Færsluflokkur: Bloggar

Draumur eða ....... ?

Kitlandi sólargeislar og kaffiilmur vöktu mig, ég leit upp og sá hvar fislétt hvít gluggatjöldin sveifluðust í frönsku hurðunum sem stóðu opnar út í garðinn, þau buðu volgan Miðjarðarhafsvindinn velkominn inn í svefniherbergið. Smáfuglar sungu úti, buðu góðan dag og flögruðu milli trjánna.

Sólblómin brostu í beðunum.... Ég teygði úr mér, teygði mig í dvd spilarann og setti lagið um gylltu akrana hennar Evu Cassidy í gang.. kling, kling, kling....hvaða truflun var þetta í geislaspilaranum ? .. æi, þetta hljóð þekkti ég allt of vel, ég snúsaði og reyndi að komast aftur í drauminn en það var tilgangslaust. Vafði sænginni þétt um mig og hlustaði á haglélið berja rúðuna, vindinn ýlfra inn um óþéttan gluggann. Myrkrið minnti mig á að það var vetur og hundar nágrannans geltu til að undirstika raunveruleikann...

...


Sex and The City hvað ? ..

SexandtheCity

Viðmælendur eru ekki ósvipaðar týpunum Carrie og Samönthu í Sex and The City! Kokteilarnir þeirra koma líka við sögu í myndbrotinu.


mbl.is Ríkar konur - sætir strákar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árshátíð ... Suðræn Hawaii stemmning á Þorra!

Við Hraðbrautarstaffið erum að fara á árshátíð Nýsis í kvöld. Kortéri fyrir árshátíð - eða í eftirmiðdaginní gær var tilkynnt að þemað ætti að vera svona suðrænt Hawaii !Crying ... Ég sem er svo mikil þemakona hefði nú viljað fá að vita það örlítið fyrr.. þorskroðskjóllinn og geitarullarsjalið passar þar afar illa við þemað! ... eða þannig LoL ..

Mar er ekki beint gíraður inn á sól og sumar hér á Norðurhjaranum í fimbulkulda og skafrenningi. Á einhver gul blóm ofan í kassa sem ég kem til með að skreyta mig með.

Ég er EKKI búin að fara í hár, né neglur, né vafninga, brúnkumeðferð o.s.frv.. kann ekki á svoleiðis dæmi - er svo ,,orginal"  ... Whistling ..

Árshátíð_Nýsis_2008 002

Reddaði Hawaii - looki með blómi í eyrað!


Guffi fékk ekki álit Andrésar Andar - ekki álit Andrésinu heldur.....

Jóakims Aðalandar ! ..LoL .. bull og vitleysa...

Svona er að hafa ráðhúsið í tjörninni ...


mbl.is Forstjóri OR álitsgjafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk ókeypis blástur - en þó ekki strípur...

Kom akandi heim um 22:30 ... leit í spegil og fékk hláturskast. Hafði fokið á milli Rosso Pommodoro - Eymundsson - Háskólabíós .. að vísu inn í bíl á milli og hárið á mér var eins og heysáta ..Nýjast lúkkið! Blush ...

Sá Brúðgumann  í bíó og fannst hann bara býsna intressant tragíkómedía, svo ég tali góða íslensku! Cool


mbl.is Alls ekki að vera á ferðinni að nauðsynjalausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að fjúka í hús - ég hugsa mér persónu (Kalli Tomm nr. 2378 eða eitthvað svoleiðis !)

Jæja .. rétt slapp inn um dyrnar .. Ég hugsa mér persónu!


Úps .. verðað fresta Kalla Tomm í kvöld .. byrjar uppúr 22:30 ..vonandi einhver vakandi!

Kalli frestast af óvæntum ástæðum: Mr. Right bauð mér út að borða og í bíó í rokinu .. en hann verður í staðinn að hjálpa mér að finna upp á einhverjum dularfullum kalli eða kellingu til að hafa í leiknum í kvöld.

Vonandi næ ég að fjúka heim fyrir 22:30 .... LoL .. annars verðið þið bara að afkefla mig og halda áfram þið KallaTommarar..

 


Viltu losna við NOVA ?

 

 

 Auglýsingin sem var til hægri á síðunni minni var orðin þreytandi og veit að fleirum finnst það, það sem hægt er að gera er:

1) Fara í Tools hægra megin á síðunni til hægri uppi (amk hjá mér)
2) Manage Add-ons
3) Enable or Disable Add-ons
4) Smella á Shockwave Flash Object
5) Fara aðeins niður þar sem hægt er að haka við Enable eða Disable og haka við Disable.

Þá ætti þetta að hverfa Joyful .. úfff og friður á jörðu ..


Vann keflið í Kalla Tomm ..leikur annað kvöld ..

.. Undirrituð ákvað að skella sér inn á  Kalla Tomm leikinn til Gunnars eða Hydromans .. ég spurði m.a. óvart tvisvar að einhverju sem búið var að spyrja um og skammaðist mín svolítið og leið ljóskulega.Blush

Var ég nefnilega, um leið og ég var að taka þátt í leiknum að spjalla við dótturina í Texas  á msn og ræða eplapæuppskrift.  Þess utan með annað augað á Klovn, danska grínþættinum. Fannst kallarnir svo klárir að ég var næstum hætt en fattaði allt í einu og eftir vísbendingar eftir hverjum var verið að leita. Slumpaði síðan á manninn sem Gunnar hafði hugsað sér en það var auðvitað sálmaskáldið yndislega Sr. Valdimar Briem.  Annað kvöld, sé mér ekki boðið út, mun ég stilla upp hér æsispennandi Kalla Tomm leik klukkan 21:01, eða ,,hver er maðurinn?"

Takk fyrir innlitið ...

Var að fatta þetta súlukerfi þar sem hægt er að skoða gestaganginn. Það hefur verið mikill vöxtur undanfarið, enda mín svolítið dugleg að blogga - sumt della - sumt svona tilfinningadót. Mér finnst þetta bara gaman...enda er ég svolítið á úthverfunni.

Þakka þeim sem litu inn í dag og þeim sem líta inn í kvöld.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband