Frá Pílatusi til Pílatesar... með herðablöðin í vasanum.

 

Jæja, nú eru einhver krútt farin að rífast um hvort að Jesús var til eða ekki í færslunni hér á undan, ætla að hvíla mig á þessu og tala um ,,daginn og veginn" .. Fór í Pilates kennslu í gær, ekki Pílatus þó maður héldi kannski að miðað við umræðuefni undanfarinna daga hefði ég farið í Pontíusar Pílatus.

Pilates leikfimi er nefnd í höfuðið á manni sem fann hana upp, en hún var upphaflega notuð til að kenna t.d. leikhúsfólki rétta stöðu. Ég verð s.s. orðin svaka bein eftir fjögurra vikna námskeið.

Það fyrsta sem við lærðum var að anda! .. út - inn - út - inn ..Shocking  eða þannig og þenja út rifbeinin til hliðar .. ekki magaöndun eins og í Yoga.

Svo lærðum við að setja herðablöðin í rassvasann, sver það! Já til að standa bein þarftu að setja herðablöðin í rassvasann. Þ.e. að ímynda sér að setja þau þar. Eins gott að vera ekki bókstafstrúar haha.. LoL .. og jafnframt soga naflann inn að mænu ..

Jæja, þetta var fyrsta Pílates blogg. Það er ekki eins sársaukafullt og spinning, en maður brennir víst ekki eins miklu.

Knús og krams.

p.s. hef aldrei fengið harðsperrur í herðablaðasvæðið fyrr..


Enn um homma og lessur .. þetta er langt en ekki leiðinlegt, lofa!

Úff.. að lenda í rökræðum við Jón Val er eins og að verða undir valtara .. hann er svo vel lesinn í Biblíunni að það hálfa væri nóg LoL .. það má alveg hrósa honum fyrir það. Ef einhver vill kíkja þá er það hér þremur færslum neðar. Ekki um nautahlaupið þó að áhættan sé kannski svipuð ..

Það eru nokkur ár síðan ég lauk mínu embættisprófi  í guðfræði og nú kíki ég bara í kafla og kafla í Biblíunni ekki til að ritskýra, bara svona eins og ég les ljóð. Ég er miklu meira ,,andans" kona en bókstafskona. Vonandi skilst það. Hef ekki stefnt á embætti en Það kitlar að vísu svolítið að verða biskup, já, já hætt við forsetann - held ég geri meira gagn sem biskup og setja svolítið fjör í kirkjurnar og helst fylla þær svo þær megi með sanni kallast þjóðkirkja.

Þegar ég var í guðfræðideildinni kom Hr. Sigurbjörn Einarsson í heimsókn og sagði hann okkur að ekkert væri nýtt undir sólinni. Ef við fyndum eitthvað sem okkur þætti vit í þá ættum við að gera það að okkar! Ég tek hann hér með á orðinu og birti hér brilljant grein sem ég fann eftir fyrrverandi samnemanda minn Brynjólf Ólason:  .. vil samt setja hér á undan varnaðarorð til þeirra sem telja sig ,,sannkristna" .. og lifa enn á dögum Páls Postula.

"Gay Pride er eina Jesú-gangan sem ég get hugsað mér að taka þátt í. Þessi hneykslunarhella „sannkristinna“ afhjúpar á vissan hátt best varðveitta leyndarmál kristindómsins, Jesú sjálfan. Ekki svo að skilja að Jesús hafi verið samkynhneigður, um það höfum við enga vissu. En hann var hinsegin að því leyti að hann tók hispurslausa syndara fram yfir réttláta hræsnara. Þetta er mikilvægt atriði í fari trúarhöfundar og mætti rifja oftar upp í kristinni kirkju. Skrautbúningar samkynhneigðra á Gay Pride götuhátíðinni eru eins og purpurakápur gagnvart prestshempum og jakkafötum hinna „kynvísu“.

Mér þykir Gay Pride hátíðin sýna vel hvað farísear eru lífseigir í kristninni. Farísear nútímans eru án efa þeir sem berja sér á brjóst og þakka Guði fyrir að vera ekki hinsegin. Snorri í Betel fylltist til dæmis vandlætingu yfir Hinsegin dögum og greip til örþrifaráða í orðalagi þegar hann líkti hommum og lesbíum við bankaræningja sem eru samfélaginu hættulegir. Annar hvítasunnumaður vildi rekja sjóslys og náttúruhamfarir til þess að lög um staðfesta sambúð samkynhneigðra voru samþykkt á Alþingi. Mér rennur svo í skap við að heyra og sjá þessi ósköp, að við liggur að ég leggi til að Snorri og hans nótar ættu að saga rekavið í svo sem 10 ár, en segja ekki né skrifa nokkurn skapaðan hlut.

Bókstafstrúarmenn hafa að vísu ekki hafnað samkynhneigðum í einu og öllu, til þess eru þeir of vandir að virðingu sinni. Elskan til náungans er nú einu sinni annar höfuðþátturinn í kenningu Krists. Og kristnir trúarleiðtogar mega umfram allt ekki láta standa sig að ósamkvæmni. Þeir hafa því slegið þennan varnagla: Við elskum samkynhneigða, en hötum samkynhneigð. Við elskum syndarann, en hötum syndina. Þetta viðhorf kemur til dæmis ágætlega fram í hræmulegum pistli Friðriks Schrams á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar.

Það er einhver holur hljómur í þessu fagnaðarerindi. Eitthvað yfirmáta lágkúrulegt. Óafvitað hafa þessir sjálfskipuðu siðapostular samið ný sæluboð: „Sæll er sá hommi og sú lesbía sem ekki særir sómatilfinningu mína.“ Eða: „Sæll er sá sem viðurkennir samkynhneigð sína en gerir ekki dodo.“ Illur eða góður ásetningur þessara trúarleiðtoga er vafinn inn í sjöfalt silki sjálfsblekkingar og hræsni. Þeir þykjast með þessu hafa fallist á samkynhneigða í kærleika, en þeir hafa í raun hafnað þeim staðfastlega með samblandi af meðaumkvun og lítilsvirðingu.

Andstaða bókstafshyggjumanna gegn samkynhneigðum á rætur að rekja til þess, að í Biblíunni er víða kveðið skýrt á um að hommar og lesbíur séu syndarar í augum Guðs. Um það er enginn ágreiningur. Þetta stendur skýrum stöfum í Biblíunni. Nægir að benda á Pál postula og áhyggjur hans af söfnuði Grikkja og Rómverja. Í Korintu var kynferðislegt taumleysi á fyrstu öldinni sérstakt áhyggjuefni farandprédikarans og gyðinglegar hugmyndir um hreinleika voru eina raunsanna andsvarið sem honum hugkvæmdist í viðleitni sinni til að koma viti fyrir söfnuðinn. En sögusvið ritningarinnar skiptir bókstafstrúarmenn nútímans engu. Það er algert aukaatriði. Í huga þeirra er Biblían ein og óskipt og sagnfræðilegt gildi hennar yfir allan vafa hafið. Þetta er sérstaklega bagalegt þegar haft er í huga, að hvernig við hugsum um uppruna sagnanna hefur áhrif á það hvernig við lesum textana og túlkum þá.

Andstöðuna gegn samkynhneigð er víðar að finna en í bréfum Páls postula. Það væri raunar hægt að æra óstöðugan með því að leita uppi alla ritningarstaði þar sem samkynhneigð er beinlínis eða óbeinlínis fordæmd. En það skiptir ekki öllu að átta sig á því hvað stendur í Biblíunni. Hitt er ekki síður mikilvægt að gera upp við sig hvernig á að lesa Biblíuna. Er hún lögbók eða sáttaboð, er hún Grágás eða hómilía, er hún áfellisdómur eða sýknudómur? Hvert er kennivald Biblíunnar í heimi nútímans?

Segja má að tvær villukenningar vaði uppi um þetta atriði í hinum kristna heimi. Önnur er það sem kalla mætti „barnalega biblíutrú“, en hún byggist á því að skipa daglega lífinu samkvæmt lögum í Biblíunni. Hin er vitaskuld „blind trúarhyggja“, sem endar í tómri einstaklingshyggju, eins og dæmin sanna. Samspil milli trúar og skynsemi er líklega eina andsvarið við þessum villukenningum nútímans. Samkvæmt þessum skilningi færi mörgum fleygum orðum Biblíunnar best að halda gæsalöppunum. Þau eru barn síns tíma.

Hommum og lesbíum hefur verið ómaklega borin sagan hingað til. Þau eru kunn af ýmiss konar hviksögum og hugarburði. Það mætti segja mér að sumt af því væri komið úr Biblíunni. Það er eins og sumum sé fyrirmunað að skilja, að líf samkynhneigðra snúist um annað og meira en að fullnægja holdsins fýsnum. Hommar hafa árum saman verið álitnir úrkynjaðir eins og hlöðukettir. Um þá hefur gjarnan verið rætt, eins og þeir hafi ekki siðferðiskennd og þroskaþörf eins og aðrir heilbrigðir menn og að lifnaðarhættir þeirra samrýmist ekki hefðbundnu gildismati fjölskyldufólks. Ekkert er þó fjær sanni.

Það er eitthvað dásamlega heilbrigt við að vera hinsegin. Þetta þykist ég hafa lært af löngum kynnum við homma og lesbíur. Þau hafa auðgað mitt hefðgróna líf. Ég er sannfærður um að sumir eru hommar eða lesbíur af Guðs náð. En hefði ég ekki kynnst þessum guðsbörnum persónulega væri ég vafalaust annarrar skoðunar. Persónulegur kunnugleiki er mikilvægt vopn gegn fordómum.

Þá á ég því að þakka að hafa starfað lengi með áfengis- og vímuefnasjúklingum, að ég hef loksins látið mér skiljast, að samkynhneigð á ekkert skylt við óreglu. Þegar ég lít til baka, er ekki laust við að ég minnkist mín fyrir að hafa ekki áttað mig hjálparlaust á þessum augljósu staðreyndum. Að hommar og lesbíur skuli eiga við vímuefnavanda að stríða eins og aðrir menn hefur ekkert með kynhneigð þeirra að gera. Samkynhneigðum vímuefnaneytanda reynist hins vegar erfiðara að fóta sig vímulaus í gagnkynhneigðum heimi. Slíkir eru fordómarnir. Það á líklega enginn jafn bágt í íslensku samfélagi og „frelsaður“ hommi í vímuefnavanda.

Enska nafnorðið pride getur þýtt „föngulegur hópur“ og er örugglega átt við það með nafngiftinni á baráttuhátíð homma og lesbía. Þetta er nákvæmasta þýðingin á Gay Pride, eftir því sem ég kemst næst. Þetta er líka réttnefni. Hommar og lesbíur eru álitlegur hópur og þau ættu að fá að prédika í kirkjunni og hjálpa okkur að skilja að við erum að krossfesta Krist og hugsjónir hans með því að loka þau úti á götu."

HÉR LÝKUR Binni erindi sínu .....

LOVE ALL SERVE ALL Heart ... ég vona að ég hafi mátt stela þessum pistli Halo segi eins og Jenný bloggsystir - sú mí..

P.s. Tryggvi I Heart you .. (held hann verði stressaður fyrir mína hönd þegar ég er að blogga svona radical Joyful kannski stóra systir líka, úps og kannski fleiri ... )


Já, já, vorkennum ykkur voða mikið ... eða þannig

Afsakið ,,BULL" ið ...LoL  en ég á einhvern veginn erfitt með að vorkenna þeim sem slasast í nautahlaupi. Þetta er eflaust svipað og maður vorkennir ekki mikið þeim sem eru með timburmenn (þó þeim líði svaka illa) .. það er einhvern veginn þessi hugsun: "Þér var nær!" ....

p.s. hmmm...ég vorkenni nú stundum þeim sem eru timbraðir (og sérstaklega þegar það kemur fyrir mig).

 


mbl.is Níu slösuðust í nautahlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kung Fu Panda-BJÖRN

Get lítið sagt um alvöru birni, en fór ásamt dóttur með skáson og dótturson á myndina Kung Fu Panda í gær. Ég var svolítið hissa á að sjá hversu mikið ofbeldi er í myndinni. Hélt að þessi Itchy and Scratchy húmor, sem verið er að gagnrýna í Simpson þáttaröðunum væri liðinn undir lok, en svo var ekki. Þeir sem ekki þekkja Itchy and Scratchy þekkja kannski Tomma og Jenna, en það er af sama meiði. 

Pandan er kýld, marin, barin, klesst og brennd og kemur svo heil út úr þessu bara svolítið klesst og sviðin og allt voða fyndið! .. Shocking

Sama hversu dýrin eru kýld og lamin í klessu - þau standa alltaf upp aftur. Annar stór þáttur í myndinni er yfirstærð pöndunnar. Krakkarnir trylltust úr hlátri þegar pandan var kölluð ,,Fitubolla" .. og ég gat nú eiginlega ekki annað en brosað út í annað að hlusta á sal fullan af fimmáringum og þar um kring í hláturskasti. En þetta vekur mann samt til umhugsunar um hvað verður þegar þau sjálf hitta barn eða kennara í yfirstærð. Er þá í lagi að kalla ,,fitubolla" af því það er sagt í Kung Fu Panda ?

Ég tel þessa mynd ekki sérstaklega holla börnum og hefði verið hægt að gera hana mun fallegri. Auðvitað var margt gott í henni, flott talsetning, fallegar teikningar, góður húmor inn á milli og hið góða vann hið illa. En eins og áður sagði voru of margir lestir til að ég geti mælt með henni fyrir börn. Þannig er það nú bara.


mbl.is Barátta við birni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ,,velja sér samkynhneigð"... ???

Sem betur fer eru flestir prestar líberal og ekki niðurnjörvaðir í þeirri hugsun að Guð fordæmi samkynhneigð. Enn eru þó einhverjir sem álíta samkynhneigð synd, sjúkdóm og nýlega lenti ég í rökræðum við bókstafstrúaðan bloggara sem líkti samkynhneigð í fyrsta lagi við eitthvað ,,sem fólk veldi sér" og í öðru lagi gaf hann í skyn að sannkristinn maður ætti að bjarga þeim samkynhneigðu frá  samkynhneigðinni á sama hátt og eiturlyfjaneytanda frá eiturlyfjafíkn (sambærilegt ???????)

Bæði væri þetta eitthvað sem við ættum ekki að samþykkja og það væri jafnvel glæpsamlegt (skv. kristni) að bjarga fólki ekki frá samkynhneigð....

Ég er kristin, en ég tel enga ástæðu til að ,,bjarga samkynhneigðum frá kynhneigð sinni, ekkert frekar en ég vil ekki láta bjarga mér frá minni gagnkynhneigð.

Ég hlýt þá að vera glæpakvendi. Crying

Samkynhneigð er ekki verri en gagnkynhneigð. Leyfum fólki að vera eins og það er, samkynhneigð eða gagnkynhneigð og álásum því ekki á meðan það er ekki ofbeldisfólk.

Ofbeldi og óvirðing eru vandamál okkar tíma - ekki samkynhneigð or not!

....... Heart........

LOVE ALL SERVE ALL....

 

 


mbl.is Hýrnar yfir kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttlegt viðtal við hann hjá Opruh

Sá viðtal við þennan barnshafandi mann/konu í Opruh og það var svo mikill kærleikur í gangi á milli hans og eiginkonunnar að ég varð alveg víðáttulíberal og finnst þetta bara allt í fínasta lagi! Heart.....  Vona bara að barni og föður heilsist vel.

Hér getið þið séð ,,preview" úr viðtalinu. Smellið  síðan á myndina á síðunni til að spila.


mbl.is Karlmaður fæðir dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru mýs inni í raungreinastofu?

 Ég var óvenju syfjuð og utan við mig þegar ég mætti í skólann í morgun. Já,skólinn er enn starfandi, það ætti að banna þetta skólastarf langt fram á sumar! .. Angry .. Well, nemandi kom til mín og spurði í mesta sakleysi..,,Heldurðu að það séu nokkuð mýs inní raungreinastofu?" .. Ég sá auðvitað fyrir mér hlaupandi mýs um allt og vaknaði alveg upp .. fann að vísu allt í einu fyrir þeim hlaupandi upp upp eftir fótunum á mér, en ég mætti í pilisi í morgun.. en þegar nemandinn horfði undrandi á mig, fattaði ég að hún átti við tölvumýs - en þær hafa því miður verið að hverfa svipað og felgurnar hjá Palla ljósmyndara... Úff..ég var fegin, en ótrúlegt hvað hugmyndin um litlar loðnar mýs geta vakið upp mikla gæsahúð hjá undirritaðri. LoL


Rekin vegna bloggfærslu?

Var að lesa fréttir á visir.is og sá þá frétt um Moggabloggara sem er ein af fyrstu bloggvinkonum mínum.

Fréttin byrjar:

"Birna Magnúsdóttir hefur starfað sem vagnstjóri hjá Strætó bs. í um tíu ár. Fyrir skömmu var hún strokuð útaf starfsmannalistanum og hefur enga atvinnu fyrir utan skúringar í kirkju. Birna segist hafa fengið þau svör að brottreksturinn mætti rekja til bloggfærslu og stuðning sinn við fyrrverandi trúnaðarmann félagsins. Birna hefur oftar en ekki fengið hrós frá farþegum fyrir góðann akstur."

Sjá frétt nánar hér.

Ég óska Birnu góðs gengis.


Ekkert heilagt ...uppeldið á ungviðinu að klikka?

Ég las í einhverju blaðanna í morgun um fólk sem fer í kirkjur gagngert til að skemma og sýna óvirðingu. Til að láta mynda sig í óvirðulegum stellingum fyrir framan altari eða altaristöflur og jafnvel fækka fötum og glenna sig.

Ég fyllist ómældri sorg þegar ég heyri um svona hluti. Fatta ekki afhverju sumir hlutir mega ekki vera heilagir og í friði fyrir öðrum. Fatta þetta ekki frekar en ég fatta ekki þetta með gaurana sem voru að skemma í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

Virðingin er ENGIN fyrir því sem aðrir eiga, öðrum er heilagt. Mikið ofboðslega þurfum við að fara að skoða hvernig við erum að ala börnin okkar upp kæra þjóð.

Set hér Jesú inn í málið (með smá viðbót):

christian clipart Jesus

              Elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður...og virðið hvert annað ....  


Hvað ætlar þú að gera um helgina?

sun clipart

Ég ætla að sitja og sólina sleikja 
svitna og stikna í hægindastól
súpa sangría' og skinnið steikja
fá C vitamín fram á næstu jól ...

Fær maður annars ekki C vitamín úr sólargeislunum eða þannig ?


mbl.is Hitabylgja um helgina og víða 25 stiga hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband