Spakk og hagettí ..

Átti voða venjulegan dag í dag, var reyndar aðeins að rífa mig á blogginu hennar Möggu, en ég er meðherji hennar í baráttunni við að verja samkynhneigða frá trúarofstæki. En um leið að reyna að útskýra fyrir fólki að guðsmyndir eru jafn margar og við erum mörg. Guð er eiginlega handan skilgreiningar svo það er vonlaust að rífast um hann/hana/það.

Það var nóg að gera í vinnunni fyrri partinn, próf o.fl. Eftir vinnu komu Tryggvi x 2 að sækja mig og við fórum í Bónus (já ég versla enn þar) og ákváðum nýja sparnaðarráðið að versla fyrir vikuna en enduðum með því að versla fyrir tja.. örugglega hálfan mánuð. Annars er svo mikil traffík hjá okkur og margir svangir munnar að fæða að það borðast ansi hratt úr ísskápnum.

Tryggvi yngri var búinn að panta að hjálpa til við að elda hakk og spaghetti svo það úr varð samvinnuverkefni okkar og úr varð hin ágætasta máltíð, með dætrum mínum og Tryggva, tengdasyni og dóttursyni. Synirnir okkar fæddir 1986 voru báðir að vinna.

Fékk símtal eftir matinn þar sem verið var að bjóða mér að starfa í pólitík, ég var þakklát fyrir traustið "minn tími er ekki kominn" og veit ekki hvort hann kemur í pólitík, en hann mun koma í einhverju ..

Máni pantaði að gista hjá ömmu og Tryggva, en Vala, Eva og Henrik fóru að heimsækja ömmu Völu á spítalann sem er nú miklu skárri og reyndar orðin býsna lík sér.

Fór á smá flipp í kvöld á bloggi Horsíar, þar sem við vorum með létta gagnrýni á beina útsendingu frá þingsetningu.

Nú er mín orðin sybbin, ætla að biðja bænirnar mínar og fara svo að sofa. Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir allan stuðninginn á mínu bloggi og sofðnu nú rótt

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:13

2 identicon

Ha ha ha ha ha ha!

Þetta er mikið notaður frasi hjá okkur, krakkarnir spyrja um hvað er í matinn og þá er viðkvæðið; spakk og hagettí!!! Þetta er alveg svakalega vinsæll matur á okkar heimili.

Kær kveðja til þín, Jóhanna mín

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég dett líka inn í að tjá mig á bloggi hennar Möggu um mína trú.  Hún enda leyfir aðrar skoðanir en sína eigin & annara meðhjálpara sem að kunna upp á tíu af hverju ég & þú séum bjánar fyrir það að trúa & vilja ala upp börn okkar í kristilegum kærleika, af okkar bestu getu.

Hakkið & spaghettíð fer meira í munn fullorðinna en barna á mínu heimili núorðið.

Vandlætíngar alltaf þezzi barnaskríll, alltaf !

Steingrímur Helgason, 4.2.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 07:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu: Hvaða flokkur?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 14:25

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að skilja eftir fótspor 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:00

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott þegar einhver bendir manni á hvað hægt er að hafa í matinn.....naut þess að borða spakk og hagettí í gær

Gott að einhver hefur komið auga á þig sem góðan framboðskandídat

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 14:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur dagur hjá þér. hér er oft haft hakk og spa barnabörnin elska það.
Skil þig vel í sambandi við pólitíkina það er reyndar ekki komandi nálægt henni núna.
Ljós til þín Jóhanna mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband