Mánudagur, 9. júní 2008
Heilsusamlegt líf dagur ????.. 17 smjörlíkisstykki liggja í valnum
Þann 12. febrúar skrifaði ég bloggfærslu þar sem ég startaði ,,heilsusamlegu lífi" .. það fólst aðallega í því að skera út sykur úr lífi mínu, bætti þó inni áfengi og kaffi.
Ég er dottin í það aftur, þ.e.a.s. fæ mér vín og öl við og við, en þó miklu sjaldnar en áður. Er líka dottin í kaffið, big time eiginlega. EN sykurinn hef ég varla snert. Með nokkrum undantekningum til að sanna regluna. Fékk mér einn disk af ómótstæðilegri eplaköku með rjóma á einum fundi, eina ameríska pönnuköku með sírópi um páskana, einn gaffal af franskri súkkulaðiköku með rjóma í Júróvisjónboði og svo tvo Hraunbita sem áfallahjálp þegar Regína og Friðrik UNNU EKKI Júróvisjón. Þetta er þá upptalið alveg frá því í febrúar!!!.. Svo fór ég auðvitað í brjálað spinning-námskeið sem skar burtu einhverja fitu og keppi.
Niðurstaðan í dag á heilsusamlegu lífi er að ég er búin að missa 8,5 kílógrömm eða 17 smjörlíkisstykki, en það er svo gott að mæla það í þeim, virkar svo mikið.
Ef einhver hefur nennu til að telja dagana frá 12. febrúar þá má hann/hún gjarnan setja það í athugasemdirnar hér hjá mér.
Have a nice healthy day!
Athugasemdir
Sæl og takk fyrir síðast.
Þetta eru ca 17 vikur allavega, eitt smjörlíkisstykki á viku sem er heilbrigður og flottur árangur. Til hamingju.
Marta B Helgadóttir, 9.6.2008 kl. 11:29
Marta mín, góð!! og þakka ÞÉR miklu frekar. Gaman að sjást "Live."
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.6.2008 kl. 11:40
Til hamingju vúman, þú ert flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 12:04
119 samkvæmt mínum útreikningum! Hef ekki verið þekkt fyrir að vera góð í stærðfræði ... en held þetta sé nokkuð nærri lagi :) Eigðu góðan healthy day mom, kv. Eva
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:09
Wá.!!! 17 smjörlíkisstykki er sko mikið hvernig sem á það er litið.
Valdimar Samúelsson, 9.6.2008 kl. 19:09
Til hamingju með þennan árangur!
Ég er bara abbó sko, get ekki staðist sykur í einn dag..
Er alveg furðu lostin að ég skuli ekki vera með meira utan á mér en þetta..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:13
Til hamingju . Þú ert greinilega ekki sami fíkillinn og ég. Ég gæti aldrei smakkað einn gaffal af franskri súkkulaðiköku eða 2 hraunbita - og látið þar við sitja. En kaffi og víni get ég stillt í hóf sem betur fer.
Laufey B Waage, 9.6.2008 kl. 23:59
Hvað á svo að nota allt þetta smjörlíki?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 01:56
Ég nenni sko ekki að telja dagana, en smjörlíkisstykkin eru svona það mesta sem ég ræð við akkúrat núna. Til hamingju með frábæran árangur!! Sammála, að þetta virkar mun meira og er áhrifaríkara, þegar maður telur í smjörlíkisstykkjum heldur en kílóum. Ég ætla samt ekki að yfirfæra það á kílóin sem ég bæti reglulega á mig.....
Lilja G. Bolladóttir, 10.6.2008 kl. 02:03
Sæl Jóhanna.
Sem sagt, hamingjuna er ekki að finna í smjörlíki eða sykri?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 03:32
Góður þórarinn! .. Búin að losa mig við smjörlíki OG sykur.
Smjörlíkið er vonandi alveg týnt og tröllum gefið. Það getur að vísu verið lúmskt og viljað klína sér á mig aftur, en þá er að halda uppteknum hætti.
Róslín - hvaða, hvaða, ertu ekki alltaf að hreyfa þig???.. en sykur getur verið slæmur fyrir meira en fitu. Sumir telja hvítan sykur hálfgert eitur.
Takk öll, fyrir hamingjuóskir og útreikninga.. Eva 119 er góð tala.
Knús inn í daginn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.6.2008 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.