Færsluflokkur: Bloggar

Vanræksla barna .. fussumsvei, já fussumsvei... Soffíu frænku blogg..

Ég er lasin heima með ,,sumarhálsbólgu" búin að sofa zzz, búin að vinna smá, eða eiginlega slatta og á eftir að vinna meira .. er alltaf með samviskubit ef ég mæti ekki í vinnuna þó ég sé lasin.. Shocking og svo var að lesa í einhverju pappírsblaðanna í morgun áhugaverða grein um vanrækslu barna. Hún gæti verið lífshættuleg. Þ.e.a.s. í þeim tilfellum þar sem t.d. barn er látið leika sér eitt úti eða vera eitt heima of ungt.

Þegar ég bjó Garðabæ þá þekktust dæmi að börn máttu til dæmis ekki vera inni hjá sér af því það var OF FÍNT HEIMA HJÁ ÞEIM!!.. 

Ein móðir sagði mér frá því að hún hefði verið að keyra skólafélaga sonar síns heim vegna þess að veðrið var svo vont. Þegar hún kom að húsinu hans sá hún að það hékk poki á útidyrahurðinni. Í pokanum var nesti fyrir barnið því ekki mátti það fara inni. Konan gat ekki hugsað sér að skilja srákinn eftir úti í vonda veðrinu og tók hann heim til sín. Ekki fylgdi þó sögunni hvað hún hefði sagt við foreldrana eða hvort hún sagði nokkuð.

Fleiri svipuð dæmi þekki ég sjálf úr þessu bæjarfélagi þar sem "velmegunin" drúpir af hverju strái.

Svo eru það börnin sem eru illa hirt og skítug. Það eru mörg slík bæði í Garðabæ sem í öðrum bæjum og borgum og þar er heldur ekki verið að spyrja um stétt eða stöðu foreldra. Þegar dætur mínar voru í Stjörnunni greiddi ég oft stelpunum fyrir mót, því ekki kunnu allar mömmur/pabbar að gera fastar fléttur eða hnúta, eða voru hreinlega ekki á staðnum til að reyna það. Þá kenndi ég í brjósti um þessar sætu dömur sem sumar voru með fitugt og/eða grútskítugt hár, því það hafði augljóslega ekki verið þvegið í langan tíma.

Eitthvað af foreldrunum, ekki endilega þessir sem ekki hirtu börnin - en hvað veit ég ?? .. kvartaði svo undan því að fá ekki meiri gæslu í skólana t.d. í jóla- og páskafríi, ekki vegna vinnu, heldur vegna þess að þeir þyrftu að versla t.d. jólagjafir í friði án barnanna eða komast í ræktina.

Þetta var fyrir tíu til fimmtán árum .. hvernig ætli þetta sé í dag ?

 


Blómin koma upp úr moldinni ..

 

 sól_og_blóm

Mér finnst svo spennandi að sjá gróðurinn koma upp úr moldinni. Vorlaukarnir eru komnir upp fyrir löngu og nú eru fjölæru plönturnar  (sem við hirtum úr garðinum í Réttó hehe) að koma upp hér í garðinum. Mér finnst alltaf spennandi að fylgjast með þessu. Einnig erum við með í potti plöntur úr litla beðinu í Sumó. Það eru falleg fjólublá blóm sem ég kann ekki nafnið á. Við eigum eftir að fara í leiðangur að verða okkur út um sumarblómin, en það verður yndi þegar allt er komið í fullan blóma í sumar -  elska sumarið og hlakka til blóma og sólar. Þarf að vísu aðeins að fara að sparka í rassinn á garðyrkjukonunni í mér.

Eigið góðan dag og hjartans þakkir fyrir fallegar kveðjur. InLove


Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt ..

Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni .. Heart

Barnaland - vefur fyrir íslenska foreldra ????...

Þegar farið er inn á síðuna www.mbl.is og bendillinn settur yfir Barnaland er undirrammi þar sem stendur ,,vefur fyrir íslenska foreldra" .. Æi, ég veit þetta er röfl, en afhverju þarf að standa þarna íslenska ?Shocking  Ég hugsa að þessu verði nú breytt þegar á þetta er bent. Held að útlenskir foreldrar megi örugglega setja þarna inn myndir af sínum börnum, þetta er eflaust einhver klaufaskapur, eða finnst ykkur þetta alveg normal ?


EINLÆGNI ...

Í okkar grimmu veröld er stundum álitið barnalegt að vera einlægur. Ég hef ákveðið að taka þá áhættu, þó stundum hafi það komið í bakið á mér.

Þegar ég var í guðfræðináminu mínu vorum við í prédikunaráfanga. Við sömdum prédikanir og fluttum fyrir prófdómara og aðra nemendur. Svo var komið að mér, moi, me, og ÉG ætlaði sko að slá í gegn og gera góða hluti. Las gríska textann í NT, fór í gamlar prédikanir Jóns Vídalíns og samdi eitthvað prestlegt ljóð inn í prédikunina. Hún varð alveg svaka heavy og það sem ég áleit að fólk vildi heyra.

Ég flutti prédikunina í kapellu Háskóla Íslands, síðan fluttum við okkur inn í stofu V sem er svona uppáhaldsstofa guðfræðideildar og aðalvígi. Veit ekki hvort það er fallið í dag. Til að gera langa sögu stutta var prédikunin mín rökkuð niður og allt sagt henni til foráttu. Ég fór í MEGA fýlu heim og ætlaði svona á einhverjum sekúndum að hætta bara í þessu ruglnámi o.s.frv...

Úff.. hvað hafði ég gert svona rangt ? ..

Stuttu síðar auglýsti sr. Auður Eir prédikunarnámskeið og ákvað ég að skella mér á það. Hún kenndi okkur svo margt, þetta að tína saman hversdagslega hluti eins og að tína ber af berjalyngi. Ekki leita langt yfir skammt og tala inn í daginn. Auðvitað tíndum við bæði safaríkustu berin úr biblíunni sem úr hinu daglega lífi og tengdum það í safaríkri sultu. Eftir námskeiðið bauð hún mér að prédika í næstu messu Kvennakirkjunnar og hef ég nú prédikað nokkrum sinnum þar síðan.

Kirkjan var full og auðvitað allir mættir, fjölskyldan mín - börnin sem eru auðvitað hörðustu dómararnir o.fl. Ég var nokkuð kvíðin því að síðasta útreið hafði ekki verið góð.  Í lok prédikunar var klappað, sem er nú ekki oft gert og ég fann að ég var komin á rétta sporið. Markmið prédikunar minnar hafði verið að gleðja, byggja upp og bæta líf þeirra sem komu til að hlusta. Kona sem kom að hlusta sagði mér síðar að það sem ég hefði sagt hefði hjálpað henni alla vikuna. Önnur kona benti mér á hvað það væri sem hefði heillað hana við prédikunina, það var EINLÆGNI. Það sem ég sagði var eitthvað sem ég var virkilega að meina. Ég hafði í raun ekki kveikt á því sjálf en ég var þakklát að hún sagði mér frá því. Ég hef upp frá þessu lagt mig í líma í mínum ræðum að vera ég sjálf, þegar ég prédika fagnaðarerindið. Fagnaðarerindið er auðvitað um að gleðja, byggja upp, gefa von og bæta líf! Heart ...

Ég hvet alla til að lifa í einlægni og heiðarleika.. við sjálfa sig og aðra.. Þessi færsla var í boði Róslínar, ungrar bloggvinkonu minnar sem gaf mér þennan óvænta innblástur í morgun..við eldri getum oft lært af þeim yngri..


Smá öpdeit á hvaðeraðgerast...

Í fyrsta lagi var ég að horfa á ruglþáttinn ,,America´s got talent" ..með David Hasselhoff, úfff... how low can you go! GetLost .. að vísu veitir ekki af smá heiladauða eftir hrikalega krefjandi og úttaugandi vinnuviku.

I dag fór einkasonurinn til Flórída að heimsækja tvíburasystur sína. Ég keyrði hann útávöll, kjamsaði og knúsaði og síðan kvöddumst við. Yndislegur strákur og alltaf uppáhaldssonur hehe..

Man ekki hvort ég var búin að monta mig nógu mikið en síðan í febrúarlok hef ég brætt af mér 7 smjörlíkisstykki. Er s.s. mjög umhverfisvæn miðað við nýjustu fréttir. Erum líka búin að þurrka rykið af hjólunum á heimilinu, fengum ,,hjólavírusinn" í Danmark! .. Að vísu er meira púl að hjóla hér en þar. Tekur 10 mín að hjóla niður Elliðárdalinn en 30 mín upp, held það sé ca. rétt mæling hjá mér - svo ég hugsa að ég haldi mig bara við að hjóla niðureftir eða þannig.

Fór í Smáralindina í dag og keypti mér sumarboli í Zöru - en þeir eru ódýrir en samt bara alveg ágætir. Verslaði síðan Ecco sandala en þeir eru DÝRIR en mjög góðir. Nú er nebbnilega kominn árstíminn til að vera berrössuð á tánum og þá er nauðsynlegt að eiga góða sandala. Tounge ..

Ég er s.s. ready for summer! Here comes the sun, dirírirí ... Kissing


Bloggvinkonudraumur! ....

Mig dreymir alveg svakalega mikið. Stundum eru mörkin draums og vöku óskýr hjá mér og stundum dreymir mig nákvæmlega það sem gerist daginn eftir, ekkert táknrænt eða slíkt, ef mig dreymir að nágranni minn sé að mála með hvítri málningu þá er það allt eins líklegt að næsta dag sjái ég hann í málningargallanum með fötu af hvítri málningu, þannig er það nú. Það er víst kallað að dreyma fyrir daglátum án þess að ég fari nánar útí það í þessari færslu.

Nýlega dreymdi mig tvær bloggvinkonur - dreymdi að ég var að bjóða þeim í mat á aðfangadagskvöld. Þetta eru konur sem ég hef aldrei hitt í eigin persónu en sem eru báðar mjög sterkir karakterar, en það er nú hægt að skynja í gegnum blogg!  Ég skráði drauminn niður strax morguninn eftir að mig dreymdi hann og ætla að birta hann hér. Ef einhver er draumspakur eða spök þá má hann/hún alveg leggja fram ráðningu, annars er þetta kannski eins og hvert annað rugl! Í draumnum kalla ég þessar bloggvinkonur A og B.

Draumur minn aðfararnótt 13. maí 2008

Aðstæður:

Vetur (aðfangadagskvöld)  bjó í stóru gráu  steinhúsi með mörgum herbergjum og tveimur hálfgerðum sólstofum, einni að framan og einni bak við hús. Fannst umhverfið vera í Þingholtunum, nálægt Bergstaðastræti eða Laufásvegi og út um bakgluggann sá ég brekku og snjó.  Önnur sólstofan var með opnum glugga með engu gleri og þar hugsaði ég að ég myndi kannski leyfa að reykja. (Er algjör fanatíkus á reykingar..)

Fannst mamma og bróðir minn hafa farið og keypt jólatré. Jólatréð var vægast sagt gisið með örfáum greinum og bara í aðra áttina. Samt mjög dökkgrænt og þær greinar sem voru til staðar þéttar.  Mamma var þarna en var á miðjum aldri í draumnum. Systkini mín voru þarna og jafnvel samt mágkona (gift elsta bróður). Búið var að stilla upp tveimur eða þremur borðum til að sitja á og ég var ekkert sátt við skiptinguna, vildi hafa öll borðin saman svo hópurinn myndi ekki skiptast upp. Ég lét fjölskylduna vita (eða þau vissu það) að ég væri búin að bjóða tveimur konum sem bjuggu úti á landi (ásamt fjölskyldum) að borða með okkur á aðfangadagskvöld. Bloggvinkona A og B sem ég aðeins þekki í gegnum bloggvináttu!  Fjölskyldan samþykkti hljóðlaust en ég fann að þau voru ekkert í skýjunum yfir þessu uppátæki, en vön ýmsu skrítnu frá mér og mjög kurteis fjölskylda.

Við höfðum raðað pökkum í kringum jólatréð og ég hafði útbúið pakka fyrir A og B. Sérstaklega man ég eftir pakka til B, en ég skreytti hann með einhverju hvítu netskrauti. Ferkantaður pakki, mynd eða bók, ekki viss.

A og B mættu með eitthvað af börnum og maður B kom með. Mér fannst A ekki koma samferða sínum manni en allt í einu var hann kominn. Ekki eins og maðurinn var á myndunum á blogginu, heldur rauðhærður, með örlítið liðað hár og ljós yfirlitum.  Hann settist aldrei við matarborðið, heldur sat á bekk til hliðar. Var frekar óþægilegur.

B var eldri í draumnum en ég ímynda mér hana eða á myndum og var ég frekar hissa. Hún var með grátt hár klippt beint rétt fyrir neðan eyrun, hálfgerð Prins Valiant klipping. A var með  yngra andlit en hún er í dag, næstum stelpulegt, mjög grönn að ofan en mjaðmamikil! J .. Var í brúnum bómullarkjól með mynstri, kannski svolítið hippó.  Við borðuðum öll matinn og ég leitaði að plötum til að spila því það var vandræðaleg þögn. Það voru plötur en ekki dvd diskar og mér fannst líka vera þarna gamall grammófónn. Ég leitaði sérstaklega að plötu með bláu umslagi og fannst vera orgeltónlist þar í, en man ekki hvort ég fann hana. Ekki voru opnaðar gjafir í boðinu, en gestirnir höfðu ákveðið að opna sínar gjafir heima og tóku því engar með. Við ákváðum að opna okkar eftir að gestirnir færu.

Eitthvað var rætt að fara á skauta, því við horfðum á fullt af ungu fólki vera á skautum útum gluggann. Það óvenjulega var að það renndi sér niður brekku á skautunum, eiginlega eins og á skíðum.

B (og jafnvel einhverjir fleiri) fóru að reykja á meðan ég hafði skroppið frá og hafði einhver boðið henni að reykja út um glerlausa gluggann í sólstofunni. Ég var fegin því. 

Draumurinn stöðvaðist við vekjaraklukkuna og furðaði ég mig á þessum draumi – nú væri bloggheimur bara mættur inn í minn draumaheim! J

Tjah... svona getur nú margt verið að gerast á næturnar þegar maður/kona á að hvílast! ..


Komin heim í ,,heiðardalinn"

Nú erum við komin heim frá Kaupmannahöfninni eftir allt of stutta en yndislega dvöl í Kaupmannahöfn. Veðrið brosti við okkur allan tímann og yndislegt að fá að njóta þess með fjölskyldunni. Fermingin og veislan á eftir tókst vel. Vissulega var athöfnin svolítið löng  og þung en um leið virðuleg og fermingardrengurinn sáttur sem er aðalmálið! Grin ..

Fermt var í Skt. Paulskirkju og gaman að sjá aðrar kirkjur en þessar gömlu góðu íslensku. Annars eru einmitt gamlar kirkjur í uppáhaldi hjá mér, frekar en þessir ,,sundlaugarbotnar" sem hafa verið hannaðir sumsstaðar.

Við vorum nítján manns, konur, karlar og börn sem tókum leigubíla frá Amager inn í einn elsta hluta Kaupmannahafnar að Skt. Paulskirkjunni sem ég nefndi áður. Tryggvi yngri var einn af þeim sem naut messunnar í botn, en hann sofnaði ca. 5 mínútum eftir að hún byrjaði og svaf allan tímann. Hann var að vísu ekki sá eini sem fékk sér dúr án þess að ég nefni nöfn. Set hér nokkrar myndir í gamni.

Kaupmannahöfn_maí2008_V 007

Dyrnar á Skt. Paulskirke

Kaupmannahöfn_maí2008_V 010

Gestirnir prúðbúnir í sólinni, Tryggvarnir og Jógan 

Kaupmannahöfn_maí2008_V 015

Fjölskylda mín þarna á bekkjunum ..

Kaupmannahöfn_maí2008_V 012

Már og Ísold á kirkjustéttinni

Kaupmannahöfn_maí2008_V 034

Fermingardrengurinn Ingvi kominn heim í garðveisluna.

 

Kaupmannahöfn_maí2008_V 019

Binni bróðir, faðir fermingarbarnsins grillar gómsætar kjúklingabringur að hætti Sigga Hall, þær voru framreiddar m/grilluðu zukkini, salati, nachos, engifersósu, brauði o.fl. Áður hafði hann grillað hamborgara fyrir yngstu kynslóðina. Eftirréttir voru frönsk súkkulaðikaka, kransakaka og niðurskornir ávextir, ananas og jarðarber "slurp"..

Kaupmannahöfn_maí2008_V 021

Rósa að rabba við ömmu Völu og Ísold slakar á á meðan.

Kaupmannahöfn_maí2008_V 017

Setið að snæðingi útí garði ..

 


Smáfréttir frá Köben...

Ætla að blogga smá héðan frá Danaveldi. Erum búin að hafa það feikna gott hérna, allt gengið eins og í sögu - sólin skín hér á okkur eins og henni sé borgað fyrir það!

Við fórum á ströndina í gær og börnin njóta sín sem aldrei fyrr. Bréfritari hljóp í sjóinn, kom að vísu uppúr aftur, en hann var svo grunnur þar sem við vorum við ströndina að það var enginn möguleiki að synda.

Í dag var stóri Tívolídagurinn, en hersingin dreif sig í gamla góða Tívolí. Ég og Tryggvarnir tveir ferðuðumst á hjólum en héðan frá Volosvej (Amager) tekur aðeins um 30 mín að hjóla (rólega) inn til miðborgarinnar. Á morgun er svo Stóri Stóri fermingardagur Ingva bróðursonar. Allir voða spenntir.

Kaupmannahöfn_maí_2008_II 008

Rósa og Ísold dansa á ströndinni, Ísold að máta svolítið of stóran skó!

Kaupmannahöfn_maí_2008_II 016

Svona sæt börn hljóta að eiga fallega foreldra, hér er mynd af Dúa og Lottu systur útí garði!

Kaupmannahöfn_maí_2008_IV 003

Hér er bréfritari kominn á breiðgötur Kaupmannahafnar

Kaupmannahöfn_maí_2008_IV 002

Tryggvarnir tveir í öllu sínu veldi.

Kaupmannahöfn_maí_2008_IV 031

Blómin í Tívolí eru svo falleg að ég stóðst ekki freistinguna að taka nokkrar blómamyndir!

Úti í garði

Slappað af útí garði, en þarna er komið kvöld. Á morgun verður svo mikil grill-fermingarveisla og hlökkum við öll mikið til.

 

 


Að elda grátt silfur ... ???

Dóttir mín benti mér kurteisislega á að bíllinn minn teldist silfraður en ekki grár, en ég set þetta svona í sama flokk, silfur, ljósgrátt og dökkgrátt LoL

 Út frá þessu fór ég að hugsa um orðatiltækið að elda grátt silfur. Er ekki allt silfur grátt ? .. NEI skv. skýringum hér að neðan  er svarið að  grátt silfur er óhreint silfur en hvítt silfur er hreint. Minn bíll er því  grátt silfur því hann er óhreinn!

Leitaði að skýringum á orðatiltækinu á Vísindavefnum og þar vantar næstum aldrei svör:

Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara."

Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu eldur. Hún beygðist í eintölu eldi (hann eldi) og í fleirtölu eldu (þeir eldu) og helst forna beygingin oft í orðtakinu í nútímamáli. Á 19. öld fór að bera á því að þátíðarmyndin væri eldaði, það er "þeir elduðu grátt silfur" og lifa báðar beygingarnar nú hlið við hlið. Lýsingarorðið grár er hér notað í merkingunni 'óhreinn'. Grátt silfur var því 'óhreint silfur'. Andstæðan var hvítt silfur.

Bent hefur verið á að hafi óvarlega verið farið með eld við silfurbræðslu hafi kolefni náð að blandast silfrinu þannig að það varð grátt að lit við hitunina. Líkingin er sennilega frá þessu dregin. Um þetta má lesa í bók Halldórs Halldórssonar Íslenzk orðtök (1954:318–319)

Gamanaðessu, hehe.. Tounge

Knús á ykkur Heart (100% ókynferðislegt) ..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband