Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Afsakið að ég hló ..
Ég er ein af fjölmörgum, sem fannst það "fyndið" að einhver aumingjans maður var allsnakinn á Esjunni, eins og stóð í fyrirsögninni. Auðvitað skammast ég mín. Stundum hlæjum við að því sem er mjög ósmekklegt að hlæja að, veit ekki alveg ástæðuna. Þetta virðist eitthvað í mannlegu eðli.
Sjálf gekk ég á glerhurð útí Ítalíu í janúar og meiddi mig mjög mikið og stórsá á mér, VINIR mínir lágu í krampahlátri ... því af einhverjum ástæðum fer fólk að hlæja þegar fólk gengur á glerhurð eða dettur á bananahýði. Það er ekki af illsku minna vina (og það vissi ég) að þeir hlógu. Þetta er bara fyndið þó það sé vont fyrir þann sem á hurðina gengur.
Biðst forláts á þessum aulahúmor, manninum hlýtur að líða hörmulega illa - vonandi finnst hann heill á húfi og fær hjálp.
.. skora á fólk sem trúir á mátt bænarinnar að biðja fyrir þessum manni ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Úps .. ég hef verið að hvetja menn til fjallgöngu!
Vonandi var þetta ekki einhver þeirra sem ég var að hvetja til fjallgöngu ... einn ónefndur sem setti inn athugasemd (nefni engin nöfn af tillitssemi við viðkomandi) beið í startholunum, honum hefur leiðst biðin og farið af stað beint upp úr rúminu! ...
Hér er listi yfir útbúnað á Esjuna, svona ,,just in case"... :
1) nærföt og göngusokkar (gott að vera í tvennum sokkum, einum þunnum og einum þykkari)
2) gönguskór
3) síðbuxur, best að vera í coritex eða einhverju sem andar
4) bolur
5) flíspeysa
6) jakki (líka coritex, eða eitthvað sem andar)
Einnig gott að hafa með húfu eða ennisband ef blæs mikið.
Sko a.m.k. allt betra en nakinn!!.. jafnvel skotapils ..
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Smá fjölskyldu- og vinablogg...
Margir úr fjölskyldu minni og vinir lesa þetta blogg án þess að kommenta og vita því yfirleitt mun meira um hvað er í gangi hjá mér heldur en ég hjá þeim. Ég vil ekki bregðast þeim og því er komið að uppdeiti..
Ég er s.s. á annarri viku í sumarfríi. Þessi vika sökkar veðurfarslega séð, en sú þriðja ætti að vera sólrík því ég ætla að svindla og fer með "Trygglingana" mína til grískrar eyju og ætla ég þar að vera dansandi og syngjandi eins og Meryl Streep í Mamma mia. ..
Eva og Henrik eru í Danmörku og verða þar í tvær vikur. Eins og lesa má á hennar bloggi lenti hún í því að fá slæma eitrun í fótinn og þurfti að ferðast í hjólastól. Hún dásamar Danmörku og skilur ekkert í því að hafa flutt heim!
Vala er að fljúga í Ameríkunni núna, kemur heim í fyrramálið - en flýgur aftur heim í fang síns heittelskaða í lok ágúst.
Tobbi er að flytja í kjallarann hjá ömmu sinni og afa, ánægður í sínu djobbi. Búinn að fjárfesta í mótórfák móður sinni og nánustu aðstandendum til hrellingar.
Allir hraustir (f. utan meiddið hennar Evu) og kátir.
Seinni partinn kemur ,,gengið" í mat skv. fimmtudagsvenju, mamma, tengdapabbi, Tryggvabróðir og eitthvað af afkomendum, bæði ábúendur og aðrir.. Ég sleppi að vísu ekki Pílatestímanum og set gestina bara í frysti meðan ,,ég set sjálfa mig í forgang" .. Er orðin flink í ,,Swan-Dive" og "Roll-Up" og hvað þetta nú allt heitir. Þetta eru ekki nöfn á réttum, heldur á pilatesæfingum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Minn æskudraumur var að verða söng - og leikkona, helst á Broadway .. eða bara söngkona eins og Peggy Lee
Frábært þegar fólk getur látið æskudraumana rætast. Ég held það sé full seint í rassinn gripið hjá undirritaðri, en ég horfði alltaf heilluð á dans- og söngvamyndir og helst þar sem kom svona aðalleikkona og söng með heilan hóp í kringum sig.
Ég var á leikskólaaldri þegar ég komst á bragðið að hlusta á Peggy Lee. Það var til plata með henni heima - og ég dýrkaði hana. Hún var sett á fóninn, já svona langan sem ég gat legið undir og hlustaði þar! .. Lá þar með plötualbúmið og dáðist að Peggy Lee..og ég VAR Peggy Lee..
Fann ekki rétta umslagið, en þessi er ágæt...
Eitt af uppáhaldslögunum..
Eina skiptið sem ég hef komist á svið til að syngja ein var með þegar ég tók þátt í Karokee keppni fyrirtækja og söng ,,These Boots were made for walking".. (Nancy Sinatra) með miklum tilþrifum. Við vorum þrjú í okkar liði og mig grunar að við höfum unnið þrátt fyrir minn söng en ekki vegna hans. Þetta er ekki hógværð - er ekki sú týpa.. þetta eru staðreyndir ..
Lætur æskudrauminn rætast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Einn af mörgum valkostum hreyfingar ..
Eins og bloggvinir mínir og aðrir vinir eða óvinir hafa orðið varir við, geng ég með í maganum hugmynd um að Íslendingar verði fremstir meðal jafningja í því að hreyfa sig og lifa heilsusamlegu lífi. Fram hafa komið áhyggjur fólks að ég ætli að draga það á fjöll eða láta fólk stunda sport út í eitt.
Að spila á trommur er auðvitað einn frábær möguleiki til að bæta þolið! Aðrir möguleikar til þess og hreyfingar eru t.d.:
- Skúringar
- Tiltekt
- Kynlíf
- Verslunarleiðangur
- Ganga
- Hjólreiðar
- Dans
- Húlla
- Teygjutvist
- Tjalda í roki
- Herma eftir hreyfingum tveggja ára barns í einn dag
- ...
Bættu endilega inn á listann og/eða segðu frá þínum hugmyndum hvað þér líst best á af þessu!
Ekkert að óttast - enginn neyddur til að ganga á fjöll, en ég mæli samt með því .. ótrúlegt kikk!
Knús og krams ...
Trommuleikarar með svipað þol og íþróttamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Erum við ekki öll hýr? ..
...Auðvitað veit ég að hýr er hér notað yfir að vera samkynhneigður, en þetta það sem samkynhneigðir vilja í raun og veru? Vera í ,,sér" hýru þorpi? Ég hefði haldið það algjöran óþarfa.
Talandi um sér þorp, þá fékk ég þá ,,brilljant" (að eigin mati) viðskiptahugmynd, yfir múslíinu í morgun, um að gera Ísland að einni stórri lýðheilsustöð. Hvað er Jónína alltaf að rjúka til Póllands meðan við höfum alla okkar frábæra heilsugúrúa hér á landi. Gerum Ísland bara að einum allsherjar Latabæ, þar sem Göran í Grandspa, eða hvað sem það heitir, er bæjarstjóri.
Íslendingar verða ekki bara þekktir fyrir að búa í fallegu landi, heldur fyrir fólk sem lifir heilsusamlega og í boði verður alls konar líkamsrækt og spa um allt landið! .. Gönguferðir um fjöll og firnindi ..
Svona ekki alveg svo extreme að við förum að lifa á ljósinu (Jenný ) .. en tökum okkur stöðu fremst í flokki varðandi hreyfingu og mataræði.
Brandarinn við morgunverðarborðið var frá mínum síglaða maka, þar sem ég lét dæluna ganga um þetta sagði hann: ,,Já, já, gerum þetta að baráttumáli Frjálslynda flokksins og byrjum á formanninum" .. (veit ekkert hvort ég mátti skrifa þetta )
Við ættum að geta lifað hér saman í harmóníu gömul og ung, hýr og óhýr ...
Þorp fyrir hýra öldunga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Bubbi undir smásjá...
Mér þykir alltaf hálfvænt um Bubba eftir að hann gaf sér góðan tíma hér í "den" til að tala við son minn, ungan aðdáanda um lífið og tilveruna. Það var enginn egóisti á ferð í það skiptið. Jafnframt finnst margir textarnir hans mjög góðir.
Bloggarar virðast skiptast heitir í tvær grúppur með eða á móti Bubba. Enginn er fullkominn og það er Bubbi ekki heldur. Það sem mér fannst leiðinlegt í þessu viðtali (viðurkenni að ég hljóp aðeins yfir það) var það sem manni fannst vera hroki gagnvart Björk. Margt var alveg ágætt og samgleðst ég honum og Hrafnhildi konu hans en þau virðast hafa fundið ástina hjá hvoru öðru. Því fleiri hamingjusamar manneskjur, því betri heimur.
Jón Valur var hrifinn af Bubba og sérstaklega af yfirlýsingu hans um að hann væri trúaður. En Bubbi sagð í viðtalinu: Ég er trúaður. Það þarf ekki að ræða það nánar. Trúin breytti lífi mínu til hins betra þótt heiðingjarnir séu kannski á öðru máli" ..
Persónulega hefði ég sleppt þessu með heiðingjana .. hmmm..fólk þarf víst að passa sig vel ef það er í sviðsljósinu (passa sig Bubbi!)
Annar íslenskur söngvari, Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í mörgum textum játað trú sína. Sérstaklega í laginu Betra líf og svo í laginu Allt fyrir ástina.
Kannski mætti Bubbi læra eitthvað af Palla, hann virðist a.m.k. ekki skapa sér svona óvinsældir með orðum sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Konur 75% líklegri til að eiga frumkvæði að skilnaði, af hverju?
Ég hef verið að lesa þá yfirlýsingu á blogginu undanfarið að konur séu 75% líklegri til að eiga frumkvæði að skilnaði. Gaman væri að "analysera" hvers vegna, og í raun hvað það sé að eiga frumkvæði að skilnaði.
Ef að X heldur framhjá og Y og Y biður um skilnað í kjölfarið, hver á frumkvæðið?
Ef að X stundar það að beita Y ofbeldi og Y vill skilja, hver á frumkvæðið?
Ef að X nennir aldrei að "sofa hjá" Y og Y vill skilja hver á frumkvæðið?
... gæti púslað upp fleiri svona dæmum sem koma í kollinn .. en er nóg að segjast vilja skilja til að vera álitinn sá aðili sem á frumkvæðið?
Nota X og Y til að forðast að kyngera þetta... þetta getur virkað ,,both ways" ..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Hann er ekki hestur, hann er ekki kind - hann er ÍSBJARNARMAÐURINN ...
Frægasti glæpamaður Svía enn í klandri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 21. júlí 2008
...ÍSBJARNARMAÐURINN...
Ég hef hlerað það að kvikmyndafyrirtækið "Polar-VIKING" sé með í undirbúningi æsispennandi ofurhetjumynd, byggða á sannsögulegum grunni.
Söguþráðurinn mun vera eitthvað á þá leið að Björn Bjarnason, sem sumir þekkja sem dagfarsprúðan mann svipað og Bruce Wayne, leggur í Hornstrandagöngu með nokkrum félögum úr ríkisstjórn Íslands. Mæta þeir þessum líka risa hvítabirni sem klórar í Björn. Hann verður sár en sleppur (að hann og aðrir telja) með skrekkinn en hvítabjörninn er fangaður og fleginn og settur á gólfið fyrir framan arininn í koníaksstofu Bjarnar.
Sagan er að sjálfsögðu ekki á enda, heldur fer Björn að finna fyrir breytingum. Hann er að verða loðnari og líkamshárin fara að vaxa fínleg og hvít. Eina nóttina þegar Björn situr við bloggið les hann eitthvað um miðbæjarlífið og lögregluna sem honum sárnar og hann finnur hvernig hann þrútnar út og þekkir ekki umlið í sjálfum sér sem er orðið að háværu öskri. Fötin rifna utan af honum og hann er orðinn að stórum ísbirni - hann stekkur út um gluggann og er ekki lengi að komast á sínum ísbjarnarhraða niðrá Austurvöll. Hann þarf ekkert á jeppanum að halda lengur og hvað þá að vera að þessu hjóladútli eins og Ingibjörg eða Össur. Hann stormar á sínum fjórum.
Fólkið er forviða og sérstaklega Jenný Anna, skemmtilegasti bloggari ever, sem er stödd þarna á hinum nýskapaða ,,heita reit" (hot spot) missir út úr sér sígarettuna (og ákveður að reykja aldrei aftur) hendir í uppkast blogginu um (ó)hamingjusömu hóruna sem hittir Bubba og Björk og hún lemur nýtt blogg á lyklaborðið og hraðinn kemur henni í heimsmetabók Guinnes: ,,þetta er ekki hestur, þetta er ekki kind, þetta er ekki heyrúlla í hvítu plasti... Þetta er ÍSBJARNARMAÐURINN!!! ..... Ef það er ekki rétt hendi ég mér í vegg og æli þrisvar, kræmíariver og súmí addna!
Saklausir borgarar og bloggarar þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af ólátum í miðbæ Reykjavíkur. ÍSBJARNARMAÐURINN mun aðstoða fáliðaða, ráðvillta verði laganna við að halda lög og reglu og rífa í sig trukkabílstjóra, þá sem pissa úti og litháensk glæpagengi eins og harðfisk.
Lögum og reglu er bjargað í þessu landi, þar sem eru ólög mætir ÍSBJARNARMAÐURINN og sýnir beittar tennur og klær. Rafbyssur og gas eru ,,out" ..
Ég vil ekki segja meira, en þetta var s.s. hluti af söguþræðinum í ÍSBJARNARMANNINUM..
Sérstaklega skal tekið fram að þessi bloggfærsla er á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgublaðsins. Só súmí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)