Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er túkall ? ....... spurði fimmáringurinn

Við vorum úti að aka (í orðsins fyllstu) og fimmáringurinn forvitni fór að spyrja um BOLLUDAG, SPRENGIDAG og ÖSKUDAG sem framundan eru. Ég svara eftir bestu getu og útskýri sögu daganna o.s.frv. og segi síðan að á SPRENGIDAG syngi maður ,,Saltkjöt og baunir, túkall!" .. þá kom eðlileg spurning: ,,Hvað er túkall" ? .. Woundering

Ég útskýrði að sjálfsögðu gamla túkallinn en það er svo margt sem er horfið sem mín kynslóð þekkti en börnin í dag hafa aldrei séð og munu eflaust aldrei kynnast. Gaman ef einhver man eftir fleirri dæmum.


Ég borða bollu eins og kona..

Baka alltaf margar bollur og að sjálfsögðu (lítillát, ljúf og kát) geri ég bestu bollur í bænum og þó víðar væri leitað. Eflaust dönsk arfleifð .. Einhver sagði að montblogg væru nauðsynleg við og við! Whistling
mbl.is Að borða bollu eins og maður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fann fyrstu vinkonuna í Gestabókinni minni!

Ég er ótrúlega léleg við að lesa gestabókina mína hér á blogginu. Kíkti þó áðan og sá þá að fyrsta vinkona hafði skrifað kveðju! Við kynntumst á Grettisgötunni, en þar bjó ég til sjö ára aldurs. Bjuggum sjö manns í þriggja herbergja íbúð. Nokkuð hamingjusöm fjölskylda þar á ferð, svona pabbi, mamma, börn og bíll fílingur - þar til pabbi dó 1969 - og fjölskyldumynstur breyttist óhjákvæmilega og fluttum við burt.  Ég man alltaf eftir þegar ég spurði fyrst eftir vinkonu minni henni Valgerði eftir dauða pabba. Þá sagði mamma hennar orðrétt með einstaklega hlýlegum hætti og strauk mér um kinn: ,,Hún Valgerður er ekki heima en ef hún væri heima vildi hún örugglega leika við þig." Ég man þetta eins og gerst hafi í gær og ég man hvað mér þótti vænt um þessi orð, eða eiginlega hvernig þau voru sögð. Tárin komu flæðandi fram þegar ég gekk heim aftur og inn í húsasundið en þau höfðu verið frosin í einhvern tíma. Það eru liðin tæp fjörutíu ár síðan, en svona getur falleg framkoma skipt miklu máli.

NOSFERATU Á SUNNUDAG

Deus Ex Cinema og Myrkir músíkdagar kynna: 

KVIKMYNDATÓNLEIKAR:NOSFERATU - eine Symphonie des Grauens (1922) eftir F. W. Murnau í Salnum, Kópavogi sunnudaginn 3. febrúar klukkan 17.00. Frægasta vampírumynd allra tíma og meistaraverk þögla tímabilsins verður sýnd við lifandi undirleik Geirs Draugsvoll og Mattias Rodrick. Tónlistin við myndina er eftir danska tónskáldið Helle Solberg sem verður viðstödd á kvikmyndatónleikunum og talar um tónsmíðar sínar á pallborðinu á undan. 

PALLBORÐ:                                                      

HROLLVEKJUSINFÓNÍA - tónlist og kvikmyndir helguð ódauðum í Salnum, Kópavogi klukkan 14.00. Á undan kvikmyndatónleikunum verður haldið pallborð helgað þýska expressjónismanum og vampírugoðsögninni allt frá Max Schrek til Gary Oldman, Angel og Buffy með þáttöku tónskáldsins, Helle Solberg, og meðlimum í rannsóknarhópnum Deus Ex Cinema. Pallborðstjórn: Oddný Sen, kvikmyndafræðingur 

HULIÐSHEIMAR: NOSFERATU OG VAMPÍRUGOÐSÖGNIN - Oddný Sen.Inngangur um þýska expressjónismann og þátt F. W. Murnaus í mótun stefnunnar með Nosferatu.  

SCORING FOR THE UNDEADTónlistin við Nosferatu - Helle Solberg tónskáld segir frá því hvernig tónlistin við Nosferatu varð til. 

ENGILL OG ENDURLAUSN - Árni Svanur Daníelsson, guðfræðingur.Árni fjallar um vampíruna Angel úr samnefndum sjónvarpsþáttum út frá spurningunni um sið og siðleysi en Angel er vampíra á iðrunargöngu. 

GOÐSÖGNIN UM KVENVAMPÍRUNA - Elína Hrund Kristjánsdóttir, guðfræðingur. Umfjöllun um birtingarmyndir kvenblóðsuga út frá tímabilum: Nosferatu til Anne Rice. 

SAKLAUST ER KONUNNAR BLÓÐ - Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur.Konan og vampíran í femínískri orðræðu og kvikmyndunum Innocent Blood (1992), Drakúla eftir Bram Stokers (1992) og Underworld (2003 og 2006).  

NAGLINN, ENGILLINN OG AÐRIR DEMÓNAR VIÐ MYNNI HELJAR - umfjöllun um vampírurnar í sjónvarpsþáttunum “Buffy the Vampire Slayer”. Karítas Kristjánsdóttir, guðfræðingur.  

Í SKUGGA NOSFERATUS - nokkrar blóðsuguhrollvekjur í anda F. W. Murnaus - Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur.


Ég er ótrúlega abbó ...

Oh hvað þetta er æðislegt .. kannski ég ætti bara að vita hvort að það er hús til sölu þarna í nágrenninu  ?
mbl.is Jón Baldvin og Bryndís Schram láta gamlan draum rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best Joke Award in UK ..

One Chinese person walks into a bar in America late one night, and he
saw Steven Spielberg.

As he was a  great fan of his movies, he rushes over to him, and asks
for his  autograph.

Instead, Spielberg gives him a slap and says "You  Chinese people
bombed our Pearl Harbor, get out of here."

The  astonished Chinese man replied "It was not the Chinese who bombed
your Pearl Harbor, it was the Japanese".

"Chinese, Japanese, Taiwanese, you're all the same," replied Spielberg.

In return, the Chinese gives Spielberg a slap and says "You sank the
Titanic, my  forefathers were on that ship."
Shocked, Spielberg replies "It  was the iceberg that sank the ship, not me."

The Chinese  replies, "Iceberg, Spielberg, Carlsberg, Sigurberg, you're all the
same."
 

Sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er!

Hver á ekki vafasama fortíð ? .....
mbl.is Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hlustað ...

Skrítin finnst mér viðbrögðin: Þegar einhver segir ,,Ái þetta var vont"  .. þá segja þeir sem sparka - ,,láttekki svona við erum búnir að sparka í svo marga og þeir hafa bara bitið á jaxlinn - spörkuðum óvart aðeins á viðkvæman stað á þér en vertu ekki að kvarta, þú meiddir þig ekki neitt!  

,,Hlustum ekki á þig og spörkum bara aftur ef okkur sýnist!"

 


mbl.is Ekki yfir strikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guilty as charged ...

Keyrði með hélaðar rúður nýlega - skammast mín og lofa að gera þetta aldrei aftur! Woundering ...  Vilja fleiri játa syndir sínar ? ... Ólafur, Magga, Villi, Bingi - anyone  ????...
mbl.is Sekt fyrir hélaðar rúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú kvaddir í nótt ...

Þú komst  inn svo sérstök, svo sterk og svo svöl

Inn í bekkinn og varst nörd eins og ég

Við náðum því saman í hippaskóm og hjali

Fjalaketti og mali og enn meira tali

Þar til kennarinn sagði hingað og ekki lengra

Og rak okkur fram á gang og þaðan ultum við heim

Í hláturskasti sem ætlaði aldrei að hjaðna

En nú hefur hlátur þinn hljóðnað

Þú kvaddir í nótt – þinn tími kominn til að fara...

Fara eitthvert annað, þangað sem ég kem síðar

Kem inn svo sérstök, svo sterk og svo svöl

Inn í himnasali og verð nörd eins og þú..

Unnur

Unnur sæta vinkona mín..

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband