennadagar sameinaðir í helgihaldi Guðríðarkirkju að þessu sinni og aðstæðna kvenna sérstaklega minnst í helgihaldinu þennan dag.

Þér er hér með boðið í Guðríðarkirkju á alþjóðlegum baráttudegi kvenna til að gleðjast með konum yfir þeim réttindum sem áunnist hafa, að biðja fyrir friði og réttlæti með konunum frá Papúu, að efla samstöðu fyrir réttindum kvenna um allan hinn stóra heim og að fræðast um einn athyglisverðasta kvennaguðfræðing síðustu ára."
Sjálf mun flagga bleiku í Berlín þessa helgi og kemst því miður ekki, en hvet alla/r sem vettlingi eða ullarsokk geta valdið að drífa sig!

ESB hálfgert X File í mínum huga .. sem ber að skoða! ..

Góðan og yndislegan dag, kvöld, nótt og morgun -  þú fallegi lesandi sem hefur ratað hingað inn á bloggsíðuna mína! - Ég er að fylgja jákvæðu Bylgjunni sko!  LoL

Mér leist svo sem ágætlega á þennan Línu Langsokk lista til að byrja með, tók boði þeirra að vera með á Fésbókinni, aðallega til að forvitnast meira um þetta dæmi. Ég hef reyndar ekki kunnað við annað en að styðja fólk (líka á fésbókinni) sem ég þekki eða kannast við í þeirra sæti, hvaða flokki sem það tilheyrir. Auðvitað er best fyrir alla flokka að hafa gott fólk í efstu sætum.

En í þessum ESB málum hef ég reyndar verið með Ragnars Reykáss heilkenni. (Veit að það eru fleiri sem eru með þau).

Ég hef verið svolítið hrædd við ESB, en það er einmitt tilhneiging til hræðslu við hið óþekkt hjá fólki. Vantar bara Mulder og Scully úr X Files! ;-)

Er ekki eina vitið að fara í viðræður og skoða málið, í stað þess að hafna því óskoðað?  Er ekki  þvert NEI bara fordómar í garð ESB?

Síðan þegar búið er að skoða hvað er í því fyrir Ísland að ganga í ESB, þá yrði það kynnt (á mannamáli)  og lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég verð því ekki "grúppía"  hjá L lista, .. mitt atkvæði er því enn í X File!  


mbl.is Fólkið úr öllum áttum á L-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylgjan jákvæð í viku .. ég ætla að taka mér þá til fyrirmyndar og blogga jákvætt í viku!

Held að þjóðin ætti að prófa að stilla sig í "Secret" gír og reyna að laða að hið góða og jákvæða.

Í bókinni "Skyndibitar fyrir sálina" er einnig talað um mátt orðanna, og hvernig við getum talað jákvæðni í okkur sjálf (og þá auðvitað neikvæðni).

Það er gott að fara með stuttar bænir og/eða jákvæðar setningar, mælt er með að fara með þessa setningu sem  læknirinn Emile Coué setti saman, upphátt fimmtán sinnum í röð, þrisvar á dag:

"Alla daga á allan hátt líður mér betur og betur!" x 15  Smile 

(Gerir ekkert til að prófa) ...


Missti -12 cm á 10 dögum á aðhaldsplástri frá Lifewave, en ég sama og ekki neitt! .. ;-)

Jæja, ég var búin að lofa reynslusögum af Lifewave plástrum. Er með tilraunir í gangi - við systir mín vigtuðum okkur og mældum fyrir 10 dögum síðan og endurtókum síðan dæmið í gær.

Höfum hvorugar verið að stunda líkamsrækt með, að vísu fór sú eldri í einn tíma daginn sem við mældum.

Well fyrstu niðurstöður:

Ég (sem reyndar fór á sukkárshátíð o.fl.) hef minnkað um 500 grömm að þyngd, en ekkert í ummáli, tja 2 cm í mittið kannski. Systir mín um 1,5 kg. En um hana má segja að hálfgert kraftaverk sé í gangi. Veit ekki hvernig þetta er hægt, vændi hana um að fara í Trimform og allt, en hún sagði svo ekki vera.

Hún missti s.s. á þessum 10 dögum:

brjóst  - 4 cm,  mitti - 12 cm,  mjaðmir - 2 cm.  Ég hef nú aldrei heyrt slíkar tölur á svona stuttum tíma W00t

Næsta mæling hjá okkur verður á fimmtudag - og spennandi að vita hvort að kraftaverkið heldur áfram.

hægt er að versla þennan plástur beint á www.lifewave.com/bot   

Er að fara að prófa hrotu/svefnplástur á nákomnum ættingum!

Athugið að við 90USD bætast um það bil 4.000.- krónur íslenskar í tolla og skatt.

Kveðja,

Jóga heilsubót


Hvernig er fyrirtaks leiðtogaefni ?

Hvað þarf leiðtogi að hafa til að mig langi til að kjósa viðkomandi?

Leiðtogi þarf auðvitað að vera góður í að virkja góða kosti þeirra sem með honum starfa. Leiðtogi þarf líka að hafa eftirfarandi eiginleika:

1) Heiðarleg/ur

2) Kurteis  (líka við fréttamenn)

3) Vera þokkalega greind/ur og þá má ekki undanskilja samskiptagreind

3) Hafa vilja/getu til að setja sig í spor annarra

4) Beri hag þjóðarinnar (allrar) fyrir brjósti

5) Taki sjálfa/n sig ekki of hátíðlega

6) Vera fylgjandi jafnréttis- og bræðra/systralags

7) ? .......  bætið endilega við

Ég tel að málefnin skipti auðvitað miklu máli, en ef að ofangreind atriði eru til staðar og góður vilji til að gera gott og vinna saman,  þá auðveldi það viðkomandi að starfa/leiða og gera góða hluti til hagsældar fyrir íslensku þjóðina.

Við erum stödd í  pólitískri þoku í dag, villuráfandi að leita að réttum vegvísi ... "Bentu í AUSTUR, bentu í VESTUR, bentu á þann sem að þér þykir bestur"... til að leiða út úr þokunni!


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa og krabbamein ..

Góðan dag!

Dagurinn í dag er einstaklega góður vegna þess að ég er búin að ákveða að hann verði það! Smile ...

Mig langar að deila með ykkur gullkorni sem ég fékk frá lækninum mínum, en hann varaði mig við því að áhyggjur af sjúkdómi gætu gert fólk veikara en sjúkdómurinn sjálfur.

Sjúkdómur þjóðfélagsins er kreppa, við megum ekki láta hugsunina um hana beygja okkur meira en kreppuna sjálfa.

Kreppumst ekki saman vegna krepputals, aukum ekki á hana með neikvæðni,  heldur tökum höndum saman, styðjum við bakið á hvert öðru og ráðumst gegn kreppunni með jákvæðri hugsun í lausnaleit.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband