Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 28. janúar 2008
Bergiðjan lokar - er það skynsamleg ,,hagræðing" ?
Ég telst nokkuð heil á geði (svona flesta daga) en mér yrði vissulega brugðið ef ákveðið yrði að leggja minn vinnustað niður og mér sagt að mér verði reddað annarri vinnu sem ég hefði engan áhuga á.
Rútína og regla er eitthvað sem starfsmenn Bergiðjunnar hafa þörf fyrir, ekki upplausn og óvissa.
Hvað er eiginlega verið að hugsa með þessu, hvar er mannlegi þátturinn í þessu heilbrigðiskerfi eiginlega ?
![]() |
Bergiðjunni lokað fyrsta maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Til Lykke Danmark !
Hélt með Danmörku eftir að Ísland varð úr leik. Á danskan tengdason og þar af leiðandi er knúsímúsin mín dóttursonurinn Ísak Máni hálfdanskur svo er ég 1/16 part dönsk hehe.. (langalangafi Carl Emil Möller fra Danmark) Maður heldur sko með sér og sínum!
![]() |
Danir Evrópumeistarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Ég skil ekki þessa (póli)tík ...
Ólafur F. er í Íslandshreyfingunni en er fulltrúi Frjálslyndaflokksins í Borginni eins og Margrét var og sem er líka í Íslandshreyfingunni og vill samt ekki vera memm þegar Óli spyr hana.
Það er auðvitað pjúra óeining fólks í Íslandshreyfingunni og ekkert skylt lengur við Frjálslynda flokkinn. Af hverju eru þau eiginlega í Íslandshreyfingunni ef málefnin eru öll fyrir Frjálslynda flokkinn ?
p.s.
Viðgerðarspurning:
Þurrkarinn minn gengur og blæs en hitnar ekki lengur - samt nýlegur - kann einhver lausn á því ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Magnús Skarphéðinsson sagðist vilja sjá hvort að fólk væri að ljúga ... ég líka !
Ungur ,,fréttamaður" á ríkissjónvarpinu tók viðtal við Magnús Skarphéðinsson. Sá síðarnefndi óskaði sér að allir menn sæju árur hinna því í litunum kæmi fram ef fólk væri að ljúga.
Ekki veit ég hvaða litir koma fram þegar fólk er að plata, en mikið væri gott ef við gætum séð árur borgarstjórnarmeiri-og minnihluta ... og bara hjá öllum hehe..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Sól og blíða í Selva ..
Set hér inn nokkrar myndir úr skíðaferðinni. Höfum það eins og blóm í eggi. Enda eggjapúns eða Bombardínó vinsælasti drykkurinn í fjölllunum. Það er hálfgerð sykurbomba m/rjóma og einhverju áfengi líka að sjálfsögðu! .
.. Hugsa til allra heima - og hugurinn sérstaklega hjá elskulegri vinkonu minni sem er orðin mjög veik. Kveikti á kerti fyrir hana í fallegri ítalskri sveitakirkju og hugsa til hennar oft á dag og sérstaklega þegar ég er stödd á fjallatoppunum, en hún elskaði að fara í svona skíðaferðir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 19. janúar 2008
800 krónur klukkutíminn ..
Er í útlöndum (Selva, Val Gardena) og komst á netið þar sem klukkutíminn kostar 800 krónur. Skulda enn umfjöllun um Bitter Moon. Það kemur vonandi fyrr en síðar.
Ástar og saknaðarkveðjur til allra vina og vandamanna heima. Skíðafæri gott og ég bara orðin alveg ágæt á skíðunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Brjóstin að verða trúnni yfirsterkari ?
Ég fór í smá bloggrúnt núna fyrir svefninn og sá þá að margir bloggarar eru að blogga um brjóst. Hvort að flagga megi kvenmannsbrjóstum eða ekki t.d. í Bláa lóninu. Í einni athugasemdinni kom fram að sumir karlmenn eru hreinlega með stærri brjóst en konur! Úff...
Minna sá ég um trúmálablogg - að vísu var Prakkarinn eitthvað að leggja fram sannanir um að Guð væri ekki til - - kíki betur á þetta allt seinna!
Kvikmyndasýning kvöldsins heppnaðist vel - skrifa líka seinna um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. janúar 2008
GETTU BETUR Í GANGI ...
Klukkan 20:00 munu Hraðbraut og Fjölbrautskóli Suðurlands keppa í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Ég er að hlusta hér í tölvunni !
Hraðaspurningar: FSU 12 Hraðbraut 7 Ekki gekk það nú vel !
Nú er Hraðbraut með 12 stig og FSU 15 stig .... úff spennandi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Afmæliskveðja ...
Guðrún Lilja Tryggvadóttir - dóttir hans Tryggva (mannsins míns m/meiru) .. er 25 ára í dag, hvorki meira né minna.
Gunna er nokkuð klassísk steingeit; samviskusöm og ábyrgðarfull ... þekki þær nokkrar ... Elskuleg og falleg stelpa og hefur tekið mér .."vondu stjúpunni" eða þannig afskaplega vel frá upphafi...
Til hamingju með afmælið Gunna Lilja ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Thank God it´s Friday ...
Jæja, búin að vinna í dag, annars ágætur dagur eins og svo margir. Fékk langt hádegi þar sem ég púlaði í ræktinni (verð að auglýsa það því ég er annars svo löt að fara) .. Nú er komin helgi og ég ætla að gera eins og Pamela í Dallas gerði svo oft, en hún hitti Bobby sinn á Restaurant for a light Salad. ..
Ég er s.s. af Dallaskynslóðinni þó vissulega horfi ég stundum á hinar desperatísku húsvælur við og við. Hitti að vísu ekki Bobby heldur hjásvæfilinn/kærastann/viðhengið/sambýlinginn eða hvað skal kalla slíkan mann sem maður býr með í synd! Verð ég annars nokkuð að giftast til að kalla mann manninn minn ? .. Anyone ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)