Færsluflokkur: Bloggar

Hmmm...er ég orðin svona gömul ?

Ég kannast ekkert við þetta fólk! .... Þetta er nú meira slúðrið, ,,who is Whistling who and who is not" .. Gasp  en þetta er það sem við lesum nú samt alltaf og sannast þar hið forkveðna; maður er manns gaman! Wink


mbl.is Williams og Field hætt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa dvergar ekki ástæðu til að lifa ?

Ég var að horfa á bresku myndina ,,Death at a funeral" í gær. Án þess að fara meira út í lýsingu á myndinni, þá vakti athygli mína dvergur sem lék eitt af hlutverkunum í myndinni og fór að hugsa út í það að það væri langt síðan ég hefði séð dverg með eigin augum, svona ekki á skjánum eða í bíó.  

Ég sá það skrifað einhvers staðar nýlega, í umræðunni um Down´s syndrome fósturskimanirnar, að dvergar væru varla sjáanlegir á Íslandi lengur. Ég hafði hreinlega ekki pælt í þessu.Væri fróðlegt að heyra hvort að fólk tæki hreinlega eftir þessu. Hafðir þú gert það ?

Set inn þetta myndband sem er í stíl við fyrirsögnina hér.


Forsetabraut í framhaldsskóla ? ...

Þegar líða fer að útskrift hér í menntaskólanum spyr ég oft nemendur hvað þeir ætli sér svo að gera og hver séu þeirra framtíðarplön. Margir svara, eflaust í gríni frekar en í alvöru, að þeir ætli sér að verða forseti. En öllu gríni fylgir einhver alvara og eflaust eru margir sem tilhugsunin kitlar. Ekki bara Ástþór! .. Það er örugglega ekki amalegt að búa á Bessastöðum, hafa þjón og kokk og fá góðan mat, fara í ferðalög og klæðast fínum dressum. Ekki heldur amalegt að vera forsetamaki. Höfum að vísu ekki haft karl í því hlutverki hingað til.

Nú síðast heyrði ég eldri dóttur mína segja frá því að hún ætlaði að verða forseti.. Kissing..Mín elskulega Eva ,,Peron" .. hún myndi eflaust safna öllum börnum sem ættu bágt og hrúga þeim á Bessastaði. Slatti af herbergjum þar!

Kannski það ætti að bæta við einni braut í þessa miklu flóru brauta framhaldsskólans;  ,,Forsetabraut" .. Þá lærði fólk allskonar prótókol, veislusiði, kurteisisvenjur, tungumál, framkomu,  o.s.frv.

Auk hinna ýmsu tungumála, þá væri hægt að hafa námskeið eins og framkoma 103, kóngafólk 102, kurteisisvenjur 103, klæðaburður 101, kurteisislegar samræður 103, pólitík 103, borðhald 102 o.s.frv. Bergþór Páls væri að sjálfsögðu fenginn sem kennari í borðhald 102 og jafnvel fleiri námskeið. Ólafur væri að sjálfsögðu fenginn a.m.k. til að koma með einn fyrirlestur og Dorrit líka - ofcourse!

Kannski þessu námi væri betur komið á háskólastigi ?

Jæja, þetta voru hugleiðingar morgunsins - það eru nú ólík hlutverk forseta Íslands og forseta Bandaríkjanna, en vissulega þurfa þeir báðir að kunna mannasiði! LoL

18 dagar þangað til ég fer í sumarfrí = 3 vikur. Hvað ætli Óli fái annars langt sumarfrí, hefði maður átt að ,,sækja um" .. ??????  


mbl.is Forskot Obama eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19 dagar í sumarfrí .. niðurtalning

Þann 12. júlí verður loksins útskrift úr skólanum ,,mínum." .. ég er búin að hugsa svaðalega mikið hvernig ég að nýta þessar fjórar vikur sem ég verð í fríi sem best. Að vísu er ég búin að plana lokavikuna, en þá fer ég í sumarbústað stórfjölskyldunnar við Hreðavatn, kósý, kósý!

Ég er búin að skanna síður með tilboðum í sólina, rómantískum Parísarferðum fyrir mig og minn og svo missti ég mig alveg og fór að leita að sumarbústöðum inni á www.mbl.is/fasteignir.. svolítið að teygja mig í stjörnurnar... LoL 

Auðvitað langar mig eiginlega mest að dvelja bara í fjórar vikur í hvítkalkaða húsinu á afskekktu suðrænu ströndinni .. með slútandi pálmatrén og seiðandi sjóinn í augsýn...,,Dream, dream, dream, dream, dream, dream.....

Well.. það er víst ekki á prógramminu, það sem er á prógramminu er m.a.:

  • taka til í geymslunni..
  • taka til í bílskúrnum...
  • sækja restina af dótinu mínu frá fyrra lífi í geymslu ..og bæta því í nýtiltekið rými í geymsluna...

Auðvitað ætla ég líka að fara í sumarkjóla og sitja í sólbaði og mála vatnslitamyndir úti á palli, sötra kælt sódavatn með sítrónum fljótandi og taka bara á móti vinkonum, vinum og vandamönnum og spjalla.. ha det dejligt her hjemme.. sko! Kissing


Þriggja tonna ,,heitur pottur" ..

Við vorum að koma heim úr sveitinni, fengum lánaðan yndislegan bústað í Grímsnesinu með heitum potti og tilbehör... Frábær og yndisleg fjölskylduhelgi með svona flestum afkomendum okkar...

Talandi um heita potta, þá hef ég alltaf verið svolítið mikið fyrir sull í vatni og auk þess frekar óþolinmóð að eðlisfari. Í mínu fyrra hjónabandi (hið síðara kemur eflaust síðar Shocking ) .. var maðurinn oft lengi fjarverandi vegna vinnu. Ég vandist því að ,,redda" hlutunum.

Við höfðum keypt okkur hús og hann hafði smíðað líka þennan fína pall. Eina sem vantaði á pallinn var auðvitað pottur. Ég fór í Leikbæ því ég ætlaði að redda okkur svona bráðabirgðapotti, sérstaklega fyrir börnin .. Ég endaði með að kaupa auðvitað það stærsta sem ég fann (sem var líka á tilboði) en það var plastsundlaug sem tók 3 tonn af vatni.

Ég plasseraði lauginni á pallinn og fyllti með mátulega volgu vatni, skellti tveimur - þremur vindsængum útí og síðan bjuggum við þarna ég og börnin!!!.. í nokkra daga.

Þegar maðurinn kom heim og ég kynnti ,,pottinn" stolt, hann var bara ekkert glaður og fékk hann eiginlega algjört áfall. Fór að skoða hvort að pallurinn hefði sigið o.s.frv. Ég hafði gjörsamlega ekki pælt í því hvort að pallurinn þyldi þennann þunga. Fíni potturinn var tæmdur og fluttur út á grasflötina. Enginn skaði skeður, pallurinn hafði haldið. Wizard

Aftur fyllti ég laugina og eini ókosturinn var að nú kom stundum gras ofan í. Við fluttum aftur ofan í .... nema þegar vikan leið fór okkur að finnast lyktin í pottinum súr og í raun bara í garðinum. Grasið undir varð súrt af hitanum og ég neyddist til að tæma á ný. Þegar laugin var tekin upp aftur angaði allt hverfið af ýldulykt... þetta hefur eflaust verið um miðjan júní, því ég var með fjölskylduna í kaffi á pallinum þann 17. og þá þurfti ég að brenna reykelsi á pallinum til að reyna að dempa fýluna í garðinum! Sick

Well..it was fun while it lasted Grin


Grimmur þessi eldur ..

 

 Þegar ég var barn og bjó á Grettisgötunni lenti ég í því að horfa á þar sem eldtungur komu út um glugga og gömul kona hrópaði á hjálp. Ég hljóp til að láta einhvern fullorðinn vita, en sú sem tók á móti mér, nágrannakona okkar á neðri hæðinni,  hélt ég væri að plata hana (augljóslega álitið mig prakkara)  en það varði ekki lengi því fljótt heyrðum við í slökkvibílnum.

Gömlu konunni var sem betur fer bjargað, en hún hafði sofnað út frá tólginni á eldavélinni. Risið var ónýtt eftir brunann.

Lengi eftir þetta var ég alveg afskaplega eldhrædd og fann ímyndaða brunalykt í hverju horni. Fylgdist vel með pottunum á eldavélinni hjá mömmu og fannst hún aldrei nægilega gætin.  

Finn þó ekki fyrir þessu lengur. Svo kveiknaði í hjá okkur á jólanótt í Goðatúninu, þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu, kertaskreyting datt logandi ofan í blaðakörfu og eldurinn byrjaði að sleikja bókahillur, en mín var bara ,,kool" bleytti viskustykki og setti yfir blaðakörfuna og náði (eflaust á elleftu mínútu) að slökkva allan eld. Húsið var timburhús.

Nýlega brann í búðarhúsið á Finnbogstöðum og er það afar sorglegt, ekki síst vegna hundanna sem brunnu inni. Ég tilkynnti mínum betri helming í morgun að ég ætlaði að leggja inn á söfnunarreikning sem hefur verið settur upp til að styrkja nýja húsbyggingu fyrir bóndann.

Ætla að standa við það og hvet þau sem eru aflögufær um að gera slíkt hið sama.

T.d. verð einnar pizzu með nokkrum áleggstegundum ??..  1990.- krónur  ...

Söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


mbl.is Hesthús brann til kaldra kola í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er eins og ég er ..

Páll Óskar söng þetta lag í gærkvöldi á 17. júní. Textinn var, að ég held, upphaflega saminn fyrir Gay Pride, en Palli tileinkaði lagið líka öllum þeim sem lent hefðu í einelti og þeim sem fengju ekki að vera í friði eins og þeir eru. Flutningurinn var ótrúlega kröftugur og sannfærandi og kom fram tárunum á þessum bloggara, skrítin blanda af trega og gleði. (ég er að vísu vælukjóa).. Crying ... Þegar ég hlustaði á lagið birtust fyrir hugskotstjónum mínum allir þeir sem ég kynnst í gegnum ævina sem tilheyra þeim hópi að vilja fá að vera eins og þau eru.. HeartHeartHeart ..

Fann þessa útgáfu á YouTube en mér heyrist Páll Bergþórsson flytja:

Ég er eins og ég er
I Am What I Am Gloria Gaynor

Ég er eins og er,
hvernig á ég að vera eitthvað annað ?
Hvað verður um mig
ef það sem ég er bölvað og bannað ?
Er það líf mitt, að fela mig og vera feimin,
mitt líf var það til þess sem ég kom í heiminn ?
Fúlt finnst mér það líf að fá ekki að segja:
Ég er eins og ég er !

Ég er eins og ég er,
ég vil ekkert hrós, ég vil enga vorkunn.
Mér líkar mitt lag,
jafnvel þótt öðrum þyki það storkun.
En þeir um það, þetta er lagið mitt á lífsins morgni,
hvernig væri að sjá það frá því sjónarhorni.
Fúlt er felumanns líf fyrr en hann hrópar:
Ég er eins og ég er !

Ég er eins og ég er,
og hvernig ég er alveg á hreinu.
Ég er eins og ég er
og biðst ekki afökunar á neinu.
Þetta er eitt líf, þettar er eina lífið sem við eigum
eitt líf og það verður ekkert lif í leynum.
Ljúft veður það líf að láta það flakka:
Ég er eins og ég er !


Gleraugun af ... gott að sjá snúðana í bakaríinu án móðu ...

Þegar ég var aðeins átta ára gömul þurfti ég að byrja að ganga með gleraugu örugglega vegna þess að ég var svo gáfuð! ... eeee eða réttara sagt vegna þess að ég tók oft strætó nr. 23 í skólann í staðinn fyrir nr. 25  Cool ...

Sjónin versnaði og versnaði, ég var kölluð gleraugnaglámur og var logandi hrædd við alla tegundir af boltum enda brotnuðu gleraugun nokkrum sinnum í snjókasti eða boltaleikjum.

Næstum allir í föðurfjölskyldunni minni voru með gleraugu og er þetta þræl-ættgengt. Tvö af þremur börnunum mínum hafa erft þessa lélegu sjón. Við vorum fimm af fimm systkinum með gleraugu og þurfti mamma greyið (einstæð móðirin) að borga herlegheitin - og þar komu engar tryggingar inní. Þegar ég var í fyrsta bekk í menntó fékk ég linsur og þótti ég allt í einu voða sæt, það var að vísu bara sjálfstraustið sem batnaði, svona getur fólk verið skrítið. Ég notaði linsurnar mjög mikið, en varð að takmarka það seinna vegna þess að ég var orðin viðkvæm í augunum.

Það var svo árið 2003 að ég fór í Lazer-aðgerð og var það í raun eins og kraftaverk. Gat farið flikk flakk heljarstökk og spilað á píanó .. (örlitlar ýkjur) .. W00t En samt...Þvílíkt frelsi og þvílíkur munur að fyrsta hreyfingin á morgnana var ekki að teygja sig eftir gleraugunum á náttborðinu. Sjónin fór í úr - 5.75 í -0,50 eða álíka.

En nýlega kom örlítið bakslag og ég þarf aftur að vera með gleraugu til að nota í bíó og aka með, sérstaklega í rökkri. Er hálfnáttblind án þeirra.

Toppurinn er auðvitað að ég get gengið gleraugnalaus inn í bakarí í rigningu og virkilega séð bakkelsið!!!!.. Ég get líka farið í sund án þess að vera dónaleg, þ.e.a.s. án þess að heilsa engum þar sem ég sá áður fólk í framan eins og Waldorf dúkkur þegar ég var án gleraugnanna! Pinch 

Ég er nú samt fegin fyrir þessa uppfinningu; gleraugun, - ég hefði verið ansi mikill kettlingur án þeirra ....

 


Páll Óskar í Hafnarfirði ...og sími - hrakfallasaga

Við sátum heima á palli í allan gærdag og tókum á móti gestum og gangandi. Ég er búin að komast að því að ég mun ekki tíma að fara neitt til útlanda í sumar, frá fínu blómunum mínum. Verð að sinna þeim vel! InLove

Í gærkvöldi drifum við okkur til að hitta Evu, Henrik og Mána en þau voru mætt á Thorsplanið í Hafnarfirði, og þar var líka Birta frænka ásamt Rasmusi sínum og síðan hitti ég Birnu frænku, Didda og þeirra dætur eitthvað af tengdasonum og dótturson. Svo kom í ljós að von er á barnabarni númer tvö!!!..

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með skemmtiatriðin á pallinum. Bubbi var að klára þegar við komum og er hann alltaf klassískur. Síðan kom Páll Óskar og hann var alveg frábær. Kom stuði í mannskapinn og talaði beint til krakkanna. Hann er augljóslega einn besti ,,performer" landsins. Ég fíla hann rosa vel og söng hástöfum með. W00t 

Aftur að sólpallinum..

Meðal þeirra sem voru á pallinum hjá okkur í gær var Gunna ská-dóttir, hún var búin að vera að klappa símanum sínum og dásama en hann var aðeins eins daga, hafði hún fengið hann í gegnum tilboð hjá Nova. Ferlega fínn Nokia sími. Einn af pallgestum rakst í vatnsglas og lak vatnið á símann. Gunna tók símann í sundur til þerrunar og við krossuðum öll fingur um að vatnið hefði ekki skemmt hann. Hún ætlaði að leggja hlutina til þerris en fór þá ekki betur en svo að einn hlutinn fór í gegnum rifu á pallinum. Hún fór því heim með sárt enni og símalaus.

Pabbi hennar dó ekki alveg ráðalaus og notaði eitthvað gamalt löggutrix (enda í sumarlöggunni í gamla daga) fann vír og veiddi upp hlutinn sem hafði dottið! .. Enn er ekki komið í ljós hvort síminn verður ok, því að það borgar sig víst ekki að kveikja fyrr en alveg þurr! ..

 


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki úti að fljúga heldur úti að aka..

Ég hef verið svo upptekin við að njóta sólar og blóma að allar ísbjarnafréttir þessa heims hafa farið fram hjá mér. Ákvað að taka mér örstutta pásu frá sólinni og kíkja á bloggið og sá þá að nýr ísbjörn hafði tekið land. Nú fær þjóðin annan sjens til að bjarga villuráfandi ísbirni ... nema þetta sé hinn sami og síðast, bara upprisinn? Shocking 

Skamm flugmenn að vera að fljúga yfir hausnum á bangsa litla! Angry ... bannað að hræða greyið! Löggan kemst ekki til að gasa ykkur í háloftunum ... Police 

Öfunda ekki heimilisfólkið á Hrauni, eða hvað sem bærinn heitir nú þar sem bangsi er að spássera. Jæja - kominn tími til að hefja líkamsgrillun á ný!

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ Wizard


mbl.is Flugbann ekki virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband