Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
SKO ...
![]() |
Vöðvabúnt vinsælli en Eurobandið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Ég er 75% Supergirl og Wonder Woman ..65% Spider Man og Iron Man munarekkiumþað
Fann þessa mjög svo ,,merkilegu og menningarlegu" könnun á síðunni hans fyrrverandi tilvonandi stjúptengdasonar míns.... (vesen með þessa titla alltaf)... varð að prófa! .... kom út sem Súpergirl og Wonder Woman .. vissi það svosem alltaf ! ... Æ, er ekki allt í lagi að taka lífið ekki alltaf of hátíðlega ?
Smelltu hér til að taka könnun.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Ekkert kynlíf í hálfan sólarhring ...
... myndi fyrirsögnin kannski vera ef um væri að ræða Angelínu Jolie? ...og hvað er verið að tala um að "spara kraftana" - er hún eitthvað slöpp konan?
Æ - þetta er annars svona ,,ekki frétt"..
![]() |
Ekkert kynlíf í hálft ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Lausn á Ráðherra og - herru vandræðum ...
Sko, þar sem orðið herra endar á -a þá er miklu eðlilegra að það sé kvenkyn - eins og t.d. kerra! Því er eðlilegra að nota herra um kvenkyns ráðherra og herri sem er karlkynsorð um karlkyns ráðherra.
Hér er herri um herra frá herra til herra (beygist eins og perri)
Hér er herra um herru frá herru til herru (beygist eins og kerra)
Þetta ætti ekki að vera mikið flóknara að koma þessu á en hægri umferðinni á sínum tíma!...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Hver man berklaplásturinn? ....Ái! ...
Úff það var verið að ræða berkla í sjónvarpinu. Ég er skírð í höfuðið á afasystur minni, Jóhönnu Magnúsdóttur sem lést 17 ára úr berklum.
Við sem erum komin yfir ákveðinn aldur munum eftir berklaplástrinum (og kannski gulu lýsispillunum) .. en ég man hvað ég kveið alltaf fyrir því að plásturinn væri rifinn af- Ái... .. En það sem var líka leiðinlegt var að ég kom alltaf jákvæð út úr þessu berklaplástursprófi, veit í raun ekkert afhverju því auðvitað var ég ekkert með berkla! ... var bara með einhverja svörun við þessu sem virkaði svona!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Missti mig í amerísku ædóli ...
Komið miðnætti, Öskubuska farin að sofa og ég sit hér enn vakandi! Horfði á ALLT ameríska Ædólið í kvöld... Ég dett ekki oft í sjónvarpið en gerði það í kvöld, verð að detta í eitthvað, þar sem ekki dett ég ,,íþað" .. hehe .. lifði mig þvílíkt inn í þetta..
Eldaði æðislega góða naglasúpu í kvöldmat, einn nagli og vatn, með hvítlauk, rauðlauk, blómkáli, restinni af grjónum síðan í gær, tómötum og rest af kjöti! .. Piri, piri kryddi, smá Oscars bouillion, jurtasalti..og einhverju sem ég fann fleira í kryddskúffunni..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Er Villi búinn að læra dáleiðslu ?
Hvernig heldur hann eiginlega öllum svona góðum og stilltum ? ...
![]() |
Ákvörðun síðar um borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Fermingarbrjálæðið ...
Ásgerður Jóna skrifaði fyrir nokkru um fátæk börn sem fermast líka, og er að biðja um styrk þeim til handa. Mér finnst þetta vera dropinn sem fyllir mælinn og þurfi að vekja okkur upp af þessu rugli sem er í kringum fermingarnar. Foreldrar eru að sligast undan kostnaði við fermingarveislur, gjafir og dress. Ef ekki eru leigðir veislusalir m/öllu þá er oft bráðnauðsynlegt að parketleggja heimilið og mála upp á nýtt! .. (Að vísu þarf fólk oft að hafa einhvern svona atburð til að ýta á að fiffa upp heimilið)....
Að börnin geti ekki játast því að leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns öðru vísi en það kosti fjölskylduna einhverja hundraðþúsundkalla er bara ekki í lagi! .. Auðvitað er það sama sagan með borgaralegar fermingar, það eru örugglega ekki minni veislur, dress og gjafir á þeim bæjum.
Well, þetta er svona röfl-blogg .. en held að það þurfi að standa á bremsunni hvað varðar fermingarbrjálæðið! ..
Þetta er að vísu í sama dúr og jólagjafabrjálæðið... o.s.frv..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Nútímalegt kjöt í karrý !
Nú eru liðnar tvær vikur (er á 14. degi) af heilsusamlegu lífi. Það gengur bara svaka vel - enn áfengislaus, ósæt og stapil og byrjaði á kaffibindindi í viðbót í gær. Er að drekka ,,Yogi Good Mood" te núna, og svei mér þá ef ég er ekki bara í góðu skapi! ..
Tengdapabbi og mágur færðu okkur súpukjöt í gær en það hentaði ekki allskostar í mataræðið að fara að elda kjötsúpu eða kjöt í karrý! ..
Sauð því brún hrísgrjón, Tilda basmati, skellti þeim síðan á pönnu og kryddaði þau með indversku karrý (sem fæst í Tiger) og Herbamare jurtasalti (sem fæst í t.d. Fjarðarkaup og Krónunni) og sletti örlítilli olíu á auk þess að hella yfir 2-3 msk af soðinu af kjötinu. Svo skar ég fituna af súpukjötinu, skar það í bita og bætti útí grjónin. Borðað með fersku salati.
Þetta borðuðum við síðan með bestu lyst með spínati. Hollt og gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Gönguferð í góða veðrinu í dag..
Vel heppnaður göngutúr fjölskyldumeðlima eins árs til áttatíuogeinsárs..
Við mamma í rauðu úlpunum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)