Færsluflokkur: Bloggar

Svalasta parið í Selásnum... ?

Já sum pör eru "hot" .. en í morgun komst ég að því að ég er "cool" eða a.m.k. köld og stirð ... Tryggvi (með 18.5% fituprósentu)  kom með þessa líka súrealísku hugmynd að fara út að hlaupa. Shocking .. Ég (með 32,9% fituprósentu) þurfti langan umhugsunarfrest, en tók á honum stóra mínum og sagði "já" og kom þar með sjálfri mér verulega á óvart.

Liðleikinn í morgunsárið var ekki meiri en svo að ég ætlaði ekki að hafa það af að reima skóna. Svo var ég að hugsa um að hætta við þar sem ég fann ekki fínu svörtu innsniðnu flíspeysuna mína sem ég keypti í Rúmfó fyrir einhverjum mánuðum síðan. Ástæðurnar fyrir "viðhættu"  rúlluðu fyrir augum mér... en þá þurftu 18,5 prósentin endilega að lána mér sína fínu (ekki Rúmfó) sem ég gaf honum í jólagjöf.

Út í fagran morguninn var trimmað, hægt en örugglega og létt á fæti niður í móti.. tókum svo hægri snú í átt að sundlauginni og móðir, kona, meyja var farinn að mása svolítið, en þegar önnur hægri beygjan var að baki var leiðin upp á við og þá fór fýsibelgurinn fyrst að hljóma. Þá var ég svo heppin að önnur reimin losnaði á skónum og ég þurfti að reima, svo ég fékk stund til að anda.

Heim komst ég - hálfdauð úr þorsta, móð og másandi. Þessi hlaup tóku heilar 5 mínútur LoL .. svo eitthvað vantar á dagsformið, en til að setja kirsuberið á toppinn tók mín fimm armbeygjur á stofugólfinu, að vísu mjög svo kvenlegar (á hnjánum) .. hef aldrei verið sérlega handsterk.

Á morgun bæti ég kannski við hundrað húllahringjum.

Jæja, þetta er fyrsta skrefið að maraþoninu ... eða þannig. Gamanaðessu og góðan dag! Grin


mbl.is Heitasta parið vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm vasaklúta bíómyndir ... grátið í kór..

Samtal milli mín og dóttur minnar:

 "Var þetta góð mynd sem þú tókst á videóleigunni í gær?" 

"Já, svakalega góð, ég grét alveg úr mér augun."

"Var hún alveg fimm vasaklúta?"

"Tja.. a.m.k. svona þriggja" .. Crying

--

Fyrsta myndin sem ég man eftir að hafa grátið mig hása yfir var ,,Soldier Blue" en þar var General Custer að brytja niður Indjána. Síðan eru myndir eins og "La Vite e Belle" og "Das Leben des Anderen" ..(man ekki alveg hvernig þetta er skrifað).. 

Einhverjar væmnari myndir má telja upp eins og E.T. og My Girl, horfði á það með börnunum mínum þegar þau voru lítil og það var grátið í kór LoL ... 

Man eftir svakalegri mynd, sem var sýnd í Háskólabíói þar sem móðir var að deyja úr krabbameini og var að koma börnunum sínum tíu talsins fyrir, minnir að Sally Fields hafi leikið mömmuna - þar var sérstaklega auglýst að taka þyrfti með sér tissjú eða vasaklúta...

Nú væri gaman að vita hvort að þið ættuð einhverjar uppáhalds fimm vasaklúta myndir - eða jafnvel bara tveggja...


Hef verið "ókunnuga konan" ..

Fyrir mörgum árum var ég að koma heim til mín í Garðabænum og sá þá tvær stelpur, örugglega ekki eldri en átta ára, fjúka þar um götur. þ.e.a.s. þær voru á heimleið úr skóla í ofsaroki og rigningu og voru í vandræðum orðnar rennandi votar.

Ég hugsaði mig um, ekki lengi, en stöðvaði bílinn hjá þeim og sagðist vilja skutla þeim heim. En það íróníska var - að um leið og ég sagði það sagði ég "en svo eigið þið alls ekki að þiggja far hjá ókunnugum, sérstaklega mönnum" .. Já, það sagði ég. Þær voru mjög þakklátar fyrir farið og ég ítrekaði varnaðarorð mín þegar ég kvaddi þær. Þetta var allt hálf öfugsnúið. Sorglegt ef við (eðlilegar konur og karlar) getum ekki hjálpað börnum (náunganum) í neyð, vegna þess að það eru ,,perrar" þarna úti sem skemma fyrir slíku.

Ég sagði við litlu dömurnar, "sérstaklega mönnum" .. og kannski eru það fordómar í mér, en ég hef nú bara aldrei heyrt um að konur séu keyrandi um að leita á börn, ne að flassa. Upplýsið mig endilega ef slík dæmi hafa verið í fréttum.


mbl.is Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frænka eða frændi ?

Ég var að uppgötva nýjan frænda hér á blogginu, en amma mín Charlotta Kristjana Jónsdóttir og afi hans Carl Emil Ole Möller Jónsson voru alsystkin.

En ég á fleiri ættmenni hér á Moggabloggi:

Fyrst eru það dæturnar:

Eva Lind - sem er nú svolítið dugleg að blogga og reddaði sér stærðfræðihjálp nýlega á blogginu!

Jóhanna Vala - sem er bara hætt að blogga hér, en komin með læsta síðu annars staðar.

Lotta systir - hún bloggar nú afskaplega sjaldan núorðið.

Ingibjörg Elsa - en pabbar okkar eru bræður. (Eða segir maður ,,voru" þegar báðir eru látnir?)

Vilhjálmur - mamma hans og pabbi minn systkini.

Emil H. - er svo ,,nýi" frændinn ..

kannski finn ég fleiri skyldmenni síðar ! .. Gefðu þig endilega fram ef þú ert frænka mín eða frændi! .. SmileCool .. ef það er í föðurætt er næstum víst að þú notir gleraugu, linsur eða hafir farið í lazeraðgerð á augum...

p.s. Róslín - hef ekki gleymt þér, við erum andlegar frænkur, það telst víst ekki! LoL


Þessari sýningu vil ég ekki missa af ...

Ég mæli einnig með bíómyndinni sem gerð var um líf Fridu Kahlo. Hún er í sterkum litum og full af ástríðu. Hún snertir alla skala tilfinningaregnbogans. Ekki veitir af litum inn í haustveðrið hér á Fróni.

 


mbl.is Frida í fyrsta sinn á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki" ...

Ég var svo lánsöm að fá að hlýða á Herra Sigurbjörn Einarsson flytja fyrirlestur fyrir okkur í V. stofu guðfræðileidlar H.Í. fyrir u.þ.b. sex árum síðan.  Hann sat við borðsendann, ljómandi í allri sinni auðmýkt, en hann hafði mjög sérstaka og hlýja nærveru. Sigurbjörn miðlaði okkur m.a. af reynslu sinni í að koma fram og flytja hugvekjur og prédikanir.

Það eru nokkur atriði sem sitja fastast í mér og ég hef oft vitnað í:

Eitt atriðið sem hann talaði um að ekkert væri nýtt undir sólinni, og átti þá við að við ættum að vera dugleg við að nýta okkur það sem áður hefði verið skrifað. Við þyrftum ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.

Mér datt þessi setning líka í hug ,,ekkert er nýtt undir sólinni" þegar ég var í kennsluréttindanámi fyrir tveimur árum síðan og við fórum að læra um fjölgreindarkenningu Howards Gardner. Fjölgreindarkenningin snýst um það að við erum missterk á svellinu, einn er með mikla umhverfisgreind og annar er með mikla samskiptagreind o.s.frv.

Þessar greindir skiptast í:

  • Rök- og stærðfræðigreind

  • Rýmisgreind

  • Líkams- og hreyfigreind

  • Tónlistargreind

  • Samskiptagreind

  • Sjálfsþekkingargreind

  • Umhverfisgreind

Í Biblíunni (Fyrra Korintubréfi)  talar Páll postuli um gáfur andans. Þar má alveg eins tala um greindir andans. Þeim er ekki skipt upp á sama hátt og hjá Gardner, en vissulega er þeim skipt upp og þarna er verið að ræða sama hlutinn. Þ.e.a.s. að við erum misjöfn og með misjafnlega sterk greindarsvið.

Þar stendur m.a. (slitið í sundur af mér)

"Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami, og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami, og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum. Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er.

  • Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki,
  • öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda.
  • Hinn sami andi veitir einum trú,
  • öðrum lækningagáfu
  • og öðrum kraft til að framkvæma undur.
  • Einn fær spádómsgáfu,
  • annar hæfileika að greina anda,
  • einn að tala tungum
  • og annar að útleggja tungutal.

"En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni."

Fyrir mér þýðir það að þó mismunur sé á okkur,  - þá er það ekki okkur sjálfum að þakka, heldur eru gáfur okkar gjöf sem við þiggjum og þurfum að fara vel með.

Enda er ernska orðið ,,gift" eða gáfur líka notað um gjöf.

Ég tel að Sigurbirni  hafi m.a. verið gefið að mæla af speki, það fundum við sem hlýddum á.

Það er gott fyrir hverja og eina manneskju að hugleiða hvaða gjafir hún hefur hlotið í vöggugjöf og hvernig þær hafa verið nýttar til góðs, getum við kannski nýtt þær betur ?

Blessuð sé minning Sigurbjörns Einarssonar.

 


mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólympíufarar koma með Guðríði Þorbjarnardóttur ..

Sótti Mána í leikskólann og bauð honum í bæinn að horfa á handboltamennina, en hann sagði - ,,amma, nei ég vil fara heim til þín." .. Sáum flugvélar og þyrlur á heimleiðinni - og erum núna að horfa á allt heila gillið í sjónvarpinu. Flugfreyjur og flugmenn og/eða þjónar standa heiðursvörð og rauður dregill.

Guðmundur kemur fystur, svo kemur Óli og allt gengið á efti. Allir í ljósbláum bolum með medalíur um hálsinn. Var annars að hugsa þegar vélin fór í ,,low-passið" og ,,púllaði" upp aftur hvað eitt svona ,,low pass" kostar aukalega í eldsneyti (það er bara smáborgara-og smásálarhátturinn í mér). Eða kannski hin hagsýna húsmóðir!

... held áfram að lýsa í athugasemdum, komið endilega með! .. LoL


mbl.is Landsliðið komið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talandi um gull og Kína ... GETRAUN FYRIR BLOGGARA (að vísu hvorki gull né silfur í verðlaun, aðeins heiðurinn).

Ólafur Ragnar.Wen

Eru þessir tveir ekki bara svolítið líkir ? ...

Getraun: Hver er maðurinn til hægri á myndinni ?

 


mbl.is Dýr voru Ólympíugull Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóratvífarar .....

 

Vilhjálmur 

Gamli góði Villi                              Mr. Wilson úr Denna Dæmalausa! ...

  

Dagur B. Eggertsson               Sam Shepard

 

 

 ellen

Hanna Birna                              Ellen Degeneres

 Ólafur F.Napóleón

Ólafur F                                 Napóleon

Hverjir eru mestu tvífararnir ???...


Grátum saman ..

Ég er er sérlega ánægð yfir þessum óheftu tilfinningum sem ,,strákarnir okkar"  sýndu á Ólympíuleikunum. Stórir strákar hágrétu fyrir framan myndavélarnar. Þetta er spor í rétta átt. Innibyrgðar tilfinningar geta verið hættulegar og gosið þegar síst skyldi, tár sem eru fryst verða að ís og það er miklu erfiðara að losa um ísinn en heit tárin ... stíflum ekki tárin né frystum, grátum saman, hvort sem það eru gleði eða sorgartár  ... skjúsmí hvað ég er væmin, það er bara ég ...


mbl.is Ekið á vagni niður Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband