Færsluflokkur: Bloggar

Ófagmannlegt ?

Er ekki betra að taka annað ,,showið" en hvorugt þegar maður er drulluslappur ? .. Gera það sem maður getur og fara svo heim undir sæng og hvíla sig ? .

Ég hef fylgst með Garðari Thór frá því hann var pottormur, alltaf kurteis og prúður og í raun fyrirmynd ungra manna og kvenna í viðmóti.

Jamm og jæja..


mbl.is Æfur út í Garðar Thór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannstönglar í ananasnum ..

Við erum alltaf að djúsa hér á bæ, þ.e.a.s. búum til djús úr ávöxtum. Þegar betri helmingurinn var að skera niður ananas fyrir nokkrum dögum kom á hann skrítinn svipur, en þá hafði einhver gárungur stungið  slatta af tannstönglum inn í ananasinn. Veit ekki hvern við ættum að súa  .. en við hentum bara ávextinum í tunnuna... vitum ekki hvort að þetta voru notaðir eða nýir tannstönglar. Sick


mbl.is Segist hafa fundið hnífsblað í Subway
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er bloggvinur þinn - hver er náungi þinn?

Ég er komin með langa runu af bloggvinum, held það sé svona 50/50 hverjum ég hef boðið bloggvináttu og öfugt. Ef ég les skemmtilega pistla eða sé að fólk er að skrifa eitthvað uppbyggilegt eða bara eitthvað krúttlegt um fjölskyldulíf til dæmis, hef ég boðið bloggvináttu. Enginn hefur neitað, hingað til og ég hef ekki neitað neinum, hingað til.  

Fékk skömm í hattinn nýlega frá einum bloggara vegna þess að ég hefði "kristindómshatara" sem bloggvini. Ég spurði við hverja viðmælandi ætti og gaf hann þá upp tvö nöfn og því fylgdi að ég væri ,,illa lesin á blogginu."  Áður hafði sá hinn sami borið á mig vanþekkingu á Biblíufræðum...en það er önnur ella.  

Það er umdeilanlegt hvað er að vera ,,kristindómshatari" ..Ég trúi því ekki að einhver hatist við það að leitast við að elska náungann eins og sjálfan sig, sem er kjarni kristindóms að mínu mati. Ég held að þessir meintu ,,kristindómshatarar" hatist við ákveðna túlkun á kristindómi ef svo má segja.

Við lærum mest í samræðum við náungann, hvort sem hann er trúaður eða trúlaus, "sanntrúaður" eða "rangtrúaður" ...

Niðurstaða: Bloggvinir sem ég upplifi sem góðar manneskjur án þess að draga þá í dilka eftir pólitík, trúarskoðun, þjóðerni, kyni, kynhneigð og hvað sem þetta nú allt heitir, eru velkomnir.

Dónaskapur og upphrópanir er eitthvað sem mér hundleiðist ..en hef sem betur fer lent örsjaldan í því .... Reyni sjálf að vera kurteis þó mig langi nú stundum að gefa viðkomandi það sem þeir eiga skilið ...W00t  ..en þegar til lengdar lætur er betra að missa sig ekki. Telja upp á 10 eða 20, stundum 30 og láta orð þeirra sem eru ruddalegir eða ómálefnalegir dæma þá sjálfa.

Knús inn í kvöldið... Heart


Á Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi 19 börn ?

Það er víst öruggara að hafa sumarhúsin naglföst, eins og t.d. 840 m2 sumarhúsið sem Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi er að byggja sér.

Ég var í  ca. 60 m2 kolakynta "ættaróðalinu" við Hreðavatn um helgina, þaðan höfum við útsýni yfir að sumarhúsabyggingu Sigurðar. Frænka mín kom í heimsókn og spurði hvaða ferlíki væri eiginlega verið að byggja þarna. Ég sagði eins og var að þarna væri nú bara maður að byggja sér sumarhús. Þá spurði hún af einlægni ,,á maðurinn 19 börn" ??.. Grin ...  henni fannst náttúrulega bara rational að það hlyti að vera vegna barnafjölda að maðurinn byggði svona stórt.

Vona að sumarhúsið á hjólunum finnist hið fyrsta, óþolandi þegar öllu er stolið, steini léttara.


mbl.is Sjaldgæfur stuldur: Sumarhús á hjólum horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12. júlí: Útskrift og endurfundir ..

Stúdent 003

Á meðan menn hafa farið mikinn og rökrætt um trúmál hér á bloggsíðunni hef ég verið að undirbúa útskrift 56 nemenda minna í Hraðbraut. Lokapunkturinn var svo útskriftin í morgun og þýðir m.a. það að ég er komin i langþráð sumarfrí (enda byrjað að rigna)..

Fyrir tveimur árum sótti ungur maður um skólavist hjá mér, eftir því sem hann sagði mér meira frá sér kom það í ljós að ungi maðurinn var litla barnið sem ég passaði sem Au Pair í Luxemborg fyrir 29 árum!!!...  Það voru ljúfir endurfundir að hitta Mumma aftur og fá síðan að fylgjast með honum í náminu alla leið að stúdentsprófi.  

Á útskriftinni í morgun hitti ég svo Vildísi systur hans sem ég var að sjálfsögðu lika að passa og mömmu þeirra, hana Möttu. Ég fékk einn kennara til að smella af okkur mynd saman, en síðast þegar tekin var mynd af mér og Mumma var ég með hann sem ungabarn í fanginu og Vildís 3 ára! Heart


Frá Pílatusi til Pílatesar... með herðablöðin í vasanum.

 

Jæja, nú eru einhver krútt farin að rífast um hvort að Jesús var til eða ekki í færslunni hér á undan, ætla að hvíla mig á þessu og tala um ,,daginn og veginn" .. Fór í Pilates kennslu í gær, ekki Pílatus þó maður héldi kannski að miðað við umræðuefni undanfarinna daga hefði ég farið í Pontíusar Pílatus.

Pilates leikfimi er nefnd í höfuðið á manni sem fann hana upp, en hún var upphaflega notuð til að kenna t.d. leikhúsfólki rétta stöðu. Ég verð s.s. orðin svaka bein eftir fjögurra vikna námskeið.

Það fyrsta sem við lærðum var að anda! .. út - inn - út - inn ..Shocking  eða þannig og þenja út rifbeinin til hliðar .. ekki magaöndun eins og í Yoga.

Svo lærðum við að setja herðablöðin í rassvasann, sver það! Já til að standa bein þarftu að setja herðablöðin í rassvasann. Þ.e. að ímynda sér að setja þau þar. Eins gott að vera ekki bókstafstrúar haha.. LoL .. og jafnframt soga naflann inn að mænu ..

Jæja, þetta var fyrsta Pílates blogg. Það er ekki eins sársaukafullt og spinning, en maður brennir víst ekki eins miklu.

Knús og krams.

p.s. hef aldrei fengið harðsperrur í herðablaðasvæðið fyrr..


Kung Fu Panda-BJÖRN

Get lítið sagt um alvöru birni, en fór ásamt dóttur með skáson og dótturson á myndina Kung Fu Panda í gær. Ég var svolítið hissa á að sjá hversu mikið ofbeldi er í myndinni. Hélt að þessi Itchy and Scratchy húmor, sem verið er að gagnrýna í Simpson þáttaröðunum væri liðinn undir lok, en svo var ekki. Þeir sem ekki þekkja Itchy and Scratchy þekkja kannski Tomma og Jenna, en það er af sama meiði. 

Pandan er kýld, marin, barin, klesst og brennd og kemur svo heil út úr þessu bara svolítið klesst og sviðin og allt voða fyndið! .. Shocking

Sama hversu dýrin eru kýld og lamin í klessu - þau standa alltaf upp aftur. Annar stór þáttur í myndinni er yfirstærð pöndunnar. Krakkarnir trylltust úr hlátri þegar pandan var kölluð ,,Fitubolla" .. og ég gat nú eiginlega ekki annað en brosað út í annað að hlusta á sal fullan af fimmáringum og þar um kring í hláturskasti. En þetta vekur mann samt til umhugsunar um hvað verður þegar þau sjálf hitta barn eða kennara í yfirstærð. Er þá í lagi að kalla ,,fitubolla" af því það er sagt í Kung Fu Panda ?

Ég tel þessa mynd ekki sérstaklega holla börnum og hefði verið hægt að gera hana mun fallegri. Auðvitað var margt gott í henni, flott talsetning, fallegar teikningar, góður húmor inn á milli og hið góða vann hið illa. En eins og áður sagði voru of margir lestir til að ég geti mælt með henni fyrir börn. Þannig er það nú bara.


mbl.is Barátta við birni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ,,velja sér samkynhneigð"... ???

Sem betur fer eru flestir prestar líberal og ekki niðurnjörvaðir í þeirri hugsun að Guð fordæmi samkynhneigð. Enn eru þó einhverjir sem álíta samkynhneigð synd, sjúkdóm og nýlega lenti ég í rökræðum við bókstafstrúaðan bloggara sem líkti samkynhneigð í fyrsta lagi við eitthvað ,,sem fólk veldi sér" og í öðru lagi gaf hann í skyn að sannkristinn maður ætti að bjarga þeim samkynhneigðu frá  samkynhneigðinni á sama hátt og eiturlyfjaneytanda frá eiturlyfjafíkn (sambærilegt ???????)

Bæði væri þetta eitthvað sem við ættum ekki að samþykkja og það væri jafnvel glæpsamlegt (skv. kristni) að bjarga fólki ekki frá samkynhneigð....

Ég er kristin, en ég tel enga ástæðu til að ,,bjarga samkynhneigðum frá kynhneigð sinni, ekkert frekar en ég vil ekki láta bjarga mér frá minni gagnkynhneigð.

Ég hlýt þá að vera glæpakvendi. Crying

Samkynhneigð er ekki verri en gagnkynhneigð. Leyfum fólki að vera eins og það er, samkynhneigð eða gagnkynhneigð og álásum því ekki á meðan það er ekki ofbeldisfólk.

Ofbeldi og óvirðing eru vandamál okkar tíma - ekki samkynhneigð or not!

....... Heart........

LOVE ALL SERVE ALL....

 

 


mbl.is Hýrnar yfir kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttlegt viðtal við hann hjá Opruh

Sá viðtal við þennan barnshafandi mann/konu í Opruh og það var svo mikill kærleikur í gangi á milli hans og eiginkonunnar að ég varð alveg víðáttulíberal og finnst þetta bara allt í fínasta lagi! Heart.....  Vona bara að barni og föður heilsist vel.

Hér getið þið séð ,,preview" úr viðtalinu. Smellið  síðan á myndina á síðunni til að spila.


mbl.is Karlmaður fæðir dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru mýs inni í raungreinastofu?

 Ég var óvenju syfjuð og utan við mig þegar ég mætti í skólann í morgun. Já,skólinn er enn starfandi, það ætti að banna þetta skólastarf langt fram á sumar! .. Angry .. Well, nemandi kom til mín og spurði í mesta sakleysi..,,Heldurðu að það séu nokkuð mýs inní raungreinastofu?" .. Ég sá auðvitað fyrir mér hlaupandi mýs um allt og vaknaði alveg upp .. fann að vísu allt í einu fyrir þeim hlaupandi upp upp eftir fótunum á mér, en ég mætti í pilisi í morgun.. en þegar nemandinn horfði undrandi á mig, fattaði ég að hún átti við tölvumýs - en þær hafa því miður verið að hverfa svipað og felgurnar hjá Palla ljósmyndara... Úff..ég var fegin, en ótrúlegt hvað hugmyndin um litlar loðnar mýs geta vakið upp mikla gæsahúð hjá undirritaðri. LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband