Sunnudagur, 20. júlí 2008
Viðmótið skiptir öllu máli ..
Hvernig afgreiðslumanneskja kemur fram við viðskiptavin skiptir öllu, eða að minnsta kosti mjög miklu máli við sölu. Ekkert er leiðinlegra en að koma inn í verslun og afgreiðslumanneskjan er ,,frosin" .. hefur engan áhuga á þér o.s.frv... Það næstleiðinlegasta er að vísu afgreiðslumanneskja sem er yfirdrifin og ætlar að gleypa þig.
Elskulegt afgreiðslufólk, sem er til taks fyrir þig þegar þú biður um, eða sér það á þér að þig vilt þiggja þjónustu skilar örugglega ánægðustu viðskiptavinunum.
Þarna skiptir útlitið engu máli. Annars kemur "innlitið" fljótt fram í útlitinu.
Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Ég veit það segir þér enginn að hætta - en afhverju léstu segja þér að byrja ?
Hvernig stendur á því að fólk reykir enn þá árið 2008? Hér áður fyrr hafði fólk þá afsökun að það vissi ekki um skaðsemi reykinga, en í dag erum við mjög vel upplýst um skaðsemi þeirra.
Reykingar ýta undir bæði hjarta- og lungnasjúkdóma auk krabbamein o.fl. Það vantar ekki áróður og fræðslu gegn reykingum sem lætur marga reykingamenn fá samviskubit. Það vantar ekki að börnin eru að nöldra í foreldrum sínum eða makar í mökum sínum o.s.frv. vegna reykinganna. Fólk hefur fullt af ástæðum til að reykja ekki og margir vilja ekki reykja þó þeir geri það. Samt heldur tóbaksiðnaðurinn áfram að blómstra og græða á þessu fólki og milljónir manna heldur áfram að reykja og milljónir eru ennþá að byrja að reykja. Af hverju er það?
Fólk lærir að njóta þess að reykja, en flestum finnst fyrsti smókurinn vondur, sumir verða jafnvel veikir af fyrstu reynslu sinni af reykingum, Unaðurinn við að reykja kemur í fæstum tilfellum í fyrstu tilraun. Líkaminn segir þeim, ,,Heyrðu þetta rusl er hræðilegt, taktu þetta burt" en samt heldur fólk áfram þar til það ánetjast.
Í flestum tilfellum, þegar viðbrögð líkamans eru þau að þér finnst eitthvað vont hættir þú við að neyta þess. En ekki í þessu tilviki. Hvers vegna heldur fólk áfram þar til það er búið að gera líkamann háðan ? ,,þú skalt!"
Fólk gerir það því að einhver eða einhverjir með milljónir og billjónir af dollurum eru búnir að koma því inn í heilabúið hjá þeim að þetta sé eftirsóknarvert. Svo er þetta stutt af íslenska ríkinu.
Í gegnum gífurlegar auglýsingar og endurtekningar hafa reykingar verið tengdar við spennandi og eftirsóknaverða hluti. Það er búið að koma því inn að reykingar séu sexý, töff, fullorðinslegar, karlmannlegar o.s.frv..
Á Íslandi er það skemmtilega fólkið sem reykir .. miklu meira fjör - reyktu þá sígarettu!
Ef þú vilt vera töffari eins og Marlboro maðurinn - reyktu þá sígarettu!
"If you have come a long way baby" - reyktu þá sígarettu!
Já, ... líklega hefurðu komist "long way" að heilsuleysi, jafnvel lungnakrabbameini.
Með því að reykja erum við að mata krók þeirra sem eiga tóbaksiðnaðinn og VILJA að sjálfsögðu að fólk haldi áfram að reykja sama hverjar afleiðingarnar eru.
Tökum höndum saman og hættum að fita þessa LÖGLEGU eiturlyfjabaróna
Ég veit það segir þér sko enginn að hætta - en afhverju léstu segja þér að byrja ?
Getur verið að það séu meiri fjármunir á bak við þá sem vilja að fólk byrji að reykja en þá sem hvetja til að fólk hætti ?
p.s. skrifað með ,,inspirasjón" frá Anthony Robbins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Áskorun
Ákorun vegna Elísabetar Sigmarsdóttur.
Mér er bæði ljúft og skylt að birta hér áskorun frá Höllu Rut, vegna Elísabetar Sigmarsdóttur, ef vera kynni að það gæti hjálpað henni í sinni baráttu.
http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/594049/
Elsku Elísabet ég vona svo sannarlega að þú fáir þá aðstoð sem þú þarfnast.
Bloggar | Breytt 19.7.2008 kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Ófagmannlegt ?
Er ekki betra að taka annað ,,showið" en hvorugt þegar maður er drulluslappur ? .. Gera það sem maður getur og fara svo heim undir sæng og hvíla sig ? .
Ég hef fylgst með Garðari Thór frá því hann var pottormur, alltaf kurteis og prúður og í raun fyrirmynd ungra manna og kvenna í viðmóti.
Jamm og jæja..
Æfur út í Garðar Thór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Tannstönglar í ananasnum ..
Við erum alltaf að djúsa hér á bæ, þ.e.a.s. búum til djús úr ávöxtum. Þegar betri helmingurinn var að skera niður ananas fyrir nokkrum dögum kom á hann skrítinn svipur, en þá hafði einhver gárungur stungið slatta af tannstönglum inn í ananasinn. Veit ekki hvern við ættum að súa .. en við hentum bara ávextinum í tunnuna... vitum ekki hvort að þetta voru notaðir eða nýir tannstönglar.
Segist hafa fundið hnífsblað í Subway | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Franskar fullgóðar í börnin ? ... fussumsveifærsla
Sl. sunnudag fórum við í Ikea að leita að hillum en keyptum íspinnabox, steikarpönnu í innflutningsgjöf og bangsagrímur fyrir barnabarnið og skásoninn.
Það er nú að vísu ekki það sem ég ætlaði að ræða, heldur það að einnig fórum við og fengum okkur sænskar kjötbollur og soðnar kartöflur. Þá tók ég eftir því að flest börnin á svæðinu voru að borða franskar kartöflur. Þeir sem ekki vita geta séð hér næringarinnihald í frönskum kartöflum en þar af er 44% fita! Í soðnum kartöflum er 0 %fita, sjá hér.
Þetta er bara örlítið dæmi af því sem boðið er upp á á barnamatseðlum, en yfirleitt eru franskar með öllu eða flestu þar. Pylsur og franskar, hamborgari og franskar o.s.frv.
Meira að segja á Kínaveitingastöðum hef ég orðið vör við barnamatseðil upp á djúpsteikta kjúlla og franskar.
Ef að börnin ættu að búa til sinn matseðil fyrir vikuna væri eflaust á honum, pizza, kjúklingur, franskar, hamborgari, pulsur að ógleymdu hinu sykursæta gosi... = allt sem við köllum ruslfæði sem er bein þýðing af Junk Food Ameríkananna og þið hafið eflaust flest séð eða a.m.k. heyrt um ,,hamborgararassana" frá Ameríku.
Svona matur er örugglega í lagi í hófi, en mig grunar að ,,hófið" sé ekki í gildi þarna. Það hafa verið gerðar rannsóknir á holdarfari íslenskra barna og niðurstöðurnar eru ekki góðar.
Mörgum eða flestum börnum þykir ,,gamaldags" matur góður. Soðinn fiskur og kartöflur, kjöt í karrý, eða bara nýtísku matur sem er oft kjúklingabringur og sætar kartöflur (a la amma..) .
Ég skora á veitingastaði að taka franskar kartöflur út af barnamatseðlinum, setja þar meira grænmeti og bara venjulegar ,,íslenskar." ..
Ég vil taka það fram að auðvitað eiga börn eða unglingar ekki að þurfa að vera í megrun, við þekkjum nú þær öfgar og hættu sem það getur skapað, þess vegna er enn mikilvægara að við kennum þeim um næringu og lífsstíl og berum ekki í þau óhollustuna.
,,Lengi býr að fyrstu gerð."
Heimsmeistarar í megrun barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Hver er bloggvinur þinn - hver er náungi þinn?
Ég er komin með langa runu af bloggvinum, held það sé svona 50/50 hverjum ég hef boðið bloggvináttu og öfugt. Ef ég les skemmtilega pistla eða sé að fólk er að skrifa eitthvað uppbyggilegt eða bara eitthvað krúttlegt um fjölskyldulíf til dæmis, hef ég boðið bloggvináttu. Enginn hefur neitað, hingað til og ég hef ekki neitað neinum, hingað til.
Fékk skömm í hattinn nýlega frá einum bloggara vegna þess að ég hefði "kristindómshatara" sem bloggvini. Ég spurði við hverja viðmælandi ætti og gaf hann þá upp tvö nöfn og því fylgdi að ég væri ,,illa lesin á blogginu." Áður hafði sá hinn sami borið á mig vanþekkingu á Biblíufræðum...en það er önnur ella.
Það er umdeilanlegt hvað er að vera ,,kristindómshatari" ..Ég trúi því ekki að einhver hatist við það að leitast við að elska náungann eins og sjálfan sig, sem er kjarni kristindóms að mínu mati. Ég held að þessir meintu ,,kristindómshatarar" hatist við ákveðna túlkun á kristindómi ef svo má segja.
Við lærum mest í samræðum við náungann, hvort sem hann er trúaður eða trúlaus, "sanntrúaður" eða "rangtrúaður" ...
Niðurstaða: Bloggvinir sem ég upplifi sem góðar manneskjur án þess að draga þá í dilka eftir pólitík, trúarskoðun, þjóðerni, kyni, kynhneigð og hvað sem þetta nú allt heitir, eru velkomnir.
Dónaskapur og upphrópanir er eitthvað sem mér hundleiðist ..en hef sem betur fer lent örsjaldan í því .... Reyni sjálf að vera kurteis þó mig langi nú stundum að gefa viðkomandi það sem þeir eiga skilið ... ..en þegar til lengdar lætur er betra að missa sig ekki. Telja upp á 10 eða 20, stundum 30 og láta orð þeirra sem eru ruddalegir eða ómálefnalegir dæma þá sjálfa.
Knús inn í kvöldið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Á Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi 19 börn ?
Það er víst öruggara að hafa sumarhúsin naglföst, eins og t.d. 840 m2 sumarhúsið sem Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi er að byggja sér.
Ég var í ca. 60 m2 kolakynta "ættaróðalinu" við Hreðavatn um helgina, þaðan höfum við útsýni yfir að sumarhúsabyggingu Sigurðar. Frænka mín kom í heimsókn og spurði hvaða ferlíki væri eiginlega verið að byggja þarna. Ég sagði eins og var að þarna væri nú bara maður að byggja sér sumarhús. Þá spurði hún af einlægni ,,á maðurinn 19 börn" ??.. ... henni fannst náttúrulega bara rational að það hlyti að vera vegna barnafjölda að maðurinn byggði svona stórt.
Vona að sumarhúsið á hjólunum finnist hið fyrsta, óþolandi þegar öllu er stolið, steini léttara.
Sjaldgæfur stuldur: Sumarhús á hjólum horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 12. júlí 2008
12. júlí: Útskrift og endurfundir ..
Á meðan menn hafa farið mikinn og rökrætt um trúmál hér á bloggsíðunni hef ég verið að undirbúa útskrift 56 nemenda minna í Hraðbraut. Lokapunkturinn var svo útskriftin í morgun og þýðir m.a. það að ég er komin i langþráð sumarfrí (enda byrjað að rigna)..
Fyrir tveimur árum sótti ungur maður um skólavist hjá mér, eftir því sem hann sagði mér meira frá sér kom það í ljós að ungi maðurinn var litla barnið sem ég passaði sem Au Pair í Luxemborg fyrir 29 árum!!!... Það voru ljúfir endurfundir að hitta Mumma aftur og fá síðan að fylgjast með honum í náminu alla leið að stúdentsprófi.
Á útskriftinni í morgun hitti ég svo Vildísi systur hans sem ég var að sjálfsögðu lika að passa og mömmu þeirra, hana Möttu. Ég fékk einn kennara til að smella af okkur mynd saman, en síðast þegar tekin var mynd af mér og Mumma var ég með hann sem ungabarn í fanginu og Vildís 3 ára!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Biblían, blæjur og blek á bók ... Guð er ekki Pétur eða Páll ..
Eins og flestir, sem lesa bloggið mitt hafa tekið eftir, hefur hér logað mikil umræða um samkynhneigð og biblíuna. Helstu rök gegn ,,lífsstíl" samkynhneigðra hafa verið: "Guð segir það" og er það ekki vegna þess að viðkomandi hefur fundið kærleiksneista Guðs í brjósti heldur vegna ritningarstaða bæði í Gamla og Nýja testamenti sem týndir eru til og þá aðallega vegna orða Páls postula í Nýja testamenti = Guð ?
Guð virðist nefnilega bara koma fram á prenti hjá ákveðnu fólki og þarf ég ekkert að nefna nein nöfn, taki þeir það til sín sem það eiga.
Páll postuli segir marga góða hluti og þekktast af því eru Óðurinn til kærleikans .. enda er kærleikurinn tímalaus. EN svo skrifar Páll miklu miklu meira og hér eru m.a. stiklur um ytri hegðun úr fyrra bréfi Páls postula til Kórintumanna ..
- Maðurinn er höfuð konunnar ..
- En sérhver kona, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs berhöfðuð, óvirðir höfuð sitt..
- Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs
- Þess vegna á konan vegna englanna að bera tákn um yfirráð mannsins á höfði sér...
Svo eru sumir hissa þvi að ég skuli ekki virða kennivald Páls postula ..
Mér finnst þeir sem eru á sitthvorum enda róttækninnar þ.e.a.s vantrúaðir vs. bókstafstrúaðir í raun lesa Biblíuna á sama hátt, þ.e.a.s. eins og maðurinn hafi engan frjálsan vilja og meint orð Guðs séu einungis til á prenti.
Mér finnst þetta skiljanlegt með vantrúaða eða trúlausa - því þeir skilja ekki hvað er að trúa .. en þeir sem álíta sig trúaða hljóta að vita að trúin felst í að trúa ÁN sannanna... af hverju þurfa þessir ,,sanntrúuðu" og/eða ,,sannkristnu" menn alltaf að vera að vitna í það sem þeir álíta sannanir ..og svara svo: ,,Guð sagði það, það stendur sko hjá Pétri eða Páli.."
Hver á að ákveða hvað er rétt og rangt skv. Guði gæti einhver spurt. Svar mitt er að á meðan það inniheldur kærleika og góðmennsku, velvilja í garð náungan þá er það rétt. Á meðan það inniheldur ofbeldi í garð náungans þá er það rangt. Konur og karlar voru sköpuð í mynd Guðs og eru jöfn fyrir Guði .. augljóslega ekki Páli.
Guð er kærleikur = kærleikur er Guð..
Trúmál og siðferði | Breytt 14.7.2008 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)