Jóga á leiðinni í Rope-Yoga ...

Helgin mín var eindæmum róleg framan af.  Á laugardagskvöldið fór ég að finna fyrir haust-hálsbólgu og hausverk og lá í rúminu á sunnudag. Var búin að kaupa miða fyrir mig og Evu á Dark Knight Sing-A-Long, eða þannig (auðvitað MammaMia LoL).. og gat fyrir enga muni hugsað mér að sleppa því, þrátt fyrir fortölur makans,  dópaði mig upp og mætti svo spræk á svæðið - á 3. bekk fyrir miðju. Verð að viðurkenna að ákveðinn nýuppgötvaður hrollur þjóðarinnar, sem gengur undir nafninu "kjánahrollur" hafi aðeins læðst upp eftir bakinu á mér í upphafi, í pökkuðum þúsund manna sal, þar sem mennirnir voru að vísu í meirihluta konur.

Jæja, í upphafi sýningar var kynnt að 10 heppnar konur fengju gjafakort = árskort í nýtt heilsusetur í Faxafeni 14 (ég vinn í Faxafeni 10).. að andvirði 43 þúsund tæpar. Þar er aðallega kennt Rope-Yoga!!!... og má lesa allt um það hér, og hér fyrir neðan - ekkert smá spennandi!

Ein af þessum 10 konum var svo ég, við lok sýningar kom kona og rétti mér bara gjafakort í poka, ég skammaðist mín pinku og fór að pæla hvort að ég hefði verið eitthvað of áberandi í söngnum og lifað mig full mikið inn í Meryl Streep, bæði í gleði og sorg. Blush

Kannski losna ég við reglulega hálsbólgu ef ég fer að stunda RópJógað, segi ykkur örugglega frá því þegar ég byrja! Á að vera í bælinu núna - og hvíla mig svo ég sé spræk að vinna á morgun. Náði ekki að syngja úr mér aumingjaganginn í gærkvöldi og íbúfenið dugir bara takmarkað. Undecided

 

1. þrep - AÐ VAKNA TIL VITUNDAR
Hvaða lærðu venjur hefur þú búið til, meðvitað eða ómeðvitað, þegar kemur að hugsunum, tilfinningum eða gjörðum? Hvaða hugmyndir hefur þú um sjálfan þig, um aðra eða um heiminn? Bara það að vera meðvitaður um hver þú ert, hugmyndir þínar eða venjur er sannarlega gott upphaf. Ef við erum ekki vakandi, þá getum við ekki valið viðbragð, heldur einungis brugðist við á tiltekinn hátt. Aðeins þeir sem eru vakandi eiga möguleika á að velja viðeigandi viðbrögð.


2. þrep - AÐ VERA ÁBYRG(UR)
Það er mikilvægt að vita hvernig maður á að bregðast við. Þegar þú velur viðbragð þá gerirðu það ekki lengur af áráttu eða af gömlum vana. Í staðinn ertu fær um að skipuleggja eigin hugsanir og stýra orku þinni í réttan farveg. Þú getur haft áhrif á framtíð þína og þrár. Taktu fulla ábyrgð á sjálfri þér/sjálfum þér og vertu skapari þinna eigin örlaga.


3. þrep - ÁSETNINGUR ÞINN

Fyrst verðum við að ákveða hvað við viljum og ágirnumst og síðan að setja okkur markmið sem við trúum á af heilindum. Ímyndaðu þér markmið þín í huganum, til síðasta smáatriðis, eins og þeim hafi þegar verið náð. Þannig skapar þú þína eigin framtíð; með ásetningi og tilgangi. Þegar þú kemur skipulagi á eigin hugsanir og beinir þeim í ákveðinn farveg, þá ertu að velja viðbragð og taka ábyrgð.
                         Þannig skapar þú þín eigin örlög.

 

 

4. þrep - TRÚFESTA

Um leið og við einbeitum okkur algerlega að ætlunarverkinu höfum við gert samning við hið heilaga. Á því augnabliki tekur alheimurinn okkur alvarlega og byrjar að vinna með okkur. Þegar þú lofar einhverju þá ertu ekki aðeins að skuldbinda sjálfan þig og aðra, heldur einnig að tengjast því heilaga, sameinast eigin orkulindum og bæta tengingu þína við alla þá sem þú  átt samskipti við.


5. þrep - AÐ LEYFA FRAMGANG
Skuldbinding þín endurspeglast í aðgerðum þínum, sem er fimmta þrepið. Daglegar gjörðir auka skuldbindinguna og færa þig nær settum markmiðum. Markmið þín og ásetningur eru vegvísar þínir. Þú þarft að sjálfsögðu að halda réttri stefnu og aðlaga þig að mismunandi aðstæðum á ferðalaginu. Með því að vera hjálpleg erum við um leið verðug og móttækileg. Þannig er hringrás uppljómunar og sköpunar tryggð. Fylltu líf þitt og annarra með orku, örlæti,
                          góðmennsku og  samúð.


6. þrep - INNSÆI

ISmám saman förum við að sjá hlutina eins og þeir raunverulega eru. Svo framarlega sem þú staðfestir og endurtekur bæði skuldbindingar þínar og ásetning, þá skaparðu aðstæður og tækifæri sem hjálpa þér að vaxa og læra. Þegar þú ferð í gegnum fyrstu fimm þrepin getur verið að innsæi birtist þér í ýmsum myndum sem hafa áhrif á markmið þín og aðgerðir. Ekki loka á slíkar tilfinningar, heldur taktu þeim opnum örmum.                          Með þessu móti færðu tækifæri til sjálfsskoðunar en hafnar
                         um leið bælingu, sjálfsafneitun og því að yfirgefa og
                         svíkja sjálfa(n) þig í hvert skipti sem á móti blæs.
                         Þú þarft ekki lengur að veita viðnáminu viðnám.

 

7. þrep - ÞAKKLÆTI

Þegar við lifum í sífelldu þakklæti og njótum okkar sjálfs, óháð öðru eða öðrum, þá erum við uppljómuð. Þetta sjöunda og síðasta þrep er því takmark okkar allra. Að vera uppljómaður þýðir í raun að þú ert ljósið, hinn heilagi guðlegi kjarni sköpunarinnar. Með þá vitneskju lifir þú í augnablikinu og lætur ljós

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessi 7 skerf eru frábær og svo auðskilin, takk

Pé ess: Til hamingju með vinninginn

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: M

Til hamingju með vinninginn

M, 8.9.2008 kl. 10:29

3 identicon

Innilega til hamingju með vinninginn!

Og takk fyrir að deila þessum skrefum úr Rope Yoga spekinni með okkur, þau eru mjög góð.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju. Vonandi rífurðu úr þér hálsbólguna fljótt og vel. Hvítlaukur er lykilatriði í þeim bata. Helst saxaður út í sjóðandi vatn, ásamt engiferrót, hunangi og sítrónu.

Laufey B Waage, 8.9.2008 kl. 10:41

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir góðu konur - ég vona að ég verði dugleg að nota vinninginn! .. Er að sötra te Laufey - engiferteið er undrameðal.

Ég á eftir að stúdera þetta Rope Yoga dæmi, hélt að vísu í fyrstu að þetta væri bara pjúra leikfimi en ekkert andlegt fylgdi! Að vísu verndar leikfiminn heilann líka - svo hún er alltaf andleg líka... hmmm..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 10:58

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta.  Gangi þér vel í Rope Yoga tímunum.  En fyrst er að láta sér batna.   Batakveðja.

Ía Jóhannsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Jóga, ef og þegar ég flyt í bæinn, þá verðum við að fara saman í Hlátur-Yoga!

Er vinnustaðurinn þinn þá s.s. á móti 66° norður? Ég hefði nú þá bara átt að ganga þangað inn eins og enginn væri morgundagurinn og heilsa upp á þig. Ég lofa að gera það næst!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.9.2008 kl. 15:23

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rope yoga er æðislegt hef ekki prófað það sjálf, en dóttir mín hefur farið í það.
Takk fyrir þrepin, vert að minna mann á .
láttu þér batna og farðu vel með þig.
Laufey er með réttu formúluna fyrir þig, Ibúfen er bara eitur sem maður ætti ekki að taka nema út úr neið.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 16:13

9 Smámynd: Rannveig H

Til hamingju með yogavinningin,ég hef tröllatrú á þessari meðferð.

Rannveig H, 8.9.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband