Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Í dag fýkur fönn..
Í dag fýkur fönn
fólk og farartæki í hægagangi
það finnst mér vera viðeigandi
því vinkona mín
verður borin til foldar
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Smá um lestur Biblíunnar ...
Það er forn kristin regla að lesa Biblíuna fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists.
Jesús lét sig meira skipta andann í lögmáli Drottins en einstök boðorð. Og andinn í lögmálinu er að hans mati kærleikur, elska. Þess vegna dró Jesús merkingu allra ákvæða Gamla testamentisins saman í tvöfalda kærleiksboðorðið: Elska skalt þú Drottin Guð þinn af allri sálu þinni, öllu hjarta þínu, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig.
Boðorðið um skilyrðislausan kærleika stendur þar með ofar öllum einstökum boðorðum. Þetta kom líka fram í afstöðu Jesú til helgi hvíldardagsins. Hann læknaði oft á hvíldardegi vegna þess að neyð fólks krefðist meira af mönnum en ákvæði um helgi hvíldardagsins. Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna en ekki maður vegna hvíldardagsins! sagði hann meðal annars(Markúsarguðspjall 2. kapítuli, 27. vers). Þá lýsti hann líka alla fæðu hreina og afnam þar með ákvæði Gamla testamentisins um fæðuforskriftir (sjá Markúsarguðspjall 7.19).
Í ljósi þessa hafa kristnir menn álitið að þeir yrðu að túlka öll ákvæði í lögmáli Gamla testamentisins í ljósi Krists og boðorðsins um kærleika.
Tekið af Vísindavefnum - stytt úr svari Dr. Einars Sigurbjörnssonar. Feitletranir eru mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Litla Hraun yfirbókað ..... af körlum
Af hverju eru næstum bara karlar í fangelsi ? Hlutfallið er 95% karlar á móti 5% konur, Hvers konar misrétti er þetta eiginlega ? Af hverju fáum við konurnar ekki pláss ? Þarf ekki að setja Sóleyju í málið ?
Hver er annars ástæðan fyrir mun hærri glæpatíðni karla en kvenna ? ....Er það blái liturinn á fæðingardeildinni ? Er það kallinn á umferðarljósunum ? Eru þeir með of há laun miðað við konur ? Er það kannski vegna þess að karlar mega ekki gráta - svona almennt séð ?
Þetta er auðvitað skrifað í bæði gríni og alvöru. Hef mikið pælt í því hvernig megi draga úr glæpatíðni og hvernig við eigum að styðja við bakið á karlmönnum þessa lands til að þeir lendi ekki í þessum ógöngum glæpa og ofbeldisverka. Þýðir ekki bara að benda og segja: ,,Þú ljóti kall".. og horfa svo á fangelsin yfirfyllast..
Mínar feminisku áherslur liggja í þá áttina að setja það sem er gott í fari kvenna yfir til karlanna. T.d. það að þær fremja síður glæpi.
Konur geta lært margt af körlum, þeir flækja ekki hlutina eins og við margar konur gerum.
Well ... við erum best í bland og best ef við getum unnið saman...Erum öll í sama blómapotti ..
,,Together We Stand" .. ,,Divided We Fall"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Mikilvæg skilaboð: Aldrei treysta manni sem heitir Lutfi !
...
(sorry er í grínbloggstuði hér milli alvarlegra verkefna) .. er það ekki ágætis ráð í tímastjórn ?
Smá dæmi um tímastjórn sem viðhengið mitt las upp fyrir mig í gær:
Ef þú heldur á vatnsglasi verður það þyngra eftir því sem þú heldur lengur á því og að lokum kemur að því að þú veldur því ekki. Ef þú setur það niður og hristir hendina, hvílist smástund og tekur það síðan upp aftur þá ræður þú við það og það virkar ekki eins þungt. (stytt útgáfa)
![]() |
Lutfi sagður hafa deyft Britney með lyfjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
NINGS BRENNUR Á ÖSKUDAG..FLUGSTÖÐIN SPRINGUR Á SPRENGIDAG..
UNDIRRITUÐ FÓR Í LEIKFIMI Á BOLLUDAG.....HVAR ENDAR ÞETTA ?
p.s. ekki grín að þessu gerandi!
![]() |
Búið að slökkva eld á Nings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Ráðbleikjur og Ráðblámar .. málamiðlunartillaga á milli fæðingardeildar og alþingis
Á alþingi er engin aðgreining - þar eiga konur og kallar að vera herrar .. en á fæðingardeildinni skal skipt í bleikt og blátt. ...
Ef við höldum okkur við bleikt og blátt eins og á fæðingardeildinni þá fáum við út Ráðbleikjur og Ráðbláma !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Elsku dúllan þarf að læra að lifa í núinu ..
Jennifer (og allar konur og menn í hennar stöðu) þarf að læra að skera á alla gamla þræði, láta fyrrverandi tengdó í friði .. var hún ekki annars á Thanksgiving með henni ??.. og fá sér bara einhvern sætan kærasta til að knúsast með og nýja tengdó !
.. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla - og Brad er örugglega meira spennandi í fjarlægð.
..
![]() |
Aniston sögð þjökuð af eftirsjá og trega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Blekkingarleikur - sálin í ullarsokkum..
Kona nokkur skrifaði:
Það er auðvelt að blekkja, en enga er auðveldara að blekkja en sjálfa mig. Ég er flink í þessum blekkingarleik. Þegar dimmir þá segi ég við sjálfa mig að það sé bjart. Þegar mig langar að gráta og skríða undir sæng þá syng ég og dansa um gólfið í stofunni, glöðust allra. Smám saman fer ég að trúa að ég sé glöð og þarf ekki að blekkja sjálfa mig lengur. Þetta virkar svona næstum alltaf. Stundum læt ég eftir mér að fara í fýlu, setja sálina í ullarsokk, slökkva á símanum og setja ullarsokkana ofan í skúffu. Þegar ég er tilbúin hoppa ég uppúr skúffunni og byrja í blekkingarleik sem leysist upp í sannleika. Til þess er leikurinn gerður; að leika á blekkinguna.
Bloggar | Breytt 5.2.2008 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Söngur sængurfatanna...
Skjannahvít skrjáfandi sængurföt
söngla á snúrunum:
,,Okkur leiðist að hanga hér
langar uppí rúm með þér"
lalalalala
,,Langar að liggja í leti
í þínu fallega fleti,,
lalalalala - la
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Draumahúsið .... The Secret ...úúúú...
Í myndinni ,,The Secret" var mælt með því að setja mynd af draumahúsinu upp á vegg. Ég er nú þegar búin að klippa út mynd og setja upp á ísskáp. Ég set það nú hér á bloggið til að sjá hvort það virkar ekki enn betur... hef komist langt á bjartsýninni hingað til ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)