Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Til hamingju með daginn konur! ...
Jæja upp er runninn enn einn konudagurinn og þrettándi dagur heilsusamlegs lífs míns. Gengur allt samkvæmt áætlun! .. er að hugsa um að fara að sleppa kaffi og breyta í grænt te og sjá hvernig það virkar.. hvort það verður eitthvað gaman að lifa ???
Í dag ætlum við systkini mín, sem eru hérlendis, makar okkar og börn (sem nenna) að rölta saman um Elliðárdalinn og síðan verður drukkið kaffi/kakó.
Veðrið alveg draumur í dós.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Niðurstaða af stjúpfjölskyldumálþingi...
1) Stjúpur og stjúpar eru yfirleitt góð og börn ánægð með þau .... blásið á mýtu um hina vonda stjúpu (eftir rannsóknir og viðtöl við börn).
2) Pabbar þurfa að passa sig að gleyma ekki börnum sínum þegar þeir fara í nýtt samband og vera duglegir að hafa frumkvæði að samskiptum við þau - líka ,,one on one" .. (eftir viðtöl við unglinga)
3) Stjúpfjölskyldudagur í Nauthólsvík í sumar ?
... Það var auðvitað fullt fleirra .. þetta er það sem bar hæst hjá undirritaðri..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Undir ámæli hverra ? ..
Dane Magnússon segir: Mér finnst skjóta skökku við að flokkur, sem hefur legið undir ámæli í innflytjendamálum, sé með í baráttunni gegn rasisma. Mér finnst þeir hafa sagt nóg undanfarið.
Hehehe.... undir ámæli hverra er það sem flokkurinn hefur legið ? Það eru pólitískir andstæðingar sem blása Frjálslynd upp sem einhverja vonda kalla og kellingar sem standa með krosslagðar hendur í hurðinni heima hjá sér og segja ,,no foreigners" .. Ef svo væri gæti Guðjón Arnar og fleirri forkólfar í Frjálslynda flokknum ekki einu sinni hleypt sínum maka inn um dyrnar! ..
Frjálsyndi flokkurinn er að benda á það að betra er að hafa stjórn á flæði innflytjenda en óstjórn - eins og t.d. dæmið í Danmörku sýnir nú!
![]() |
Óánægja með aðkomu frjálslyndra að tónleikum gegn rasisma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Gúdmorníng Reykjavík ...og auðvitað Ísland allt og þó víðar væri leitað!
Í dag er að hefjast ellefti dagur heilbrigðis. Dagskráin er: vinna f.hádegi - pilsadagur í vinnunni! líkamsræktin í hádeginu (verð að fá að monta mig af henni til að nenna að fara) málþing um stjúpfjölskyldur og svo afslappelsi í kvöld nema annað verði ákveðið... Aldrei að vita! ..
Var að kíkja á fyrirsagnir blaðanna og einhvern veginn vantar bara setninguna ,,Heimur versnandi fer" .. held að blöðin ættu að taka sig til og hafa svona hamingjudag við og við og setja bara gleðifréttir á forsíðu. Kannski landinn eigi þá auðveldara með að fara á fætur á morgnana ? ..
Jæja - það er ekki til setunnar boðið..þarf að ýta við manninum sem zzzzzzzzzzefur og fá hann til að búa til einn góðan espressó fyrir mig og svo af stað út í lífið!
Eigið þið öll yndislegan dag..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Flaug með opna buxnaklauf til Hornafjarðar!
Enginn talinn í hættu og enginn sogaðist út .. ..
Allt er gott sem endar vel ..
![]() |
Flaug með opnar dyr til Hornafjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Binni stóri litli bróðir á afmæli í dag 21. febrúar 2008 ..
Já "litli" bróðir minn (194 cm) á afmæli í dag 21. febrúar og er 44 ára! Við erum með þetta í tvenndum: ég 21. nóv og hann 21. feb. Mamma 3.nóv og stóra systir 3.jan. Litla systir 19.okt og pabbi 19. júní. Þar sem við erum oddatala er frumburður foreldra minna með sérstakan dag: 2. ágúst..EN svo fæddist að vísu dóttir mín/frænka hans 2.sept hehe..
Jæja - ég óska auðvitað Binna til hamingju - en hann og fjölskylda hans er búsett á Kastrupvej í Köben! Hann er heimspekingur, guðfræðipælari (surprise), kokkur í klæðum, hjólakappi o.margt fleira..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Allir fæturnir af sama manninum ? ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Heilsusamlegt líf - Dagur 9 að kveldi kominn..
Danir "ulluðu" framan í múslima
í fullum rétti
undir regnhlíf málfrelsis
er of mikið rok fyrir regnhlíf ? ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Við tökum Júróvisjón með þessu lagi ... Islande Douze points..

![]() |
Silvía Nótt breytist í stælta karlmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Æðri máttur ..
Ef ekki værir þú,
væri ekkert.
Ég finn fyrir þér
og finn að ég er hér
og þú
það er mín trú ...
![]() |
Innbyggð trú rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)