Færsluflokkur: Bloggar

Kvöldbæn

Leiddu mig Guð -  sestu niður með mér og rabbaðu við mig, gjörðu beina brautina þína fyrir mér svo ég sjái hvert ég á að fara. Gefðu mér daglegt brauð og hjálpaðu mér við að fá að taka þátt í að baka það. Því að þú ert vinkona mín og vinur og ert með mér í gleði og sorg.

Amen


Laus hnéskel ..einhver með svoleiðis þarna úti ?

Í dag ákvað dóttir mín að koma manninum sínum á óvart og bauð honum í bíó í Lúxussal í kvöld klukkan 20:00  ..man ekki hvað myndin heitir. Ísak Máni, sonur hennar sefur því þessa stundina í ömmu bóli, - íklæddur súpermannáttfötum og fimmáringurinn ekki langt undan í samskonar klæðnaði. 

Áður en hún kom til mín í kvöld með pjakkinn í pössun hafði hún komið við hjá vinkonu sinni, sat á gólfinu með hann á hnjánum - þá ýttist hnéskelin á henni alveg út á hlið! Sideways .. með tilheyrandi sársauka. Vinkonan brást vel við og ýtti hnéskelinni til baka .. úff..maður fær svolítið illt í hnén bara við að skrifa þetta. Fróðlegt væri að vita hvort að fólk kannast við svona kvilla, þetta hefur ekki hent áður...

Ekki veit ég hvort það var inní myndinni að hún færi niður á skeljarnar og bæði sambýling sinn um að giftast sér - svona i tilefni dagsins, en býst við að hún sleppi því .. Eva sorry hehe.. Grin

 


DAGUR ELSKENDA ..

Flottur koss
Auðvelt er að unna þér
elska, knúsa og kyssa
bestur karl í heimi hér  
 vil þig ekki missa
p.s.
Ertu nokkuð hissa ?  
Heart 

 
(lag: afi minn og amma mín)
 

 

Dýr á boðstólum .. fimmáringurinn vægast sagt ekki hrifinn..

Vorum með Þorraveislu í vinnunni í dag. Pöntuðum fyrir fimmtán en fengum fyrir fimmtíu! .. Ég tók afganga heim og þar fylgdu að sjálfsögðu dýrindis sviðakjammar. Fimmáringurinn horfði á ,,andlitið" með viðbjóði og sagðist vera á móti því að drepa dýrin! Hann gat engan veginn skilið að til að búa til pylsur og hamborgara þyrfti að drepa dýr. Shocking

 


Taka þessa drengi og hengja þá upp á axlaböndunum ...

Ef þeir eiga ekki axlabönd má setja þau á þá!  Það er ekki nóg með að þeir gera þessari konu stóran skaða, heldur einnig fjölskyldu hennar OG mörgu eldra fólki sem verður mjög skelkað við svona fréttir.
mbl.is Þrír piltar ruddust inn í íbúð konu á níræðisaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsusamlegt líf Dagur 2 ... og ADHD-markþjálfi ... Árás á Dolla mjólkurdropa ?

Mér tókst að komast í gegnum gærkvöldið - sykurlaus - þrátt fyrir að boðið væri upp á þvílíka rjómasykursprengju í kvikmyndaklúbbnum í gærkvöldi.

Í 24 stundum í morgun var sagt frá konu, Sigríði Jónsdóttur,  sem sagðist hafa læknað sig af athyglisbresti með markþjálfun og mataræði. Hún segist einnig eiga mann með athyglisbrest og son með ADHD.

Án þess að fara djúpt í pælingar um þetta, þá tekur hún fram að mataræði skipti máli fyrir fólk með ADHD. Hún tekur mjólk út og notar spelt í staðinn fyrir hveiti. Ég hef einnig hlerað það hjá krabbameinssjúkum að mjög margir þeirra taka út mjólk.

Er mjólkin virkilega svona slæm ?

mjolk

 


Heilsusamlegt líf - Dagur 1 ... Lífi þó ekki blásið í köflóttan sundbol

Ég sá á blogginu hennar Jónu að hún er hætt að borða sykur, ég ætla líka að hætta að borða sykur (hef sosem hætt áður) en bæta um betur og sleppa brauði, sósum, unnum kjötvörum og áfengi. Úff.. verður eitthvað gaman að lifa ? Er nýkomin úr ræktinni þar sem ég er farin að taka 100 magaæfingar á pyntingaræki sem ég gat bara tja..svona 10 þegar ég byrjaði.

Ég er eins og margt fólk YoYo Dieter .. sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra ein sem fitnar og grennist til skiptis.

Svo kemur sönn saga:

Einu sinni á mjóu tímabili keypti ég mér köflóttan sundbol. Allir sem vita eitthvað um köflótt vita að ef kona er hið minnsta búttuð verður kona mjög breið við köflurnar. Notaði sundbolinn þar til ég komst á ,,breiðara" tímabil. Þá var hann settur upp í hillu og gleymdist.....þar til að hundurinn minn hún Hneta, já hundurinn minn sagði ég, fór í móðurlífsaðgerð og hin hugmyndaríka húsmóðir klippti gat á köflótta sundbolinn (sem gerði hana hvortsemer feita) fyrir rófuna og setti hana í svo hún nagaði ekki saumana. Sko Hneta (ekki húsmóðirin). Svo líður tíminn, saumarnir voru löngu grónir á Hnetu og hún farin að dilla rófunni kát.

Eitt kvöldið þegar húsmóðirin var að fara í heitapottinn - og fannst hún vera óvenju ,,fitt" rámaði hana í að hún ætti sætan sundbol uppí hillu í kjallaranum. Hún var heppin og fann hann, hljóp með upp í herbergi og í hann. Flott! .. best að drífa sig í pottinn.. en rétt áður en hún ætlaði að gera "grate" entrance út á pall þar sem fjölskyldan beið í pottinum, varð hún auðvitað aðeins að kíkja í spegil og sjá hvernig hann færi henni á afturendanum..  .. hehe.. hún öskraði upp þegar hún sá hvað blasti við!..Blush

Hvernig hún gat gleymt því að hafa klippt þennan fína hring á rassinn á bolnum er mikill Leyndardómur! .. Grin

Sundbolurinn er nú gleymdur og grafinn .. og verður aldrei tekinn upp aftur!

 


Veit einhver ??? .. hvað er vínsteinsduft á ensku ?

Vantar svar strax LoL .. spyr salinn...

ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ AÐ HÆTTA.....

Villi er hér staddur á algjörum bömmer,

sér ekk'úr augunum út;

allt erí steik en hann neitar að hætta,

hleypur í kekki og hnút.

 

Þegar Ólafur birtist fer sólin að skína,

smáfuglar kvaka við raust;

í brjálæðishrifningu býður hann ópal

og berjasaft skilyrðislaust, þeir syngja saman:

 

Popplag í D-dúr, þeir syngja popplag í D

þeir syngja popplag í D-dúr,

það er engin leið að hætta

það er engin leið að hætta

það er engin leið að hætta'ð

syngja svona popplag í D-dúr,

popplag í D
mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkunn, miskunn, vorkunn og forkunn....Jórunn, Sæunn, Iðunn, ....eða þannig!

Ég gef Villa nú ekki háa einkunn í pólitíkinni, hann hefur hlotið heilmikla náð og miskunn en nú er fólk búið að fá nóg. Honum er nú samt vorkunn þar sem þetta er, að mínu mati, ömurleg staða að vera í ... og hmmm..það þarf einhvernveginn að koma forkunn-arfagur inn í þetta en af einhverjum ástæðum passar það ekki! LoL

... Cool


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband