Hundar ....

Labrador_
 

Þegar ég var barn var ég logandi hrædd við hunda og í raun flest dýr. Lenti í því þegar ég var tveggja ára að belja sleikti mig í framan og ég hef síðan verið svolítið hrædd við Búkollu!

Það þarf að sinna hundum vel, hafa tíma - til að þeir séu glaðir.. svona eins og börnunum! ..LoL ... Mesta vesenið við að hafa hund eru hundahárin og svo fordómar sumra gagnvart hundum eða hundaeigendum. Hundaeigendur eru misjafnir og þeir sem eru sóðar með sjálfa sig eru auðvitað sóðar með hundana sína.. jú, svo er það binding líka að vera með hund....

Í júní 1990, þegar yngri börnin mín voru fjögurra ára gömul fengum við okkur yndislegan labradorhvolp, með bleikan nebba. Hún varð í raun fljótlega sem ein af fjölskyldunni og hélt sjálf að stundum að hún væri manneskja! Grin Hún elskaði lasagna (eins og Garfield) og aldrei þótti henni betra að fá að fara upp í rúm krakkanna en þegar ég var nýbúin að skipta á! Ekki nennti hún að vera ein útí garði, ég eða sá sem sinnti henni þurfti alltaf að koma með henni. 

Hún átti fína bastkörfu og þegar börnin voru leið, eða sérstaklega önnur dóttir mín, lagðist hún hjá henni í körfuna og grét í feldinn hennar eða hvíslaði leyndarmálum í eyra henni. 

Hundar hafa svolítið sérstaka næmni, þeir finna þegar þér líður illa. Ef ég var í einhverri lægð og hafði áhyggjur þá kom hún með trýnið sitt og lagði á lærið mitt, hnusaði og það vantaði bara að hún segði ,,ég skil þig alveg."

Þessi gæfa tík varð aðeins níu ára, því hún var bæði komin með krabbamein og gigt og þurfti því að svæfa hana og það var hræðilega sárt að kveðja hana og var mikil sorg í hjörtum okkar og mikið grátið þegar hún fór til himnaríkis.. já - við fjölskyldan trúum því bara að hún sé í himnaríki eins og allir sem eru farnir og við elskum, barnaleg trú en notaleg... InLove  Þó að mörg ár séu nú liðin frá því hún fór .. munum við hana alltaf.

 


Allra þjóða glæpagengi ....

Að við skulum vera hér á Íslandi með ,,glæpagengi" hvort sem þau eru íslensk eða pólsk, er bara sorglegt og óþolandi.

Ég vorkenni þessum mönnum sem sátu þarna í ró og spekt og fá inn á sig þetta gengi sem lemur þá sundur og saman.

Hert löggæsla, frekari forvarnir, meiri kærleikur, meira ljós .... við verðum að snúa vörn í sókn.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðaverksunglingar

Drengurinn sem myrtur var á þennan vægðarlausa máta var af tyrkneskum uppruna en strákarnir af gömlum dönskum merg... Fékk þessar fréttir frá bróður mínum sem býr á þessu svæði. Það vekur athygli og ergelsi í Danmörku að ekki er tekinn fram kynþáttur þeirra, en í blaðamennsku þar, eins og oft hér, tíðkast það að taka það fram ef t.d. fólk er af tyrkneskum uppruna sem fremur ódæðisverk. Woundering 

(Bloggað úr sveitinni)


mbl.is Blaðburðardrengur myrtur í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"IF YOU GIVE A LITTLE LOVE IT ALL COMES BACK TO YOU, YOUR´E GONA BE REMEMBERED FOR THE THINGS THAT YOU SAY AND DO, LA, LA, LA,LA,LA,LA,LA...

´

Þó ég drekki aldrei, eða mjög sjaldan Coca Cola og þá í Light formi verð ég að setja þessa auglýsingu hér inn. Mér finnst boðskapurinn alveg snilld og ætti að höfða til sem flestra svona á páskum, sem á öðrum dögum. Fer úr bænum síðdegis svo ekki verður bloggað meira í bili..

GLEÐILEGA PÁSKA ... Halo ..


Pizza á Rizzo ..

Ég vil halda upp á sem flesta hluti.. þegar börn fæðast eru afmælin talin í mánuðum...líka ný sambönd. Sambandið mitt og Tryggva varð fimmtán mánaða í dag.. bara nýbyrjað að ganga hehe.. LoL .. og við héldum upp á það með látlausum hætti - fórum í bíltúr út á Rizzo sem eldbakar pizzur.

Fimmáringurinn skildi ekkert í þessu óvænta ,,afmæli" okkar og spurði hvort hann mætti eiga afmæli með okkur, og ég bauð hann velkominn með í afmælishópinn. En það þýðir ekki að rétta litla fingurinn að fimmára - hann spurði hvar pakkarnir væru! HappySideways


Hvernig ætlum við að búa að þessum börnum og fjölskyldum þeirra ?

Börnin eru kjarni þjóðarinnar. Hvernig búið er að börnunum skiptir öllu máli fyrir þjóð. Allt of ríkt er í þjóðarsálinni að redda málum þegar allt er komið í óefni og það gildir svo ríkulega þegar kemur að málefnum ungra fjölskyldna.

Það þarf að styðja vel við fólk með börn og bjóða námskeið fyrir nýbakaða foreldra í ummönnun og sjálfstyrkingu að vera foreldri. Það hefur varla reynt á samband pars fyrr en barn er komið í heiminn og vökunætur fara að klípa í geðið... 

p.s. frjósemi kvenna hefur ekkert að gera með barnafjölda, við lifum á 21. öldinni og það eru notaðar getnaðarvarnir.

 

 


mbl.is Frjósemi eykst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla systir í ,,baklás" .... og smá samantekt á helginni

Elskulega litla systir mín og súpermamma með meiru festist í bakinu á laugardagsmorgun og gat sig hvergi hreyft. Súperstórastelpan hennar og súperpabbinn hugsuðu um litlu súperlitlutvíbursysturnar sem verða tveggja ára í ágúst. Ekkert grín að vera með tvær svona dúllur þegar kona getur sig ekki hreyft spönn frá rassi.

Ég og Vala fórum í gær og tókum mömmu með þar sem súperpabbinn þurfti að vinna og lékum við við lillurnar. Það er nú ekki leiðinlegt, því þær eru auðvitað súpersætar..

Rósa og Ísold_strauborð
Rósa og Ísold

Annars er þetta búin að vera annasöm helgi, vorum með boð fyrir skíðaklúbbinn okkar á laugardagskvöldið.  Í gærmorgun  rölti ég með fimmáringinn í sund en laugin var auðvitað pökkuð af fólki sem var að njóta góða veðursins. Um kvöldið fékk ég mér andlega næringu og sótti messu í Kvennakirkjunni.

Mánalingur er orðinn lasinn, en mamma hans ætlaði með hann til barnalæknis, en hann hefur sloppið vel við veikindi í vetur.

Nú er heimilið mitt orðið eins og búð - búin að stilla upp fataslám og verð með fatakynningu og fjör í kvöld, verst að ég á það til að selja sjálfri mér!

Ef bloggvinkonur  (eða aðrar konur) hafa áhuga á að skoða þessi föt,  eða viljið fá senda bæklinga þá hafið endilega samband á netfangið jm@hradraut.is

Að lokum þá er komið að extreme makeover klippingunni minni í dag hjá Toni & Guy.... úff.. blanda af stressi og tilhlökkun!

Eigið öll yndislegan dag! .. Megi sólin skína á ykkur að utan sem innan.

 


,,Mitt lið" á skíðum... Máni algjört skíðakrútt....

Krakkarnir mínir öll voru á skíðum í gær og Máni dóttursonur fékk að prófa líka. Hann stóð sig eins og hetja en mamma hans og Vala studdu hann vel niður fjöllin. Hann nennti engu barnabrekkuveseni og heimtaði stólalyftuna og upp var farið.. hmmm...mikil skíðagen í honum!

Máni_skíðakappi

Máni_með mömmu

Vala_hjálpar

Tobbi_Bláfjallakóngur

Vala, Máni, Tobbi og Henrik


Dymbilvika hefst á Pálmasunnudegi og hvað er svo dymbill ? ..

Ég heyrði skýringuna á orðinu dymbill þegar ég var að ljúka guðfræðinámi og var stödd í starfsþjálfun á Eiðum og verið var að útskýra það fyrir fermingarbörnum. Mér fannst ég nú svolítið ,,græn" að hafa ekkert hugsað út í þetta fyrr, en maður lærir svo lengi sem lifir. Sú skýring sem ég fékk á fermingarnámskeiði barnanna var að skipt hefði verið um kólf í kirkjuklukkunni og sá kólfur héti dymbill því það kæmi daufara/mildara hljóð úr þessum kólfi.

Annars er hér nánari útskýring sem sr. Sigurður Ægisson tók saman á Vísindavefnum. (aðeins stytt)..

Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika.

Úr vöndu er að ráða, þegar leita á skýringa á nafngiftinni dymbilvika. Sennilegast er talið að hún sé dregin af einhverju áhaldi, sem kallað var dymbill og notað var í kaþólskum sið við guðsþjónustur undir lok sjöviknaföstu.  Í umræddri viku deyfðu menn öll ljós og hringdu ekki klukkum.

Eftirfarandi tilgátur hafa komið fram um hvað þessi dymbill var:

  • Klukkukólfur, vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
  • Trékólfur, settur í kirkjuklukku í stað málmkólfs (samanber framannefnt).
  • Barefli til að lemja kirkjuklukkurnar utan.
  • Ljósastjaki, er stóð á kirkjugólfi og var notaður í stað ljósahjálms.
  • Áhald til að slökkva á kertum (samanber þýska orðið Dümpfel).
  • Einhvers konar handskella úr tré, notuð í stað málmbjöllu við guðsþjónustur á umræddum dögum.
Við þetta má svo bæta að Halldór Laxness taldi dymbil vera hljóðdeyfi á strengjahljóðfæri.

Jón Grunnvíkingur ritar orðið dynbildægur og skýrir það á eftirfarandi hátt: „Nætur og dagar, þegar hlé er á hávaða“, eða með öðrum orðum þegar dynur bilar. Hann bætir við að það sé einnig notað í almennu tali um óróatíma, myrka, og að nokkru skelfilega.

Þá segir Ásgeir Blöndal Magnússon í Orðsifjabók sinni að orðið dymbill sé oftast talið skylt dumbur (þögull, mállaus, hljóðdaufur), en gæti eins verið í ætt við demba og dumpa, og eiginleg merking þá: slagkólfur.

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, sem ritar um þetta langt mál í Sögu daganna, fullyrðir að þrjár fyrstu hugmyndirnar sem nefndar eru hér að ofan megi afskrifa snarlega. Orðrétt segir hann:
Að vísu hefði ekki verið eins illframkvæmanlegt að vefja kólfinn og skipta um kólf, en báðar þessar tilgátur eru út í hött þegar af þeirri ástæðu að klukkurnar áttu að steinþegja á þessum dögum. Sama er að segja um þá aðferð að berja klukkur utan eins og alþekkt er til dæmis á Gotlandi. Slíkt var víðar gert við jarðarfarir, en ekki í dymbilviku, alltjent ekki á miðöldum. Auk þess er ekki vitað að neitt sérstakt áhald sé notað til þess arna, heldur venjuleg barefli úr tré eða hnöttóttir steinar sem tuskum var stundum vafið um til að deyfa hljóðið. (bls. 635)
En hvað var þá dymbill? Áfram segir Árni Björnsson:
Hvort sem orðið dymbill er hljóðlíking við latneska orðið tinnibulum eða skylt orðinu dumbur, verður að teljast líklegast að það eigi upphaflega við trétól þau sem notuð voru í staðinn fyrir klukkur og málmbjöllur á sorgardögum kirkjunnar vegna píslarsögu Jesú Krists. Hin hljómrænu umskipti í guðsþjónustunni á þessum dögum þykja ætíð mjög áhrifamikil og eftirminnileg og hefðu hæglega getað gefið dögunum alþýðlegt nafn.

Eflaust hefur einnig þótt eftirminnilegt í guðsþjónustunni á dymbildögum þegar slökkt var á stórum kertastjökum með sérstakri viðhöfn. Við siðaskiptin hurfu tréskellurnar vitaskuld með öllu, en ljósastjakarnir hljóta að hafa verið nýttir eftir sem áður, hvort sem haldið var áfram að slökkva á þeim eftir gömlum kúnstarinnar reglum eður ei. Það er því engan veginn útilokað að nafnið dymbill hafi færst af tréskellum yfir á ljósastjaka. (bls. 635)
Heimildir:
  • Árni Björnsson. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning, 2000.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1995.

Matur á pinnum ... smá ömmuráð

pinnar

Þegar börnin eru matvönd er stundum gott að skera niður matinn í bita og setja á pinna. Þeim finnst spennandi að borða af pinnanum og úða kannski í sig heilum disk af kjötinu og/eða grænmetinu sem þau þvertóku fyrir að borða áður...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband