Færsluflokkur: Bloggar

Fjölbreytt fjölskyldumynstur ...

Ég sótti Mánann minn í leikskólann í gær, við eigum oft ágætis samtöl á leiðinni heim, en þetta í gær var eitt af þeim:

Máni: "Amma, hvað heitir afi hans Klemensar" (sonar Tryggva).

Amma: "Hann heitir Agnar" ..

Máni: "En hvað heitir Birna hans Klemensar" ...

Amma: Shocking  ?????  

Máni: Woundering ....

Amma var svo treg að hún skildi ekki spurninguna fyrr en nokkrum mínútum síðar, þegar Máninn var orðinn létt pirraður vegna vöntunar á svari, en þá fattaði amma að Máni þekkir ekki ömmu og afa saman, heldur bara ömmu og Tryggvi eða afa og Birnu.

Svo það liggur í hlutarins eðli að hinir krakkarnir hljóti að eiga einhverja Birnu og líka kannski einhvern Tryggva! LoL ....

 

Amma mín og kærastinn,
í Kleifarási búa,
Þau sækja mig í skólann minn
en afi er út' að fljúga...

11.september 2008 006

Einn sem var þreyttur eftir leikskólann í gær  .....

 


Í tilefni dagsins...

.....


Hver er maðurinn ? (sem mælir kristindóm annarra kristinna)

Lag: konan sem kyndir ofninn.  

Hver vafrar hér um bloggið
með tommustokkinn sinn
og metur trúskap minn
Það er hann __________ 
með mælikvarðann sinn ... 

Hann angrar marga hér
ei samkynhneigð umber
hann fer í taugar mér
böggar þig á blogginu
biður síðan fyrir þér....

... Cool .... Coffe-brake out....

just in case: svívirðingar ekki leyfðar...


Eva Cassidy með mér í umferðinni...

Þegar ég gekk út úr hjónabandi fyrir fimm árum síðan, gerðist ég einsetukona og bóhem í miðbænum, að vísu í stuttan tíma. Ég eignaðist disk með Evu Cassidy og hlustaði á hann tímunum saman. Sérstaklega fyrsta lagið, Fields of Gold.. 

Ég var með þennan disk í bílnum í morgun og spilaði lagið fimm sinnum á leiðinni í vinnuna, og söng hástöfum með, með miklum dramatilþrifum.

Þetta lag í flutningi Evu er eitthvað sem snertir mig að dýpstu hjartarótum! Kissing

 

Fields Of Gold.


You’ll remember me when the west wind moves
Among the fields of barley
You can tell the sun in his jealous sky
When we walked in fields of gold

So she took her love for to gaze a while
Among the fields of barley
In his arms she fell as her hair came down
Among the fields of gold

Will you stay with me will you be my love
Among the fields of barley
And you can tell the sun in his jealous sky
When we walked in fields of gold

I never made promises lightly
There have been some that I’ve broken
But I swear in the days still left
We’ll walk in fields of gold
We’ll walk in fields of gold

I never made promises lightly
There have been some that I’ve broken
But I swear in the days still left
We’ll walk in fields of gold
We’ll walk in fields of gold

Many years have passed since those summer days
Among the fields of barley
See the children run as the sun goes down
As you lie in fields of gold

You’ll remember me when the west wind moves
Among the fields of barley
You can tell the sun in his jealous sky
When we walked in fields of gold
When we walked in fields of gold
When we walked in fields of gold

 Knús og krams Heart


 

 


I love Oprah! ....

Mér finnst þetta flott ákvörðun hjá Opruh. Auðvitað ræður hún við hverja hún talar. Þetta er hennar þáttur. Oprah er ekki öfgamanneskja eins og Palin og stundum líður manni bara illa í nærveru slíks fólks brrrrr...Undecided ...

Oprah hefði sjálf átt að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna.

 


mbl.is Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóga á leiðinni í Rope-Yoga ...

Helgin mín var eindæmum róleg framan af.  Á laugardagskvöldið fór ég að finna fyrir haust-hálsbólgu og hausverk og lá í rúminu á sunnudag. Var búin að kaupa miða fyrir mig og Evu á Dark Knight Sing-A-Long, eða þannig (auðvitað MammaMia LoL).. og gat fyrir enga muni hugsað mér að sleppa því, þrátt fyrir fortölur makans,  dópaði mig upp og mætti svo spræk á svæðið - á 3. bekk fyrir miðju. Verð að viðurkenna að ákveðinn nýuppgötvaður hrollur þjóðarinnar, sem gengur undir nafninu "kjánahrollur" hafi aðeins læðst upp eftir bakinu á mér í upphafi, í pökkuðum þúsund manna sal, þar sem mennirnir voru að vísu í meirihluta konur.

Jæja, í upphafi sýningar var kynnt að 10 heppnar konur fengju gjafakort = árskort í nýtt heilsusetur í Faxafeni 14 (ég vinn í Faxafeni 10).. að andvirði 43 þúsund tæpar. Þar er aðallega kennt Rope-Yoga!!!... og má lesa allt um það hér, og hér fyrir neðan - ekkert smá spennandi!

Ein af þessum 10 konum var svo ég, við lok sýningar kom kona og rétti mér bara gjafakort í poka, ég skammaðist mín pinku og fór að pæla hvort að ég hefði verið eitthvað of áberandi í söngnum og lifað mig full mikið inn í Meryl Streep, bæði í gleði og sorg. Blush

Kannski losna ég við reglulega hálsbólgu ef ég fer að stunda RópJógað, segi ykkur örugglega frá því þegar ég byrja! Á að vera í bælinu núna - og hvíla mig svo ég sé spræk að vinna á morgun. Náði ekki að syngja úr mér aumingjaganginn í gærkvöldi og íbúfenið dugir bara takmarkað. Undecided

 

1. þrep - AÐ VAKNA TIL VITUNDAR
Hvaða lærðu venjur hefur þú búið til, meðvitað eða ómeðvitað, þegar kemur að hugsunum, tilfinningum eða gjörðum? Hvaða hugmyndir hefur þú um sjálfan þig, um aðra eða um heiminn? Bara það að vera meðvitaður um hver þú ert, hugmyndir þínar eða venjur er sannarlega gott upphaf. Ef við erum ekki vakandi, þá getum við ekki valið viðbragð, heldur einungis brugðist við á tiltekinn hátt. Aðeins þeir sem eru vakandi eiga möguleika á að velja viðeigandi viðbrögð.


2. þrep - AÐ VERA ÁBYRG(UR)
Það er mikilvægt að vita hvernig maður á að bregðast við. Þegar þú velur viðbragð þá gerirðu það ekki lengur af áráttu eða af gömlum vana. Í staðinn ertu fær um að skipuleggja eigin hugsanir og stýra orku þinni í réttan farveg. Þú getur haft áhrif á framtíð þína og þrár. Taktu fulla ábyrgð á sjálfri þér/sjálfum þér og vertu skapari þinna eigin örlaga.


3. þrep - ÁSETNINGUR ÞINN

Fyrst verðum við að ákveða hvað við viljum og ágirnumst og síðan að setja okkur markmið sem við trúum á af heilindum. Ímyndaðu þér markmið þín í huganum, til síðasta smáatriðis, eins og þeim hafi þegar verið náð. Þannig skapar þú þína eigin framtíð; með ásetningi og tilgangi. Þegar þú kemur skipulagi á eigin hugsanir og beinir þeim í ákveðinn farveg, þá ertu að velja viðbragð og taka ábyrgð.
                         Þannig skapar þú þín eigin örlög.

 

 

4. þrep - TRÚFESTA

Um leið og við einbeitum okkur algerlega að ætlunarverkinu höfum við gert samning við hið heilaga. Á því augnabliki tekur alheimurinn okkur alvarlega og byrjar að vinna með okkur. Þegar þú lofar einhverju þá ertu ekki aðeins að skuldbinda sjálfan þig og aðra, heldur einnig að tengjast því heilaga, sameinast eigin orkulindum og bæta tengingu þína við alla þá sem þú  átt samskipti við.


5. þrep - AÐ LEYFA FRAMGANG
Skuldbinding þín endurspeglast í aðgerðum þínum, sem er fimmta þrepið. Daglegar gjörðir auka skuldbindinguna og færa þig nær settum markmiðum. Markmið þín og ásetningur eru vegvísar þínir. Þú þarft að sjálfsögðu að halda réttri stefnu og aðlaga þig að mismunandi aðstæðum á ferðalaginu. Með því að vera hjálpleg erum við um leið verðug og móttækileg. Þannig er hringrás uppljómunar og sköpunar tryggð. Fylltu líf þitt og annarra með orku, örlæti,
                          góðmennsku og  samúð.


6. þrep - INNSÆI

ISmám saman förum við að sjá hlutina eins og þeir raunverulega eru. Svo framarlega sem þú staðfestir og endurtekur bæði skuldbindingar þínar og ásetning, þá skaparðu aðstæður og tækifæri sem hjálpa þér að vaxa og læra. Þegar þú ferð í gegnum fyrstu fimm þrepin getur verið að innsæi birtist þér í ýmsum myndum sem hafa áhrif á markmið þín og aðgerðir. Ekki loka á slíkar tilfinningar, heldur taktu þeim opnum örmum.                          Með þessu móti færðu tækifæri til sjálfsskoðunar en hafnar
                         um leið bælingu, sjálfsafneitun og því að yfirgefa og
                         svíkja sjálfa(n) þig í hvert skipti sem á móti blæs.
                         Þú þarft ekki lengur að veita viðnáminu viðnám.

 

7. þrep - ÞAKKLÆTI

Þegar við lifum í sífelldu þakklæti og njótum okkar sjálfs, óháð öðru eða öðrum, þá erum við uppljómuð. Þetta sjöunda og síðasta þrep er því takmark okkar allra. Að vera uppljómaður þýðir í raun að þú ert ljósið, hinn heilagi guðlegi kjarni sköpunarinnar. Með þá vitneskju lifir þú í augnablikinu og lætur ljós

 


Fólk í stað flokka?

Ætli það sé vit í því að bylta hér þessu flokkasystemi og stilla upp eingöngu einmenningsframboðum ... eða hvað sem það nú heitir.

Hvaða stjórnálamönnum/konum treystum við helst og hvernig ætli þeir/þær myndu starfa saman? ...

Eruð þið með einhverja/r uppáhalds, sem koma strax í hugann?

... hmmm....

 


FRELSI EÐA HELSI ....

  • Ég hef frelsi til að reykja ... (að vísu ekki allsstaðar)  
  • Ég hef frelsi til að borða sykur og feitan mat .....
  • Ég hef frelsi til að drekka áfengi...

Langanir eru ekki alltaf skynsamar eða gáfulegar, heldur þveröfugt:

Hversu frjáls erum við alltof feitum líkama sem jafnvel ber okkur ekki lengur, eða hindrar okkur í daglegum athöfnum, hversu frjáls erum við þegar við erum orðin veik af reykingum, eða við erum lokuð úti af ákveðnum svæðum vegna reykinganna okkar?

Ef ég borða of mikið, ef ég reyki of mikið eða drekk of mikið eða þetta allt,  getur verið að ég sé að loka á aðrar langanir og með því að hefta eigið frelsi  t.d. að ganga á fjöll eða hlaupa ? 

Erum við ekki fyrst frjáls þegar við ráðum við langanir okkar, þegar við höfum frelsi frá löngunum sem eru okkur óhollar og getum uppfyllt langanir sem eru okkur hollar?

Það er gaman þegar etið er í hófi, þegar drukkið er í hófi, það getur leitt til þess að við verðum glöð, en át og drykkja getur leitt til þess að við verðum alls ekki glöð, heldur mjög "óglöð."

 ...  LIFUM FRJÁLS  ....


SKÓLI ER SKEMMTILEGUR ..... blandaður með rauðu og gulu = appelsínugulu...

Við erum með appelsínugulan þemadag í dag ... en appelsínugulur er litur gleðinnar og sköpunar og það er ekki slæmt að hræra honum vel við námið. Nemendur og starfsfólk taka þátt í þessu appelsínu-æði og það er ekki laust við að hér sé búið að brosa mikið í morgun.

Hraðbraut_appelsínugulur dagur 2008 008
Sá sem liggur hér fremstur er í fermingarfötum frænku sinnar...LoL
Hraðbraut_appelsínugulur dagur 2008 011
Appelsínugul stærðfræðikennsla ....
Hraðbraut_appelsínugulur dagur 2008 034
Appelsínugulur aðstoðarskólastjóri (mynd sem systir mín teiknaði af mér þegar ég varð fertug)
Hraðbraut_appelsínugulur dagur 2008 019
Sumir fengu sér appelsínugular reimar í tilefni dagsins...
Hraðbraut_appelsínugulur dagur 2008 005
Brynjúlfur (starfsmaður)  fékk sér appelsínu í tilfefni dagsins ...
....orka, ástríða, sköpun og gleði í vinnuna/námið á hverjum degi kjútís Kissing ...

KLIKK ... ég meina klukk ..

Skottan hún Róslín LoL klukkaði mig og þar sem ég vil síst af öllu teljast félagsskítur þá hef ég ákveðið að taka við keflinu og gefa greinargóð svör við þessum klukkspurningum.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina ... þau eru miklu fleiri að vísu en:

0 Ritari hjá Icelandair, farmsöludeild (já, já, jólabolla og alles Wizard )
0 Titillaus hjá Innnes ehf, heildverslun (gerði allt nema skúra)
0 Sunnudagaskólastýra í Víðistaðakirkju ... Gleði, gleði, gleði ... Grin
0 Aðstoðarskólastýra  hjá Menntaskólanum Hraðbraut  and I Love it  ...

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á

0 Mamma Mia  (en ekki hvað????)
0 Bitter Moon  (ótrúlega sterk mynd um ást/hatur og mannlegt eðli)
0 Vera Drake (skylduáhorf fyrir alla, konur og kalla)
0 Horse Whisperer (bara eitthvað við hana)

Fjórir staðir sem ég hef búið á

0 Reykjavík (mörg heimili)
0 Hafnarfirði  (2 heimili)
0 Garðabæ (2 heimili)
0 ......

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

0 KLOVN  (fyndnasta ever í sjónvarpi)
0 American Idol  (er sucker fyrir söng og söngkeppnir)
0 Nýjasta tækni og vísindi (eru að vísu löngu hættir, en mér þótti það alltaf svaka skemmtilegt)
0 Simpson fjölskyldan ..

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

0 Rhodos (Grikkland)
0 Selva Val Gardena o.fl. (Ítalía)
0 Sanya (Kína)
0 Orlando (Florida/USA)

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

0 www.hradbraut.is (vinnustaðurinn)
0 www.kaupthing.is   (bankinn - fylgist vel með)
0 http://barnaland.is/barn/20344/   (dóttursonurinn)
0 www.mbl.is    (fylgist m/fréttum)

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

0 Humar  (m/ miklum hvítlauk hvítvín og kertaljós .. Tounge )
0 Lasagna (m/leynivopni sem er slurkur af rjóma í ostasósuna)
0 Kjúlli m/ sætum kartöflum og mangó
0 lax/silungaru m/salthnetum og lauk

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

0 Gróður í gjósti (A tree grows in Brooklyn) Ég var Fransý Nólan aðalsögupersónan.
0 The Power of Now (liggur á náttborðinu ásamt fleiri sjálfshjálparbókum)
0 Biblían  (sumir kaflar oft og sumir eiginlega aldrei)
0 Hús andanna  (Var búin að lesa hana einu sinni, fór svo á myndina og varð að lesa hana aftur til að hreinsa út hörmungina sem myndin var)

Fjórir bloggara sem ég klukka

Sko .. vonandi klukka ég ekki einhverja sem þegar hafa verið klukkaðir .. var að reyna að rekja þetta til baka of fann út að einhver klukkaði  ...

Tínu
Líney
Halldóru Birgis
Siggu Svavars 
sem klukkaði:
Guðlaugu
Gullu
Kötlu
Róslín
sem klukkaði:
Hallgerði
Millu 

Helguna

og

JóguMagg

sem klukkar hér með:   

Evu Lind

Sunnu Dóru

Ingibjörgu Margréti

Þórarin  Þ. Gíslason (Icekeiko)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband