Sólardagur ..

Nú er dagur að kveldi kominn og konan búin að vera úti lungað úr deginum í stuttbuxum! .. Þegar ég kom heim - hrikalega glöð vegna þess að ég var búin í spinningtímanum, beið mín morgunverður útá palli, og enn á ný mundi ég afhverju mér þykir svona vænt um manninn minn - elska að vera dekruð! InLove

1.maí_2008_afi Agnar_amma_Vala 007

Morgunverður á pallinum, og okkur skýlt fyrir ,,sterkum geislum sólar með Burberries-sólhlíf (úr Rúmfó!)

 

 1.maí_2008_afi Agnar_amma_Vala 018

Eftir hádegið fór ég og sótti ömmu Völu sem kom líka útá pall og stuttu seinna komu afi Agnar og Bjössi frændi. Hellt var upp á kaffi og aftur borðað. Mamma frísk og flott og Agnar er ekkert smá flottur, á 89. aldursári!!..

Um kvöldmat bættist svo í hópinn en þá komu Gunna og Aggi Tryggvabörn og borðuðu með okkur, var svo busy að laga matinn að ég gleymdi að taka myndir af þeim!

Er ágætlega ,,steikt" eftir daginn! .. Ég klikkaði aftur á móti á öllum kröfugöngum og kirkjuferðum. Geng mínar eigin göngur og rabba við Guð í ró og næði... í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sólardagar geta verið yndislegir en passaðu þig á sólinni.  Með góðri kveðju til þín og Tryggva.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.5.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Tiger

Yndislegt að sjá og heyra þegar gamla fólkið okkar fær að vera svona með okkur í hinu og þessu. Alltof oft sem fólk kemur gamla fólkinu sínu á stofnanir löngu fyrir tíma og "gleyma" þeim svo bara þar.

Gott að heyra að þitt lið er þokkalega heilsugott, þannig séð. Útiveran er ætíð góð, en stundum þarf maður að passa sig því kuldinn sem leynist í skugganum getur gert slatta af ursla sem maður finnur ekki fyrr en að kvöldi. Njóttu næturinnar ljúfan og eigðu yndælan föstudag.

Tiger, 2.5.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er ljótt að öfunda en ég get ekki gert að því að ég er svolítið farin að finna fyrir þeirri tilfinningu þegar ég sé myndir af fólki í sól !!!!! Það er hríðarhraglandi á Akureyri núna

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 06:24

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kveðjuna Ásgerður.

Já, Tigercopper, við erum sko með ömmu/afahelgar og svo ákveðna daga líka. Erum með nokkurs konar sameiginlega ,,forsjá" ásamt systkinum okkar.  .. og það líkar gamla fólkinu afspyrnu vel og finnst það svo gott og öruggt að vita af því að einhver sinnir þeim, eða a.m.k. hringir á hverjum degi! Mamma er nú svo stjórnsöm ennþá (sem betur fer) að hún hnippir í okkur ef við erum eitthvað sein að láta hana vita hvað sé prógramið með hana helgina sem við eigum! ..

Þar sem ég hef starfað á öldrunarheimili sá ég einmitt þessa skuggahlið fólksins sem ekki er sinnt eða heimsótt. Það er mjög sorglegt og sérstaklega man ég eftir konu sem beið allan 17. júní eftir að einhver kæmi, því það voru svo margir að heimsækja flesta aðra, en það endaði með því að við fórum út í göngutúr saman og reyndum að gera það besta úr öllu, en enginn ættingi né vinur kom.

Kæra Jónína, þið hafið nú yfirleitt betri sumur og oft hef ég öfundað Akureyringa af sólinni! .... Langar mikið að heimsækja Akureyri í sumar og treysti því að þið flaggið einmitt sólinni þá!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.5.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband