Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 1. september 2009
Elsku Eva Lind 28 ára 2. september 2009
Á morgun verður hún Eva mín 28 ára, það er enginn smá aldur!!.. Hún er stödd fjarri mömmu sinni, í Hornslet í Danmörku - í fína raðhúsinu, með garði að framan og aftan þar sem sólin skín allan daginn. Ég er svo mikil kjúklingamamma að ég sakna unganna minna þegar þau fara í burtu. Eva er reyndar líka kjúklingamamma, því að Máninn hennar var að byrja í dönskum leikskóla í morgun, og eins og hún orðaði það þá var hún að "æla af stressi" .. Mér skilst samt að það hafi allt gengið vel!
Þann 14. ágúst sl. giftu þau Eva og Henrik sig og létu skíra litlu Elisabeth Mai, eins og kom fram í þessari færslu.
Falleg ..
Nú er frú Eva Lind örugglega farin að sofa ásamt litlu fjölskyldunni, ég hringi til Danmark í fyrramálið og vek hana kannski hihi...
Að lokum eitt viðeigandi videó, en Eva söng þetta sjálf ásamt pabba sínum við stúdentsútskriftina sína við mikið táraflóð.
SUNRISE - SUNSET .. that´s what life is all about..
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Eva Lind giftir sig ..
Eva dóttir mín og Henrik tengdasonur (ásamt börnunum Mai 3 mán, og Mána 5 ára) bjuggu hjá mér stutta stund, eins gott að það var ekki mjög löng stund þar sem þau hentu mér út úr mínu mjög svo rómantíska svefniherbergi og létu mig sofa í sjónvarpssófanum .. (reyndar smá útúrsnúningur í þessari frásögn og ýkjustíll, en það hljómar miklu skemmtilegra en að ég hafi heimtað að þau fengju herbergið!) ..
Jæja, þau voru ekki búin að vera lengi þegar Eva kom til mín og spurði mig hvort mér þætti það ekki alveg brilljant að þau giftu sig nú bara um leið og Mai yrði skírð þann 14. ágúst. Hún hefði reyndar sent Henrik sms um morguninn hvort þau ættu ekki bara að láta til skarar skríða og jú, hann hafði sagt já drengurinn! That´s my girl! Ekkert að tvínóna við hlutina.
Þetta átti í fyrstu að verða allt voða einfalt, og auðvitað allt í laumung, aðeins mamma, pabbi og Birna vissu af þessu, systkinin voru upplýst og örfáir sem urðu eðli málsins vegna að vita af þessu, t.d. presturinn yndislegi hún Jóna Hrönn.
Ég get ekki farið í öll smáatriði en niðurstaðan varð að sauma átti mamma-mia brúðarkjól (auðvitað) og kaupa sítt slör, blómvöndurinn átti að vera samansafn af blómum vallarins eða þannig og allt einfalt og fallegt.
Foreldrar Henriks náðu ekki að koma frá Danmörku, en voru sátt við að haldin yrði veisla þega heim væri komið en hægt að var að lokka besta vin hans þaðan til að vera svaramaður. Hann mætti s.s. til landsins á fimmtudegi og brúðkaupið var á föstudegi. Herrarnir þrír; Henrik svigeson, Sören svaramaður og Mánalingur keyrðu upp í Hvalfjörð til tilvonandi tengdapabba og gistu þar. Við stelpurnar; Eva tilvonandi brúður, Vala aðstoðarkona, Mai litla og móðir brúðarinnar undu sér heima og horfðu á sæta konumynd kvöldið fyrir brúðkaup.
Birnan og pabbinn höfðu séð um að skreyta sal og undirbúa veislu, með örlítilli hjálp frá mömmunni, sem reyndar skar niður tonn af grænmeti. Valan og Ingan höfðu bakað dýrindis möffins-brúðartertu og amman hafði bakað kransaköku, sem reyndar var fyrir skírnarbarnið þar sem hún vissi ekki af hinu samofna brúðkaupi.
Máni var auðvitað hringaberi og Rósinkrans fékk að syngja ;-) ..
Brúðkaupsdagurinn rann upp, við Vala hentumst upp í Mjódd til að versla ýmislegt sem enn vantaði eins og (gervi) demantshjarta um háls brúðar og rómantískt slör sem náði langt aftur að ósk brúðarinnar.
Margt gekk á á Ránargötunni þennan dag, svo málaði mamman sig og tók fram kjólinn sem hún hafði sparað 50 þús á. Já, hann kostaði áður 62 þús og fékk hann á 12 þús á útsölu, ekki hægt að gera betri kaup á útsölu en það!!!.. en áður en hún smeygði sér í dýrðina, brunuðu hún og Vala í Stjörnuheimilið með grænmeti og til að skreyta kökur o.fl.
Á heimleið; um 6 leytið - brúðkaupið byrjaði 19:15 .. hringdi brúðurin og bað mömmu að "redda blómvendi" .. arrrgg.. helst náttúrulegum. Vala hafði engan tíma í það, svo mamman skutlaði henni heim til að gera sig klára og ók svo sem fjandinn væri á afturdekkjunum í átt að Hringbraut. Keyrði inn Ljósvallagötuna á móti akstursstefnu og reif út úr bílnum poka sem hún ætlaði að stinga blómunum í. Sá þá það var Bónus poki, og kom þá í huga hennar að brúðarvöndur dóttur hennar færi sko ekki í Bónus poka. Var heppin að Vala var að vinna hjá Sævari Karli og að í bílnum var poki þaðan. Ekki að mamman sé snobbuð! .. Kom hlaupandi með hníf og poka að Margaritublómabeði í boði borgarinnar og horfði flóttalega í kringum sig - en hún mátti engan tíma missa og quizzz .. blómvöndurinn var skorinn úr beðinu og stungið í pokann frá Sævari Karli. Brunaði nú mamman aftur heim á leið, batt fagran borð um vöndinn og "voila" vendinum var reddað!
Út í bíl fór hún hlaupandi, í silfruðum og gylltum kjólnum og brunaði í Garðakirkju. Þar beið Birna og tóku þær brosandi á móti gestunum, sú gamla og sú nýja. Gestir urðu pinku skrítnir en brá að sjálfsögðu þegar inn var komið í kirkjuna og Henrik og Sören íklæddir mörgæsaklæðnaði hneygðu sig virðulega. Reyndar var annað krútt í mörgæsaklæðnaði sem beið fyrir utan með hringa í boxi - en það var Máni, sem eins og venjulega var bara "cool" enda vanur hringaberi!
Brúðurin kom eiginlega meira en fashionably late, kirkjan full af ungum og fallegum vinkonum brúðarinnar með litlu ungana sína og auðvitað pabbana þeirra! .. Damm, damm, damm, damm.. og "here comes the bride" Eva kom inn með pabba sínum, yndisleg sem alltaf brosandi út að eyrum - berfætt - eins og hennar var von og vísa í mammamia brúðarkjólnum sínum. Úff, það var ekki bara mamman sem tárfelldi, brúðurin grét og enginn var ósnortinn af gleði hennar.
Vala sat fremst með fallegu Elisabeth Mai, sem var íklædd yfir 50 ára gömlum skírnarkjól fjölskyldunnar, sem amma hennar (ég) hafði saumað í bleikar slaufur fyrir tilefnið.
Brúðkaupið var yndislegt, Páll Rósinkrans söng fallega fyrir brúðhjónin "Ó þvílíkt frelsi að elska þig" og "Unchained Melody" og ekki síður fyrir barn þegar hann söng "Þitt fyrsta bros" .. þúsund tára brúðkaup og skírn. Máni klikkaði ekki á hringaburðinum og var krútt aldarinnar, Jóna Hrönn bætti í gleðina með að halda á Elisabeth Mai meðan Rósinkransinn söng lagið hennar og sú stutta stal senunni algjörlega á tímabili, enda líka hennar dagur.
Veislan var æði, allir glaðir og kátir - farið í leiki og haldnar stuttar tölur, auðvitað margar óundirbúnar þar sem enginn eða fæstir vissu að um brúðkaup væri að ræða. Síðustu gestirnir fóru svo um miðnætti, en við gengum algjörlega frá salnum og komum heim lúin eins og eftir fjallgöngu - en jafn sátt. Fríður flokkur mætti á Ránargötuna; Brúðurin Eva og brúðguminn Henrik, mamman, svaramaður, Vala, hringaberinn var borinn inn sofandi og jafnframt hin nýskírða snót Elisabeth Mai og þau lögð fyrir.
Sören svaramaður þurfti að fara í flug klukkan 7 um morguninn, svo hans svefn gat aldrei verið meiri en 2-3 tímar. Þegar við vorum þarna um miðja nótt að horfa á upptökuna af skírn/brúðkaupinu, þá segir Eva við mig; Mamma það er best að Sören sofni hjá Henrik í þínu rúmi og ég sofi hér í minni sófanum og þú í þeim stærri. Ég sprakk úr hlátri og sagði það ekki koma til greina að brúðguminn og svaramaðurinn eyddu brúðkaupsnóttinni saman. En hún stóð föst á sínu og tilkynnti Henrik þetta, brúðkaupsnóttinni var þar með frestað þar til óákveðið!
Mamman sem hafði laumast til að setja hreint á rúmið hjá þeim og svona minnstu munaði að herbergið væri allt skreytt með hjörtum, en hafði sleppt því vegna tímaleysis. Jamm og já, þannig fór það. Sören svaramaður og Henrik svigeson eyddu s.s. brúðkaupsnótt þess síðarnefnda í mínu rúmi og ég (svolítið heppin) fékk að hafa Evuna mína hjá mér á brúðkaupsnóttina hennar.
Fallega fólkið mitt; Tobbi, Ásta, Vala, Máni, Eva og Henrik.
Lífið er yndislegt! Óska Evu minni og Henrik til hamingju, litlu stelpurnar manns verða samt alltaf litlu stelpurnar.... (set myndir á Facebook)
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.8.2009 kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 1. júní 2009
Komin í blogggírinn ..
Vá skemmtileg svona orð með þremur eins bókstöfum í röð! .. Hvað munið þið eftir mörgum? Eitt klassískt er þátttakandi! .. en hér óska ég eftir fleiri orðum.
Áætlanír mínar um að þvo bílinn í dag hafa farið út um þúfur. Ætlaði í kaffi til Sissu sem býr hér á móti en lenti í súpu og brauði o.fl. góðgæti, nammi, namm.
Við plönuðum að fara á LÍNUSKAUTA seinni partinn, en það fór eins og planið um að þvo bílinn.
Ég að vísu prufukeyrði þá á ganginum hér heima og Vala tók mig í bóklegan tíma hvernig ætti að bremsa. Ég SKAL fara að prófa skautana á næstu dögum. Geggjað tæki til að styrkja hina ýmsustu vöðva.
Jæja, þó ég hafi ekki náð markmiðum dagsins náði ég þó að slá sameiginlegan garð hér á bakvið og það var ágætis líkamsrækt í sólinni.
Hugsa að ég bjóði svo Völu í bæinn á eftir og fáum okkur létt salat eða sushi.
La vita e bella.
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Good Morning Starshine, the Earth says hello ...
Vaknaði við ping ping, sms í síma í húsinu og svefninn ekki dýpri en það að ég náði ekki að sofna aftur. Þá gerir maður bara gott úr því ..
Set hér inn lag úr einni af mínum uppáhaldsmyndum:
HAIR .. goodmorning starshine ..
(Er að átta mig á því að ég er algjör söngvamyndafan!)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Tímamót og tilfinningar
Það er ekki alltaf auðvelt að vera ég. Tilfinningabomba, og það sérstaklega á tímamótum. Í gær breyttist ég úr 46 ára konu í 47. Hef aldrei fengið eins margar afmæliskveðjur á æfinni, en þorrinn kom í gegnum Facebook og bloggið. Þakka af öllu hjarta fyrir þær. Hlakka til að verða 50! Ég er ekki enn farin að sofa sem 47 ára, því það veltur svo margt í hausnum á mér, og fyrri afmæli og önnur tímamót fara að velkjast um.
Við getum verið svo viðkvæm á tímamótum (talandi um sjálfa mig) ..tárast yfirleitt um jólin og græt pottþétt um áramót. Alltaf fegin að fá nýja árið. Hugsa kannski að fleiri en venjulega gráti þessi áramót, það er svo mikið sem þarf að losa um frá 2008. ,,Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka" ....kannski eins gott! ..
Auðvitað er svo margt gott sem hefur gerst á þessu ári, .. hjá mér persónulega er það mesta gleðifregnin þegar Eva og Henrik upplýstu um barn númer tvö á leiðinni! Krílið er væntanlegt í byrjun maí 2009. Ömmustelpa eða ömmustrákur, ...börn eru ljós.
Jæja, ætla að gera aðra tilraun við svefninn.
Knús og takk enn og aftur fyrir fallegu afmælisóskirnar.
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Til hamingju Óli með árangurinn og til hamingju Stefanía Þóra Ólafsdóttir með eins árs afmælið!
Yngri dóttir Óla og Kristínar, Stefanía Þóra, átti eins árs afmæli í gær, 12. nóvember. Yndisleg lítil dama. Ólafur er uppeldissonur Tryggva míns og ólst upp hjá honum og mömmu sinni, Helgu Lilju, frá ca. sjö ára aldri fram á efri unglingsár. Myndin hér að neðan er tekin þegar Stefanía Þóra kom fyrst í heimsókn til okkar, með mömmu og pabba og stóru systkinunum, Helgu Soffíu og Einari Þorsteini, en það var sl. jól í miklu fjölskylduboði!
Tryggvi "afi" með Stefaníu Þóru sl. jól!
Ólafur markahæstur í sigurleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Krúttsaga .. algjört möst að hafa titil ... enn um flókið fjölskyldumynstur
Ég sá fyrir allnokkru síðan á svipnum á henni Evu, dóttur minni að hún var "bomm", en nú er það opinbert og ekki hægt að fela, þar sem maginn er farinn að stækka. Ísak Máni verður sem sagt stóri bróðir!
Þegar við vorum öll stödd hér saman, eitt fimmtudagskvöldið, þá koma oft pabbi Tryggva, mamma mín og börnin hans og míns í mat, og jafnvel fleiri, fékk Máni (4 ára) leyfi til að tilkynna það, með miklu stolt,i að hann væri sko að verða stóri bróðir. Allir fögnuðu mikið og óskuðu honum til hamingju.
Allt í einu var mér litið til litla Tryggva (5 ára) sem stóð álengdar og horfði á og sagði við sjálfan sig með bland af pirrings og undrunarsvip; "En ég er stærri en Máni" .. Tryggvi yngri er eiginlega stjúpbróðir mömmu Mána, til að útskýra tengslin, þó að við notum það orð aldrei. Hann væri þá í raun stjúpmóðurbróðir litla barnsins. Alla veganna þá sá ég að hann vantaði athygli, - og titil! Máni væri að verða stóri bróðir, og hann var sko stærri en Máni!
Ég tilkynnti yfir hópinn að Tryggvi væri að verða "stóri frændi" og varð hann mjög stoltur af, og stækkaði um helming við tilkynninguna. Hann er enn mjög stoltur af þessum verðandi titli, sem hann að sjálfsögðu er löngu kominn með gagnvart öðrum litlum börnum sem hafa fæðst í fjölskyldu hans, en þetta verður alveg "spes" stóri frændi í þessu tilfelli.
Tilvonandi "stóri bróðir" og tilvonandi "stóri frændi" ... í fótboltabúningum sem amma/Jóga og pabbi/afi Tryggvi keyptu í Barcelona í fyrra.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Frostpinnar, parkódín og voltaren .. og afmæli mömmu!
Var mætt 7:50 á fjórðu hæð Borgarspítalans í morgun. Átti að vera mætt 10 mín fyrr og dauðskammaðist mín fyrir að vera svona sein. Áttaði mig engan veginn á að umferðin væri orðin svona þétt svona snemma að morgni-aukinheldur að ég á heima á útjaðri byggðar!
Elskuleg hjúkka tók á móti mér, og rétti mér hvít föt sem merktu mig sem "Eign ríkisspítalanna" eða hvað þar nú stendur. Ég háttaði ofan í rúm og í því rúmi var mér rúllað upp á skurðstofu. Horfði upp í ljósin í loftinu, eins og maður sér í bíómyndum. Fékk græna hettu og fór að hugsa hvernig hárið á mér liti út eftir hana! .. Well, á skurðstofunni færði ég mig yfir á uppskurðarborðið. Heit teppi voru lögð yfir mig, voða kósý. Nál var sett í handarbakið, mér var gefið súrefni og síðan var svæfingin sett af stað. Það var mjög óþægilegt þegar svæfingarlyfið rann eftir æðunum. (Ég er svo bekvem). Fullt af fólki í grænum fötum snérist í kringum mig.
Næsta sem ég man, var að ég vaknaði á öðrum stað, komin aftur í rúmið. Ég fann mikið til í hálsinum og var ringluð. Önnur almennileg hjúkka kom og bauðst til að gefa mér verkjastillandi, ég var búin að segja já áður en hún kláraði setninguna. Ég held ég hafi fengið morfín, því að eftir að lyfir fór að virka, fannst mér alveg óþarfi að liggja þarna. Ég hlyti að vera undantekning frá reglunni: Mér var gjörsamlega batnað!
Ég dormaði þarna á vöknun til hádegis og hlustaði á masið í starfsfólkinu, verið var að plana helgarferð og uppskriftir ræddar. Munaði engu að ég væri farin að skipta mér af fyrirkomulaginu þar sem skipulag skemmtiferða og samkoma eru mínar ær og kýr! ´
Mér var rúllað aftur niður á stofuna mína á 4A og þar dormaði ég á milli þess sem ég hlustaði á útvarp. Læknirinn kom og útskýrði hvað var gert; kirtlarnir höfðu verið ljótir með djúpum skorum og býsna fastir. Einhverjar komplikasjónir höfðu verið með æð vinstra megin í hálsinum og þurfti að setja saum til að loka fyrir. Nú, svo á ég að bryðja parkódín og vóstar = voltaren í 10 daga aðeins! .. Er akkúrat á svoleiðis skammti núna. Tryggvi sótti mig svo um fjögurleytið og þegar ég kom heim beið blómvöndur og "welcome home card" .. knúsin!
Mamma átti afmæli í dag og hringdi ég í hana frá spítalanum, en hún var svaka ánægð að fá hringingu og átti ekki von á því. Röddin er ekki sterk og ég verð þreytt að tala. Svo ég blogga bara. Fjölskyldan hittist hjá henni seinni partinn og hélt smá afmælisveislu.
Mikið erum við heppin, á Íslandi, að eiga svona flotta spítala og hæft og elskulegt starfsfólk.
Takk fyrir það og ykkur.
Mánudagur, 20. október 2008
Andvöku-og væmnisblogg.... skrifað sl. nótt en birt núna.
Ég var að kveikja á kerti á síðunni hans Himma hennar Röggu. Himmi hennar lést fyrir aldur fram fyrir rúmlega ári síðan og það snertir við mér þó ég hafi ekki þekkt hann. Mamma hans heldur minningu hans á lofti og gerir það svo fallega. Þegar ég kveiki á kerti á síðunni, þá hugsa ég margt. Ég hugsa til Röggu, sem ég hef bara hitt á blogginu og er ótrúlega skemmtileg á prenti og stórfyndin þegar sá gállinn er á henni. En ég finn líka sorg hennar.
Þegar ég kveiki á kerti þá hugsa ég líka með þakklæti fyrir börnin mín og alla þá ættingja og vini sem umvefja mig, og ég fæ að hafa hjá mér. Það er ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið í þessum heimi. Ég hugsa um nemendur mína, sem eru einmitt margir á aldrinum hans Himma og eiga, allt of margir, við erfiðleika að stríða. Glíman við lífið er oft þung.
Ég hugsa líka til þeirra sem ég sakna; pabba sem fór fyrir rúmlega 39 árum, já næstum jafnmörgum árum og hún lsystir mín sem átti fertugsafmæi afmæli í gær... úfff... nú varð ég að hætta að skrifa því ég sá allt í einu ekkert í gegnum tárin. Ótrúlegt hvað hægt er að gráta einn pabba mikið! Svo hugsa ég líka um Önnu Kristínu frænku og Unni vinkonu mína sem dóu báðar á þessu ári. Mig dreymir Unni svo mikið, og mér finnst hún alltaf vera hjá mér, enda tilkynnti ég henni það á dánarbeðinu að við yrðum alltaf saman.
Stundum fer ég í fýlu út í hana, vegna þess að hún "stakk mig af".. en ég næ henni einhvern daginn, hef alltaf gert það. Mér liggur ekkert á, hef mínum skyldum að gegna og mitt líf er gott hérna megin. Mæti í "pikknikkið" á eilífðarströndinni seinna þegar "minn tími kemur" eins og hún nafna mín Sigurðardóttir sagði í den.
Hér er svo eitt margra vasaklúta lag sem minnir mig á samband okkar Unnar...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 1. september 2008
27 ár ....
Fyrir 27 árum var ég aðeins 19 ára. Stödd í íbúð bróður míns og mágkonu, en ég var að passa, þar sem þau höfðu farið út að borða á tveggja ára brúðkaupsafmælinu. Þau hafa gott úthald, hafa verið samstíga og eru enn gift í dag og eiga því 29 ára brúðkaupsafmæli. ...
Mín var komin svona eiginlega níu mánuði á leið. Hafði að vísu farið í skoðun um daginn og sagt að barnið kæmi svona um 15. september. Var mjög pent ófrísk, og hafði reyndar hitt vinkonu systur minnar í bænum nokkrum dögum áður sem ekki hafði tekið eftir meintri óléttu.
Eftir pössun ókum við parið heim (en við vorum ekki gift þarna) og mér var nú svolítið "illt" í maganum og gat ekki sofnað. Tók létta verkjatöflu, en allt kom fyrir ekki. Hringdi þá upp á fæðingarheimili og spurði hvort það gæti nokkuð verið að ég væri bara hreinlega komin með hríðir? Ég hafði nefnilega fengið slatta af fyrirvaraverkjum áður, svo ég var ekki viss. Jú, konan við hinn enda símtólsins sagði mér að koma bara. Það var liðið á morgun þegar þetta var.
Ég var gíruð upp og sett á fæðingarstofu, í kasettutækið var sett öndunarspóla með Huldu Jensdóttur - en ég var fljót að segja "takið helv....kellinguna úr tækinu" .. hafði haldið upp á þessa spólu, og auðvitað er Hulda hin besta manneskja, en þegar ég var kvalin og gat ekkert andað í takt við hana Hmmm... Til að gera langa og kvalafulla sögu stutta þá leit mín litla dama dagsins ljós um tíuleytið að kvöldi 2.september 1981. Fallegasta barn sem hafði komið í þennan heim. Kveikt var á kertum og ég man við fengum köku og mjólk - þetta var yndisleg stund og nú er ég farin að vola... Well, þarna var hún Eva Lind mín mætt í heiminn, dökkhærð með mikinn lubba, næstum eins og útlendingur. Ég var alltaf viss um að hún yrði ljóshærð, en hún kom á óvart.
Ég hafði skrifað það í dagbókina mína þegar ég var komin þrjá mánuði á leið að ef ég eignaðist stelpu ætti hún að heita Eva Lind. Mér þótti það bara fallegast...
WELL ... frumburðurinn minn og ein af þremur stærstu ástum lífs míns: Eva Lind Jónsdóttir á afmæli á morgun - 2. september 2008 ... Ég er lánsöm móðir - svo ekki sé meira sagt ...
Sometimes I wish that I could freeze the picture....
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.9.2008 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)