Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 2. júní 2008
Cruise ekki svo slæmur ..
Hitti Cruise í London um helgina og eins og glöggir bloggarar og aðrir lesendur geta séð er exið hans hún Nicole eitthvað að pósa þarna fyrir aftan. Hrikalega flott kona! Hef ekki tíma í að segja ferðasögu núna þar sem ég þarf víst að vinna, en ,,more to come" ..
Eigið góðan dag!
Cruise með vefsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Hvað ef ?
....konan yrði ólétt 46 ára gömul? .. Amma mín eignaðist sitt yngsta barn 45 ára. Annað eins hefur gerst. Ég hef stundum hugsað þetta, en sú hugsun nær alveg aldrei til enda..enda á maður ekki að leggjast í allt of miklar pælingar yfir því sem gæti orðið..nóg hefur þessi kona að hugsa um annað og auðvitað eru hverfandi líkur með öllum því fína öryggi sem nú er boðið upp á.
Börnin þrjú var ég búin að eignast 24 ára, en svindlaði auðvitað svolítið í seinna skiptið þegar komu tvö í einu (eins og hjá stjörnunum). Svo "á" ég eina tá í einum fimm ára, og margar tær í ömmustrák ef ekki heilan fót.
Til að forðast misskilning þá "eigum" við ekkert börnin okkar, þau eru í okkar umsjón og í raun öll börn jarðarinnar. Ætla ekki að fara út í þá sálma hér.
Aðstæður fólks eru stundum þannig að barni er ekki bjóðandi í þennan heim. Börnin þurfa að vera velkomin. Því tel ég rétt að fylgja fóstureyðingum af félagslegum ástæðum. Inngrip mannsins eru nú þegar orðin svo mikil í náttúruna og ég tel þetta bara hluta af þeim.
---
Út úr dramanu hér að ofan. I am leaving on a jet plane, don´t know when I´ll be back again".. sem er ekki alveg satt, kem á sunnudag.
Farið vel með ykkur kæru vinir, vandamenn, bloggvinir og vandalausir ...
Love is in the air..
Elstu og yngstu í fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Þeir sem aldrei gera neitt og sitja með hendur í skauti gera heldur aldrei mistök ...
Mér finnst þetta nú ekki stór ,,synd" hjá manninum .. og svo ég vitni í ,,stórvinkonu" mína Tammy Wynette, ,,after all he´s just a MAN" ...
Hægt að sjá hana syngja þetta hér vonandi ef ég kann á þetta!
Obama gerði mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Dýrðardagur á Keili
Þvílíkur dagur sem ég er búin að eiga í dag! Fyrst var það að endurheimta ,,börnin" með morgunfluginu frá Orlando og fá að knúsa þau fast og síðan var það heilmikil Keilisganga með ,,börnunum" úr Hraðbrautinni, sem tók að vísu lungað úr deginum! .. Við heimkomu um 18:30 biðu svo Máni og Henrik, síðan komu Vala, þá Bíbí og Tryggvi yngri og grilluðum gott - endaði svo í heitum potti til að ná úr mér strengjunum eftir Keili!
Fyrsta stoppið ..
Liðið mitt á röltinu og Keilir í fjarska - en við fórum ekki alveg hefðbundna leið...
Komin næstum að fjallsrótum, en gangan að þeim er býsna drjúg..
Þá er haldið upp í mót og þessi snót var svona að hugsa um að gefast upp en svo sagði hún mér að mamma hennar myndi stríða henni ef hún færi ekki alla leið á toppinn svo hún lét sig hafa það.. góð mammennar!
"Sú gamla" komst veðurbarin á toppinn og skráði í Gestabók, Hraðbraut tveimur árum á undan á toppinn!
Ekki má gleyma ,,þeim gamla" - aðstoðarleiðsögumanninum, aðalmyndasmiðnum
What goes up must come down.. og þarna erum við á niðurleið ..
Liðið mitt eins og útflattur fiskur eftir gönguna ..
Við komum öll heil af fjalli og það er það sem skiptir máli, en því miður fór ekki eins vel fyrir rútunni okkar því að bílstjórinn hafði verið að snúa henni og festi rútuna svo kalla þurfti á aðra rútu úr bænum til að sækja okkur! ..
Er núna orðin býsna lúin og búin og líklegast best að fara að hvíla lúin bein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Þegar húmorinn er ekki fyndinn lengur ..
Það er heilmikill húmor í Guði - enda erum við sköpuð í Guðs mynd, hluti af Guði og húmorinn hlýtur að vera hluti af þessari mynd okkar. Húmor er til í alls konar mynd, mjúkri mynd og grimmri mynd og hann getur verið beittastur allra vopna.
Fólk tileinkar sér ýmis lífsgildi úr trúarbrögðum og t.d. kristið fólk mikla virðingu fyrir Jesú Kristi og boðskap hans. Það getur því sært viðkomandi sem kallar sig kristinn ef að háðið verður of beitt. Við þolum öll eða flest t.d. myndir eins og Life of Brian og margir Jesúbrandarar eru sagðir, en þegar farið er að draga mynd Krists í svaðið og tala um að skeina sig á Biblíunni, eins og ég hef lesið hér á blogginu, tja..mér finnst það eiginlega ekki húmor lengur og eiginlega bara óvirðing við lífsskoðanir fólks.
Þá er ekki lengur verið að hæða trúarbrögð heldur fólkið sem ástundar trúarbrögðin.
Megum hæða trúarbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 24. maí 2008
2 x 7 = 14. sætið ..
Mér heyrðist Sigmar segja að við hefðum lent í 14. sæti og ég spáði 7. sæti svo það var svona næsti bær við eða þannig.
Vorum með íslensk-danska Eurovisionhátíð hér heima, alveg míníhátíð, aðeins Henrik Svigeson og Máni dóttursonur, Tryggvarnir tveir og svo bréfritari. Flögguðum þó bæði íslenska og danska fánanum og vorum með snakk, salsa, popp og svo súkkulaði fyrir karlpeninginn. Ég lifi enn mínu mínus sykur lífi. Langaði þó mikið í súkkulaði þegar ég sá að Íslendingar voru ekki að vinna eða þannig. Fórum líka í stúdentsveislu til Önnu Siggu frænku Tryggva í dag, þar var voða fín veisla. Á meðan voru þeir ungu sveinarnir geymdir í heita pottinum, hehe - að vísu í umsjón svigesonarins.
Popp, löggunáttföt og íslenskir fánar ... ómissandi blanda fyrir Eurovision!
Henrik Svigeson og Máni dilla sér við danska lagið - með danska fánann ,,All night long"..
Rússar unnu Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 24. maí 2008
Sænska plastdúkkan
Fannst hún algjört Bimbó þá í bleika gallanum sínum með nælonsokkafóðri sem náði upp í háls. En nú virðist nælonsokkurinn vera hertur yfir hausinn á Charlotte Perelli svo stíf er hún í framan. ...
Charlotte 1999 og 2008 ... Ég á ekki von á að þessi elska lesi bloggið mitt né hennar skyldfólk, en auðvitað er ekki rétt að gera svona grín að útliti fólks ..... hún hefði bara átt að fá 2. sætið en ekki 1. þá hefði ég látið hana vera.... .. Annars höfðar þetta nælonsokks-eða þvottaklemmulúkk* örugglega til margra..
*Heyrði einhvern góðan mann segja að það væri búið að strekkja hana að aftan með þvottaklemmu!
Áfram Regína og Friðrik Ómar - spá þeim 7. sætinu! ... (enda bjartsýn að eðlisfari)Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 23. maí 2008
La, la, la, la, (this is my) life goes on ...
Í morgun fór ég í vinnuna með fullan haus af kvefi og það virðist nú bara magnast ef eitthvað er.
Fékk að fara úr vinnunni um hádegið því að útförin hans Björns frænda míns fór fram í dag kl. 13:00, frá Dómkirkjunni. Hún var mjög virðuleg og falleg, bæði biskupinn og sr. Hjálmar Jónsson sáu um helgihald. Önnur útför fór fram í dag, en það var útförin hennar frænku minnar í Bandaríkjunum. Eva Lind fór sem fulltrúi fjölskyldunnar og tók frændfólk okkar henni fagnandi og var þakklátt.
Blessuð sé minning þeirra beggja ... bikar minn er eiginlega barmafullur þetta árið, en í janúar sl. missti ég bestu vinkonu mína úr krabbameini. Vonum að það sé í gildi að allt sé þegar þrennt er.
Í kvöld fór ég svo í allt annan gír, eða Eurovision gírinn - en við vorum boðin til vinafólks og var það notalegt að gleyma sér yfir því. Var ánægð fyrir hönd Regínu og Friðriks Ómars og Íslendinga allra að við náðum í úrslitakeppnina.
Lífið heldur áfram. Njótum okkar nánustu meðan við höfum þau í kringum okkur. Látum ekki smámálin verða að stórmálum, það skiptir engu máli hvernig fólk kreystir tannkremstúpur....
Eigið góða nótt og góðan morgundag
Ákváðum að mæta skrautleg í Júróvisjónstíl til að hvetja "okkar fólk" ...
Fylgst með sjónvarpinu, Ólöf Ásta kíkir á myndasmiðinn...
Kannski lélegi söngvarinn með síða hárið sé að syngja þarna ...
"Flokkurinn" fagnar Svo þarf að nærast!
La, la, la, la, life goes on...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Obb, obb, obb.. Eva mín var í þessari vél!
Sit hér og glápi á amerískt Idol langt fram á nótt, er ekki búin að heyra í Evu minni en hún er á leiðinni til Cleveland Ohio í kvöld en fór einmitt með vélinni til Toronto og fer þaðan til Cleveland.
Er búin að klára tvo tissjúpakka í kvöld, er með KVEFIÐ 2008. Ætla ekki að fá slíkt aftur, atsjú... þetta ár. Verð að vera í lagi á morgun...af ýmsum ástæðum.
Jæja, hver skyldi vinna Idolið ? ... kemur í ljós fljótlega!
Áreitti farþega á leið til Toronto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Flóttafólk ..
Alllar velviljandi manneskjur á þessum hnetti hljóta að villja náunganum vel.
Lögvitringur spurði Jesú Krist: Hver er náungi minn?
Í framhaldi af því sagði Jesús honum söguna af miskunnsama Samverjanum sem ég held að við þekkjum öll og er sú saga að mínu mati kjarninn í kristnum siðferðisboðskap. Prestur og Levíti höfðu gengið fram hjá særðum manni án þess að koma honum til hjálpar, en það var Samverjinn sem hlúði að honum og kom honum í húsaskjól.
Það er því samkvæmt kristilegu siðgæði sem okkur er skylt (og ætti að vera ljúft) að annast náunga okkar hver sem hann er. Auk þess talaði Jesús um það að hvað sem við gerðum fyrir hans minnsta bróður gerðum við honum.
Þetta er svo falleg hugmynd og miðað við kristilegt siðgæði ættum við Íslendingar að opna landið okkar og bjóða ekki bara 30 flóttamenn, ekki 300 flóttamenn heldur alla flóttamenn velkomna til okkar, hvort sem er á Akranes eða önnur nes, firði eða víkur landsins.
En gengur þessi fallega hugmyndafræði upp? Eru einhverjir fræðingar búnir að reikna út hversu mörgum við gætum mögulega tekið við? Hvað ef mun fleiri fara að banka á dyrnar?
Það sem sjórnvöld þurfa að setja fram er stefna og markmið varðandi innflytjendur annars vegar og flóttafólk hins vegar. Er til stefna sem segir hversu mörgum við höfum bolmagn til að taka á móti eða eru engin mörk? Hvenær er ,,skemmtistaðurinn" Ísland orðinn fullur? Er eðlilegt að hafa dyraverði með teljara við dyrnar?
Þurfum við ekki að fara að horfast í augu við það að einhvern daginn verðum við ekki ,,hreinræktuð" ...sjálf erum við jú komin af flóttafólki.
Mér finnst við þurfa að ræða þetta án fordóma og án persónulegs skítkasts. Hér á blogginu er gott að geta hugsað upphátt og fengið ,,feedback" eða endurgjöf eins og það heitir á móðurmálinu án þess að einhver missi sig í nafnaköllum.
Ég er að sjálfsögðu fylgjandi því að taka á móti flóttafólki, en skil áhyggjur þeirra sem setja fyrirvara og vilja vanda móttökur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)