Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Borgarstjóratvífarar .....
Gamli góði Villi Mr. Wilson úr Denna Dæmalausa! ...
Dagur B. Eggertsson Sam Shepard
Hanna Birna Ellen Degeneres
Ólafur F Napóleon
Hverjir eru mestu tvífararnir ???...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Grátum saman ..
Ég er er sérlega ánægð yfir þessum óheftu tilfinningum sem ,,strákarnir okkar" sýndu á Ólympíuleikunum. Stórir strákar hágrétu fyrir framan myndavélarnar. Þetta er spor í rétta átt. Innibyrgðar tilfinningar geta verið hættulegar og gosið þegar síst skyldi, tár sem eru fryst verða að ís og það er miklu erfiðara að losa um ísinn en heit tárin ... stíflum ekki tárin né frystum, grátum saman, hvort sem það eru gleði eða sorgartár ... skjúsmí hvað ég er væmin, það er bara ég ...
Ekið á vagni niður Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Á að safna niðrá rass eða lengra? ..
Hvort er fallegra að vera með sítt hár eða stutt hár? ... Af hverju er siður hjá stelpum að safna fyrir fermingu? ... Klippa það svo af, það gerði ég - og fékk spurninguna frá bekkjarsystur: ,,lentir þú í sláttuvél".. (lifði að vísu undir ýmsum annarskonar óskemmtilegum árásum frá viðkomandi bekkjarsystur)... Átt þú góða hársögu?
Bloggar | Breytt 25.8.2008 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Á maður bara að fara út í göngutúr ?....
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Grill og Klambratún...
Ég var að koma heim af skemmtilegri menningarnótt 2008. Við vorum boðin í grillveislu til vina í Barmahlíð og .. Þar sem þau búa í Hlíðunum var upplagt að leggja leið á Klambratúnið/Miklatúnið og hlusta á NÝ-DÖNSK eða segir maður NÝ-DANSKA? eftir matinn. Mikil stemmning var á svæðinu og mikið af fólki.
Eftir tónleikana horfðum við á flugeldasýninguna af svölum í Borgartúni og var það eins og stúkusæti...
Jæja, í fyrramálið hefst svo leikurinn eini og sanni... áfram ÍSLAND! .... Annað kvöld er svo læri fyrir börnin mín og hans !
Bibbi og Elsa ..
Sjálf með fallegt veggteppi í baksýn ..
Hulda bauð upp á drykk úr hlébarðaflösku ...
Óska ykkur góðrar skemmtunar í fyrramálið og áfram ÍSLAND! ...aftur
Tónleikar á Miklatúni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Skoðanakönnun - Palli Magg bindislaus í fréttum og aðrir ganga lengra og ætla að láta tattóvera íslenska fánann á afturendann ef Ísland vinnur gullið!..
Ég var að hlusta á útvarpið eftir kvöldmatinn og þá voru einhverjir gárungar á rás2 að ræða það að ef að Íslendingar ynnu gullið ætlaði kona annars að láta tattóvera íslenska fánann á afturendann! ..
Eruð þið með einhver loforð/áheit eða hugmyndir um slíkt? ... Hvað er besta hugmyndin ? .. best að setja inn skoðanakönnun. Hún er s.s. komin hér til vinstri.
Hverju ert þú til í að fórna? ..
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
,,Ekki þessa heims" ?
Jú, sköpunarkrafturinn er ,,þessa heims" .. en það er okkar að nýta hann. Ólafur hefur heldur betur lagt höfuðið í bleyti, eins og það er orðað, eða til að vera nákvæmari lesið sér til og hugleitt sköpunarkraft þessa heims. Sköpunarkraftur þessa heims er nefnilega í höfðinu á okkur en virðist mjög vannýttur.
Þessa ORKU sem er í heilabúunum okkar má nýta til að vinna stærstu og sætustu sigrana. Ég held við ættum að taka þetta til fyrirmyndar og vinna að uppbyggingu lands og þjóðar með heilabúinu frekar en með eyðileggingarafli. Tileinkum okkur jákvæðni og ekkert meira "blíp" ..
Málið er að það er til jákvæð orka og neikvæð orka, þessi neikvæða orka virðist t.d. hafa verið að verki í borgarstjórn okkar undanfarið þar sem hver sálin grefur undan hinni .. allir tapa á neikvæðri orku.
Notum jákvæða sköpunarkraftinn til að skapa betra Ísland, heilbrigt Ísland, heilbrigða náttúru og heilbrigt fólk ...
Lifum heil og hættum að kvarta, látum þessa heims orku starta, landið mun sínu fegursta skarta, lítum þá framtíð ljósa og bjarta! ...
Sköpunarkraftur af öðrum heimi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Mammamia here I go again ...
Ó mæ god ....Ruglið og bullið í þessari pólitík. Ég held ég neyðist bara bráðum til að fara að skipta mér af, ef ekki bara stofna nýjan flokk, hvernig væri að stofna ,,Mammamia" flokkinn ;) .. anyone with me???
Stjórnast af gleði og samvinnu og HEIÐARLEIKA .. gleði, gleði, gleði...
Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Konur versus karlar ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Fimmvörðuháls og útvarpsviðtal að baki....
...veit ekki yfir hvoru ég svitnaði meira ...
Heil og sæl kæru bloggvinir - og aðrir vinir og vandamenn. Viðburðarík var helgin mín, en ég er s.s. komin lifandi úr göngunni miklu yfir Fimmvörðuháls, en í hana fóru átta klukkustundir. Við vorum einstaklega heppin með veður, sólin brosti sínu sætasta brosi og vindurinn blés í bakið! .. Það var að vísu svolítið svalt í 1100 metra hæð, en það var ekkert sem góður útivistarfatnaður getur ekki ,,coverað"..
Áðum í Baldvinsskála til að nærast, gömlum skála sem leiðsögumaður kallaði ,,Gamla Fúkka" og var það ekki að ástæðulausu. Þá höfðum við gengið í 3-4 klukkustundir og vorum býsna hátt upp. Bæði í mikilli hæð og auk þess var boðið var upp á ópal-snafs sem mín þáði. Það væri nú varla í frásögur færandi, nema vegna þess að þegar ég var nýbúin að innbyrða staup af hinu fljótandi Ópali ræddi ég við dóttur mína í símann og hún spurði mig hvort ég væri drukkin!! .. Annað hvort er ég mjög mikill hænuhaus eða dóttir mín er mjög næm á móður sína, ef ekki bæði!!..
Mín ,,reffileg" ...
Sissa og ,,moi" .. .. og svo að sjálfsögðu Tryggvi ...
Hráslagalegt í hæstu hæðum...
..Hrikalegt umhverfi ..
Komin í Bása .. búin að ,,Ganga til góðs" .. eins og stendur á bleiku húfunni, en gangan var til styrktar Krabbameinsfélaginu og safnaðist, að ég best veit, tæp hálf milljón...
Eins og fram kemur í fyrirsögninni fór ég í viðtal á Bylgjunni, sem flutt var á sunnudagsmorgun. Sumir virðast hafa hlustað - því ég hef fengið góðar kveðjur í tölvupósti .. og frá M bloggvini í athugasemdakerfi. Hefði ekki getað trúað hvað fór mikil orka í þetta, að hafa svör á reiðum höndum, eftir að hafa hlustað vildi ég hafa sagt sumt öðruvísi, en tja... það verður ekki spólað til baka.
.. knús í allar áttir...
p.s. Gunna - takk fyrir innleggið um Eyktarás!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)