Færsluflokkur: Bloggar

Rekin vegna bloggfærslu?

Var að lesa fréttir á visir.is og sá þá frétt um Moggabloggara sem er ein af fyrstu bloggvinkonum mínum.

Fréttin byrjar:

"Birna Magnúsdóttir hefur starfað sem vagnstjóri hjá Strætó bs. í um tíu ár. Fyrir skömmu var hún strokuð útaf starfsmannalistanum og hefur enga atvinnu fyrir utan skúringar í kirkju. Birna segist hafa fengið þau svör að brottreksturinn mætti rekja til bloggfærslu og stuðning sinn við fyrrverandi trúnaðarmann félagsins. Birna hefur oftar en ekki fengið hrós frá farþegum fyrir góðann akstur."

Sjá frétt nánar hér.

Ég óska Birnu góðs gengis.


Ekkert heilagt ...uppeldið á ungviðinu að klikka?

Ég las í einhverju blaðanna í morgun um fólk sem fer í kirkjur gagngert til að skemma og sýna óvirðingu. Til að láta mynda sig í óvirðulegum stellingum fyrir framan altari eða altaristöflur og jafnvel fækka fötum og glenna sig.

Ég fyllist ómældri sorg þegar ég heyri um svona hluti. Fatta ekki afhverju sumir hlutir mega ekki vera heilagir og í friði fyrir öðrum. Fatta þetta ekki frekar en ég fatta ekki þetta með gaurana sem voru að skemma í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

Virðingin er ENGIN fyrir því sem aðrir eiga, öðrum er heilagt. Mikið ofboðslega þurfum við að fara að skoða hvernig við erum að ala börnin okkar upp kæra þjóð.

Set hér Jesú inn í málið (með smá viðbót):

christian clipart Jesus

              Elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður...og virðið hvert annað ....  


Hvað ætlar þú að gera um helgina?

sun clipart

Ég ætla að sitja og sólina sleikja 
svitna og stikna í hægindastól
súpa sangría' og skinnið steikja
fá C vitamín fram á næstu jól ...

Fær maður annars ekki C vitamín úr sólargeislunum eða þannig ?


mbl.is Hitabylgja um helgina og víða 25 stiga hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja mömmur mannanna ...

Oft þegar ég heyri af hegðun svona fólks þá hugsa ég til fjölskyldna þeirra. Ég þekki nákvæmlega ekkert til viðkomandi ,,berserkja"  þannig ég veit ekki um þeirra jarðveg. Gætu verið frá fyrirmyndarfjölskyldum þess vegna.  Ég setti í fyrirsögnina ,,Aumingja mömmur mannanna" því ég hugsa hvernig ég myndi upplifa það ef að sonur minn myndi verða uppvís af þvílíku rugli og þá færi ég að sjálfsögðu í framhaldi af því að hugsa hvar mér hefði orðið fótaskortur í uppeldinu! ..Maður gerir það ósjálfrátt jafnvel þó það geti verið að þetta sé bara upplagið sem er svona slæmt.

Enginn er fullkominn uppalandi, sjálf erum við í okkar krísum og að ganga í gegnum súrt og sætt og oft erfitt að höndla allt sem í réttu uppeldi felst.

Ég vorkenni þessum mönnum og þeim sem að þeim standa.


mbl.is Gengu berserksgang í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingsmiðað nám - sprungin tískubóla engum í hag ?

Ég var að hlusta á frábæran fyrirlestur Lasse Savola, en hann er finnskur doktór í kennslufræðum. Lasse er ekki hrifinn af því sem hefur tröllriðið íslensku grunnskólakerfi, en það er hið svokallaða einstaklingsmiðaða nám.

Finnar er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur verið að fikta við einstaklingsmiðað nám og þeir skora hæst á PISA niðurstöðunum. Tilviljun ?????...

Fyrir þá sem ekki vita þá er PISA stærsta samanburðarrannsóknin á frammistöðu menntakerfa í heiminum en í rannsókninni er könnuð kunnátta 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði í 57 löndum

Lasse bendir á mjög marga punkta varðandi skólakerfið og m.a. hvernig það að setja valdið í hendur nemendanna kunni ekki alltaf góðri lukku að stýra. Þ.e. Þegar nemendur hafi frelsi til að læra eins og þeim hentar, setja sér sín eigin markmið, gera sínar námsáætlanir o.fl. 

Um leið þurfi kennarar að kenna eftir kerfi sem jafnvel hentar þeim alls ekki. Ekkert einstaklingsmiðað við það!  Ég hef heyrt í kennurum sem eru mjög óánægðir með kerfið. Þeim hafði gengið ágætlega og jafnvel stórvel með þeim hætti sem þeir höfðu tileinkað sér aður, en svo kemur tískukerfi sem allir kennarar eru settir undir og þeim ætlað að nota við kennsluna. Þegar ég var í æfingakennslu í 10. bekk tók ég eftir því að nemendur í bekknum fögnuðu því að fá fyrirlestur, sögðust sjaldan fá slíkt. Voru vanari að hver væri að vinna í sínu horni, eða í hópum.

Lasse bendir m.a. á mikilvægi þess að kennarar segi hlutina einu sinni fyrir alla og láti síðan nemendur ræða þá sín á milli. Í einstaklingsmiðuðu námi er kennarinn að segja hverjum nemanda fyrir sig sama hlutinn, svo hann þarf að endurtaka aftur og aftur.

Varðandi laun kennara á Íslandi þá eru þau 25% undir meðallaunum landans!!..  Í flestum OECD löndum eru þau 30% hærri en meðallaun. Tvöfalt hærri í Kóreu og Kórea skorar hátt í PISA.

Virðing fyrir kennarastarfinu minnkar við lág laun, starfsánægja kennara minnkar og börnin okkar fá verri kennslu.

Ég talaði við þýska konu í gær sem sagði að í þýskalandi væri það þannig að þetta hefði farið úr einum öfgum í aðra. Kennarar voru allt of strangir, lömdu t.d. á fingur nemenda með reglustriku. Í dag eru öfgarnir komnar í hina áttina, það ekki kennarar sem berja nemendur heldur nemendur kennara og þeir geta bara ekkert gert í því. Í þessu sem öðru gildir að sjálfsögðu hinn gullni meðalvegur, þar sem ríkir gagnkvæm virðing laus við hvers konar ofbeldi.

Það þarf að hlusta á þá sem vel gengur og varast of miklar tískubólur. Ég upplifði hið einstaklingsmiðaða nám sem öfgatrúarbrögð í Kennaraháskóla Íslands og líkti því við það að hvert barn skrifaði sinn eigin matseðil fyrir vikuna í skólamötuneytinu. Síðan hlypi matráðurinn eftir þeirra kenjum. Sumir nemendur gerðu sér bara alls ekki grein fyrir hvað væri hæfilegur skammtur fyrir þá vegna aldurs. 

Það er enginn að tala um að þó við förum frá þessu stífa einstaklingsmiðaða námi sé ekki verið að hugsa um þarfir einstakra nemenda. En að mínu áliti er þetta stefna sem hefur gengið of langt... enn og aftur minni ég á meðalveginn góða gullna.

Jæja, þá er ég búin að segja mína skoðun, en horfið endilega á Lasse - hann segir þetta svo vel.

Knús og kveðja.

p.s.

Hér er líka fróðleg grein fyrir áhugasama eftir Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra vegna niðurstaðnanna í PISA.


Hver er tilgangurinn?

Þessir skemmdarvargar virðast hafa mikið fyrir því að reyna að skemma og valda slysi. Hvað býr eiginlega að baki svona framkvæmd? Vonandi nást þessir piltar og skýra hvað þeim gengur til. Getur eina ástæðan verið að þeir vilji valda slysi, eða getiur verið að þeir séu svo heimskir að þeim finnst þetta fyndið?

Dóttir mín setti ásamt vinkonu sinni upp lítið kaffihús á Garðatorgi þegar hún var fimmtán ára. Þær fengu frétt birta í DV sem þá var og hét um duglegar stúlkur sem seldu vöfflur og kaffi. Við höfðum fjárfest í plaststólum og borðum og hjálpað þeim að koma þessu af stað, en einn morguninn komum við að þar sem einhver hafði brotið og bramlað hluta af húsgögnunum. Þær voru sárar kaffihúss "konurnar" þann morguninn.

Mamman varð vægast sagt foxill og ákvað að gerast Sherlock Holmes. Sat í bílnum kvöldið eftir og fylgdis með, leið ekki á löngu þar til tvær unglingsstúlkur komu aðvífandi og önnur fór að hoppa ofan á einu borðinu. Mín kastaðist út úr bílnum, þar sem ég beið eins og lögga að vísu án kleinuhringja,, og náði að grípa aðra dömuna. Hún hafði enga skýringu, vildi bara skemma. Hún vildi ekki segja mér hvað hún héti, né hvar hún ætti heima því ég ætlaði með hana heim til foreldra og ræða við þau.

Lögreglan fylgdi því dömunni heim og fann síðan vinkonu hennar og ræddi við foreldra.

Ég vona að það að lenda í því að fara í lögreglufylgd heim hafi kennt þeim lexíu í lífinu þessum dömum.

 

 

 


mbl.is Stefndu börnunum viljandi í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missti af fimm rauðvínsflöskum ....en er samt ánægð með úrslitin!

Eins og fram kom á bloggi mínu á fyrstu vikum EM í knattspyrnu var ég með í rauðvíns-veðpotti í vinnunni. Þ.e.a.s. ég var göbbuð til að veðja á Sviss sem þá var dottin úr keppni. Að vísu fékk ég að veðja tvisvar og veðjaði líka á Þýskaland, ekki það að ég hefði mikið vit á þessari keppni.

Jæja, þetta veðmál varð til þess að í fyrsta sinn á ævinni fylgdist ég með þessu móti! Svona er maður sjálfsentrískur. Sextan sjarmerandi rauðvínsflöskur eru/voru í þessum potti og vorum við þrjú sem höfðum veðjað á Þýskaland, en fjögur á Spán þannig að nú fá þau fjórar flöskur hvert.

Þrátt fyrir veðmálið þá fannst mér eiginlega skemmtilegra að Spánverjarnir ynnu, því að Þýskaland hefur víst svo of unnið sko eða þannig. Rauður er litur Spánverjanna - ég hefði líklegast unnið ef þetta hefði verið hvítvínspottur. LoL


mbl.is Dansað á götum úti á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður óður .....

Einn af uppáhaldsóðum mínum er Óðurinn til kærleikans úr fyrra Kórintubréfi. Óðurinn í gærkvöldi er einnig kærleiksóður, kærleiksóður til náttúrunnar. Til fjallanna, ánna, vatnanna og bara náttúrunnar allrar.

Manneskjunni er gefinn sá máttur að vera hirðir náttúrunnar og dýranna. Dýrin eru í raun ofurseld okkur fólkinu. Við setjum dýrin í garða og við beislum náttúruna. Mér finnst að í báðum tilfellum eigum við að lágmarka þetta eins og hægt er. Mér líður illa í dýragörðum og mér líður illa að sjá vinnuvélar tæta í sig fjöll. Sorglegt að sjá þegar öndin situr föst á eggjunum sínum þegar lónið er að fyllast af mannavöldum eins og ég horfði síðast á á myndbandinu á síðu Hönnu Láru.

Þegar ég keyri fram hjá Ingólfsfjalli og sé sárið sem þar er komið eftir malartöku eða hvaða töku sem þar fram, hugsaði ég með mér að það væri ekki nema von að fjallið nötraði...

Ég veit að það þarf ál í flugvélar, það þarf að virkja til að fá orku, en það má ekki asa of hratt í þetta. Nú er verið að leggja flugvélum vegna kreppu, svo eitthvað hlýtur álframleiðslan  að dragast saman eða hvað? ..

Mér sýnist við ekki þurfa að beisla meiri náttúru á Íslandi - nóg er komið - við þurfum að koma beisli á bankastjóra og aðra stjóra hvort sem þeir eru kvótabankastjórar, seðlabankastjórar eða í öðrum bönkum því að í raun erum við orðin eins og dýr í dýragarðinum þeirra og fáum engu ráðið um okkar hag. Bensínið hækkar, vextirnir hækka, maturinn hækkar - hvenær springum við og förum að hrista okkur eins og Ingólfsfjall ?


Veðrið ekki of vænt ..

Það viðrar ekki alltof vel til tónleikahaldsins. Ég hrökklaðist inn áðan þegar dró ský fyrir sólu og svo sýnist mér rigningin vera á næsta leyti. Vona að þetta sé nú samt ekki mér að kenna..Shocking ..

Ég ætla nú bara að fylgjast með tónleikunum og þ.m.t. Björk úr fjarlægð, var á útstáelsi í gær, í fimmtugsafmæli í Iðnó og kíkti á hinn "vitsmunalega" Vínbar sem ég hef ekki stigið fótum inná síðan sautjánhundruðogsúrkál.

Vona að allt gangi vel og allir verði vel vænir og grænir á tónleikunum, en þó ekki of grænir Sick


mbl.is Björk síðust á svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir Ásgeir LOGI bara fréttina eða tók hann myndirnar af LOGUNUM líka? ..

Frá Marmaris í dag. mbl.is/Ásgeir Logi ...

Svona tilviljanir eru ótrúlega margar, þ.e.a.s. að nafn passar við tilefni eða starfheiti.

Flestir vita um Jón Eldon Logason sem er arinmúrari, en ég held að faðir hans hafi líka haft þann starfa, en nafnið gæti ekki passað betur við starfsheitið!

Það er svo einn sem heitir  Þröstur Eysteinsson  (þó ekki skógarþröstur) sem er skógfræðingur..

Gaman væri ef fleiri vissu af svona skemmtilegum tengingum við starfsheiti .. Cool

.....

p.s. gott að Íslendingar og aðrir eru óhultir í Marmaris.


mbl.is Skógareldar í Marmaris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband